Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 5
Hamingjusamasti maður undir sólunni HENRI VOILLERY FLESTIR, sem eitthvað hafa fylgzt með þróun mála í Frakklandi eftir styrjöldina, munu telja Charles de Gaulle gagnmerkan og nauðsynlegan leiðtoga þjóðar sinnar. Færri eru þeir sennilega, sem muna enn, að 1941 vék franski sendifull- trúinn hér á landi um stund úr em- bætti, vegna stuðnings hans við de Gaulle, en var skömmu síðar skip- aður í það aftur að tilhlutan and- stæðinga sinna í stjórnmálum. Grunnhyggnir menn álíta Gaullista ofstækismenn og kreddufulla and- stæðinga lýðræðis og frelsis. Ein- hverju sinni, nokkru áður en de Gaulle fékk völdin í hendur í Frakk- landi, átti sá, er þetta ritar, orð- ræður við andstæðing hershöfðingj- ans. Þá spurði hann mótlætarann, á hverju hann byggði andúð sína á de Gaulle. Sá svaraði, að það lægi ofur ljóst fyrir af myndum, að de Gaulle hefði nákvæmlega sömu handahreyfingar, sem sá kynjakarl Hitler hafði á sínum tima, og þar af leiðandi væri hann hættulegur maður! Honum fannst þetta hreint frábær kenning og er því áliti hans skotið undir dóm lesenda. SÁ stuðningsmaður de Gaulle, sem haldið hefur órjúfanlegri tryggð við hann gegnum blítt og strítt, og hér verður lítillega fjallað um, er Sendiráðherra Frakka hér & landi, Monsieur Henri Voillery. Hann fæddist 14. maí 1895 í Dijou, Cote-d’or, höfuðborg Bourgonge-hér- aðsins í Frakklandi. Foreldrar hans voru hjónin Mar- guerite fædd Changariner og Ferdi- nand Voillery. Faðir hans gegndi embætti í póstþjónustunni, en afi hans hafði verið vinbóndi í hinu fræga héraði. Henri litli ólst upp hjá foreldrum sínum, en var sett- ur ungur til mennta og kunni því vel, þótt hann segði síðar, að bezti tíminn hefði ávallt verið, þegar hann komst heim frá skólanum í leyfi. Grunur leikur á, að Voillery hafi langað til að nema læknisfræði, en óvæntir atburðir heimssögunnar komu gjörsamlega í veg fyrir það. Heimsstyi'jöldin skall á 1914 og þá var hann þegar kallaður í herinn, var fyi-st óbreyttur hermaður, en við stríðslok var hann orðinn lautenant. Styrjöldin lék Voillery gi'átt, hann missti bróður sinn í skotgröfunum í Norður-Frakklandi og særðist einn- ig sjálfur á hendi. Þar með vai' honum mun erfiðara að sinna ein- lægu áhugamáli sínu, fiðluleik, sem hann hafði haft mikið yndi af. 1 stríðinu kynntist Voillery hörm- ungum og tilgangsleysi vélráðra og valdasjúkra landsdrottnara og hann varð æðrulaus og sáttur við tilver- una, þótt hann yrði vitanlega að taka þátt i hinum tryllta hildai'leik, sem kostaði milljónir manna lif og heilsu og steypti heilum þjóðum í eilífa gioL'.'n. Hann varð að sætta sig við það örðuga hlutskipti að al- ast að miklu leyti upp á vígvellin- um, og sjá meðbræður slna falla allt í kringum sig. Þessi ár eru áreiðan- lega þau einu, sem hann iðrast að hafa orðið að lifa, en er samt senni- lega þakklátur hið innra fyrir dýr- mæta lífsreynslu, þótt keypt væri dýru verði, og kippir sér síðan ekki upp við smámuni. AÐ styrjöldinni lokinni gekk Voil- lery í frönsku utanríkisþjónust- una. Hann var á þeim árum i Bremen, síðan í Karlsruhe, þá Diis- seldorf, svo í Póllandi. Einnig var hann í Rotterdam og þaðan lá leið hans aftur til Parísar. Árið 1938 var Voillery sendur hing- að til lands og átti upphaflega aðeins að vera hér skamma hrið. Hann kom upp með Gullfossi gamla og fyrsti Islendingurinn sem hann kynntist í raun, var Sigurgeir heitinn Sigurðs- son, síðar biskup. Urðu þeir mestu mátar á skipinu og héldu æ síðan góðum kynnum. Voillery kom hingað til lands 29. apríl 1938. Húsnæði sendifullti'úans var þá ekki fullbúið til íbúðar og unnu smiðir að lagfæringum. Voillery bjó vitanlega á Hótel Borg. Sunnudaginn 30. apríl hugðist hann athuga sendi- fulltrúabústaðinn. Sól var á lofti og gott veður. Voillery opnaði sig inn í húsið og ætlaði að taka myndir af húsnæðinu og senda fjölskyldu sinni, sem enn dvaldi í Frakklandi. Þegar hann vai' staddur í einu herberginu, feykti vindhviða dyrunum í lás og vildi svo illa til, að lykillinn stóð í að utanverðu og lokaðist sendifull- trúinn þar inni i allri sinni mekt og komst hvorki út um þær dyr né inn um aðrar. Brennandi sólin steikti her- bergið og gerðist æði óþægilegt að vera þar til lengdar. Voillery reyndi með öllum ráðum að komast út úr herberginu, en allt fór á einn veg. Þá varð hann að taka það til bragðs, að brjóta glugga í herberginu, smokra sér úr virðulegum jakkanum og skriða út um gluggann. Hefur það verið skemmtilega dapurleg sjón, að sjá hinn virðulega fulltrúa Franka- ríkis skríða út um sinn eigin glugga eins og innbrotsþjófur væri þar á ferð. Ut komst hann samt nokkurn veginn óskaddaður, en þeir, sem unnu í húsinu voru einlægt þess sinnis daginn eftir, þegar þeir komu til vinnu, að kræfur innbrotsþjófur hefði verið þar á ferð. Sennilega mundi Sendiráðherrann ekki treysta sér til að endurtaka athöfn þessa nú, þótt nauösyn krefði. Árið 1943 varð Voillery Deligate of the French Comittee for the Nat- ional Liberation og við lýðveldis- stofnunina árið eftir varð hann Deli- gate of the Provisional Government of the French. Sendiráðherra var hann svo skipaður 1956. Sjálfsagt hefur hann hlotið marg- ar fleiri skipanir um ævina, að ekki sé minnzt á heiðursmerki allskon- ai' og skjöl, sem eru víst sjálfsagðir fylgifiskar hárra embætta í utan- ríkisþjónustunni. HENRI Voillery kvæntist ungur ágætri konu, Simone, fædd Del- cayre sem reynzt hefur hon- um farsæll lífsförunautur. Lengst af búskap þeirra hefur hún verið án heimilishjálpar nema við sjálfsögð veizluhöld, og saumar og sníður Par- ísartízkukjóla eins og beztu tízku- kóngar. Hún er frábærilega smekk- leg í matargerð allri og hin sann- asta heimilisprýði. Þau hafa eignazt fjögur börn: René, sem aldrei hefur komið til Islands; Claude, sem starf- ar í banka i Brtissel; Jacques, sem nemur guðfræði í Róm og Marie- Madeleine, sem gift er i Noregi. Svo eru barnabömin orðin 6. Heimilislífið er fágað og í hæfi- lega föstum skorðum. Sendiráðherr- ann er mikið heima við, les mik- ið af kaþólskum trúarritum, einn- ig kynnir hann sér íslenzku dag- blöðin og les þau fyrirhafnarlaust, en talar ekki íslenzku að neinu ráði, þó vel skiljanlega. Það er af of- ur eðlilegum ástæðum. Hann hef- ur um áratugi starfað fyrir erlent ríki, sem krefst mikillar vinnu og langs vinnudags. Hann hefur lika sjaldan haft hjálpai'hellur á skrif- stofu sinni, oftast orðið að koma miklu meira frá en eðlilegt mætti teljast eftir stöðu mannsins og virð- ingu. En hann er ólíkur flestum stéttarbræðrum sínum hér á landi í þvi, eins og mörgu öðru, þvi lifið hefui' kennt honum að taká fullt tillit til hins smæsta og snauðasta, jafnt sem hins stærsta og auðug- asta. Sennilega eru heldur ekki marg- ir sendiherrar erlendra rikja hér á landi, sem rækta salat í garði sin- um, taka aðeins eina skyrtu með sér í ferðalög og þvo hana sjálfir og þykir jafngaman að flakka um óbyggðir og öræfi, helzt einn sins hðs. HENRI Voillery var sendur hing- að til lands til skammrar dval- ar í upphafi, en hefur í raum sezt hér að sem hálfgerður inn- flytjandi og hér hefur hann viljað veia, þótt honum hafi boðizt embætti í stærri borgum, þar sem samkvæm- islífið er fjölskrúðugra í fátækt sinni en hér í þröngbýlinu. Hann er sér- stakur fyrir þá sök, að hann hefur verið hér öllum núverandi Sendiráð- herrum lengur, því enginn þeiiTa hef- ur einnig tileinkað sér jafn vel ýmsa íslenzka siði og Venjur, sem allir kunna ekki að meta, því að hann er göfugur neftóbaksmaðm og umgengst tóbakið af sönnu diplómatíi, sem fáum er lagið. Venjulega kaupir hann nokkrar tóbakski-ukkur hverju sinni og geym- ir vendilega. Svo biður hann kannske einkaritara sinn að rétta sér eitt „leyniskjal” og kýmir laumulega og vill þá meina neftóbakskrukku, sem er honum ef til vill jafn mikils virði og raunveruleg't leyniskjal frá heimulegum stjórnvöldum. Alþýðleiki má það líka kallast, þegar opinber embættismaður frá erlendu ríki held- ui' fiðlutónleika i Dómkirkjunni, og óneitanlega ber það skemmtilegri kýmni vitni, þegar hann les listilega upp á fundum Alliance-Francaise franskar fagurbókmenntir og ljóð. Sennilega hefði hann orðið frábær leikari, að minnsta kosti gaman- ieikari! Framhald á bls. 06. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.