Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 15
NIDUR GLÖTUNARSTÍG OG UPP MENNTAVEG! Blaðamaður Vikunnar heimsækir leikkvöld Menntaskólans á Akureyri. AÐ er meira fyrirtæki en marg- ur Skyldi halda að setja upp skölaleik. Að vísu má segja, að það gegni svipuðu máli um hann og aðra leikstarfsemi, en ýmislegt er þó frábrugðið, m. a. það, að allir þeir, sem að slíkri sýningu standa, Hinn reyndi leikari og leikstjóri Guðmundur Gunnarsson, hjálpar byrjendunum við andiltsförðun. eru viðvaningar, og það gerir auð- vitað allt starfið erfiðara, en að ýmsu leyti meira spennandi. Fyrsta skrefið er að sjálfsögðu að velja leikritið. Það kostar mikla ang- ist og umþenkingar. Sviðið þarf að vera einfalt þvi að senumennirnir eru ekki nema 16—20 ára og hafa aldrei gert leiksvið fyrr. — Hlutverkin mega ekki vera of erfið. — Skyldi nú þessi geta leikið þetta? Það er alltaf mikið happdrætti. Jón er kannske ágætur í latínu, jafnvel hörku stærðfræðingur líka. En get- ur hann leikið? Verður hann kannske klumsa, þegar tjaldið er dregið frá? — En hvað sem öllu og öllu líður, leikritið verður að vera skemmtilegt. Og leikstjórinn. Ekki veltur minnst á því að fá góðan leikstjóra. Hann þarf að vera myndugur, en hann má ekki vera of strangur, og hann þarf að vera f jörugur. Hann þarf að vera jafnvígur á allt, því að hann getur þurft að leika öll hlutverkin fyrst og láta leikenduna síðan leika þau eftir sér. Hann þarf að segja fyrir um gerð leiksviðsins. Hann þarf að sjá um búningana. Hann þarf kannske líka að sminka allan hóp- inn og jafnvel að krulla stúlkurnar. — Og síðast en ekki sízt, hann þarf að hafa gaman af þessu öllu. OG svo er allt í einu komið að frumsýningu. Leikendurnir hafa undanfarna daga verið á lát- lausum þönum upp og niður bi’ekk- una; niður í leikhús og upp i skóla og aftur niður í leikhús. Og leiðin, sem farin er, er engin venjuleg leið. Hún heitir Glötunai-stigur, þegar nið- ur er farið — í bæinn, — en Mennta- vegur, þegar farið er upp á móti. Þetta er mjög erfið leið, krókótt og snarbrött, og oftast er svell í götunni, svo að það er betra, að þeir séu ekki fótfúnir, sem leggja leið sína eftir slíkum vegi. — En þetta hefur allt gengið vel, sem af er. Að vísu hafa stúlkurnar oft hljóðað ó- sköpin öll á niðurleiðinni og stund- um rasað af litlu tilefni, en piltarnir hafa þá venjulega verið nærstaddir og tekið af þeim fallið, jafnvel leitt þær spöl og spöl. — En nú er frum- sýning í kvöld, og menn eru hljóð- ari en venjulega, og stúlkumar rasa ekki mikið, enda er nýfaUinn snjór í stígnum. — Sminkarinn biður. — Tjaldið verður dregið frá eftir tvo tíma. A£> heyrist þrusk og stólaskell- ir framan úr salnum. Einhver snýtir sér myndarlegri hrepp- stjórasnýtu. Sminkarinn er að ljúka við verk sitt. Rólegur og handviss dregur hann síðustu strikin. — Hann getur svo sem verið rólegur, hann á ekki að standa berskjaldaður í sviðs- ljósinu að andartaki liðnu. Andlit leikendanna eru orðin tor- kennileg i nærsýn. Allir tala í hálf- gerðum hvíslingum og eiga bágt með Leikendur menntaskólaleiksins í ár, koma nlður Glötunarstfg, frumsýningarkvöldið. að halda kyrru fyrir. Loftið i bún- ingsherberginu er þungt af kvíða- spenningi. Hendurnar eru sveittar, ónotahríslingur í bakinu. — Ó, hef ég nú allt með, sem ég þai'f að hafa? Jú, bréfið er í vasanum. — Vasaklúturinn? — Guð minn góð- ur! Mér finnst skeggið vera að losna! — Brr -— brr — brr. Önnur hringing. — Ég man ekki orð af því, sem ég á að segja! Hvað segir þú nú aftur, þegar ég kem inn? Svo hljóðnar allt i einu kliðurinn í salnum. Ilanga hléinu kemur matmóðir leikfélagsins með kakóið. Fæstir hafa borðað nokkurn kvöldmat, og blessað kakóið róar taugarnar. Sýningin hefur gengið ágætlega; menn tala hver upp í annan með full- an munninn, og svitaperlurnar glitra á andlitum leikendanna, það er svo heitt í húsinu. — Áhyggjuhljðiriur- inn er horfinn úr röddunurri, og kæt- in farin að ólga í þeim í staðinn, fögn- uðurinn yfir þvi að hafá staðizt raunina og sjá fyrir endann á henni — Þó að þeim hafi kannske fundist rétt áðan inni á sviðinu, að þau þyrftif næstum að taka á öllum kröftum til að koma þvi upp, sem segja þurfti, er þeim léttir í að tala. Þau tala hratt, í rokum, eins og þau séu að skyrpa út úr sér í slitrum farginu, sem hvílt hefur á þeim undanfarna daga, óttanum, sem legið hefur í leyni eins og dimmur og ógnandi þokuklakkur við hafsbrún. Þau geta ekki setið, ekki staðið kyrr. -— Hend- urnar titra kannske ofurlítið enn. Hvinurinn í loftræstingarviftunum þagnar, og kliðurin í búningsherberg- inu hljóonar um leið. Drættirnir i andlitunum stríkka. Hringingin gell- ur við. Rödd leiksviðsstjórans Aðal hlé. Matmóðirin er komin með kakóið. Leikstjórinn Jóhann Pálsson stendur með bollann sinn lengst til liægri. ir \'IKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.