Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 22

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 22
Stutt smásaga eftir PET STEVENS „Þú skilur ekki.“ „Big Boy“ Thompson roðnaöi, „Mig sárlangar auðvitað í það að hafa nokkrar gæsilegar stúlkur sveimandi í kringum mig, en það er búið með það. Ég er nefnilega giftur, strákar." „Heyrið þið þetta? Genginn í gildruna," sagði „Red“ Carter í stríðnistón. „„Big Boy“ Thompson lætur svona guliið tækifæri fara fram hjá sér, vegna litlu konunnar heima.“ „Já, það er reyndar konan,“ játaði „Big Boy“ Thompson. „En ég er ekki genginn í neina gildru. Alls ekki. Nan er alveg stórkostleg. Góður vinur og þar að auki bráðfalleg. Eg vil ekki missa hana, og ég ætla ekki að hætta á neitt." „Þetta er kraftaverk," hrópaði „Cassy” Bowen. „Tamur eins og lamb. Hvernig fór hún að því að gjörbreyta þér svona?“ „Viljið þið fá að vita það?“ spurði „Big Boy" Thompson. , „Hinir tveir „Skotliðanna þriggja" sem enn báru nafn með rentu, litu fulllr áhuga á glataða bróðurinn. „Nan var ekki heima," sagði „Big Boy“ Thomp- son, „og þið vitið hvernig manni liður þegar mað- ur er einmana. Og hverja haldið þið ag ég hafi rekízt á nema Irene Reagen." „Þú átt ekki við óperusöngkonuna?" spurði „Red" Carter. „Ein og hin sama," svaraði „Big Boy". „Okkur kom strax vel saman og byrjuðum að umgang- ast hvort annað." „Þannig byrja öll vandræði," sagði „Casey“ Bowen. „Einmitt," játaðl „Big Boy“ Thompson. „Irene hafði nýlega sagt skilið við manninn sinn og var einmana líka. Þetta hófst bara sem leikur. Ekki annað. Við skemmtum okkur prýðilega. Það var mikið í Irene spunnið, og húh kom ólgu í blóðið á manni. Áður en ég vissi af, var ég orð- inn bálskotinn í henni. Og henni var heldur ekki illa við mig. Þá kom Nan heim aftur." „Og þú sagðir sjáumst aftur, í stað þess að kveðja hana fyrir fullt og allt," skaut „Cassy" Bowen inn, „Einmitt," svaraði hann. „Það var ekki hlaup- ið að því að gleyma Irene. Ég snuðraði um bún- ingsklefann hennar og bauð henni út á kvöldln. Heima afsakaði ég mig með því, að ég þyrfti að vinna frameftir. AJ3 þvi er virtist, gleypti Nan við þvl. Eg tók að færa mig upp á skaftið og var oftar að heiman. Eina nóttina beið Nan eftir mér. Hún var hvorki taugaóstyrk né reið, heldur jafnglæsileg og hún átti sér að vera. „Við erum skynsamt nútímafólk," sagði hún. „Við skulum vera heiðarleg hvort gagnvart öðru. Ég veit allt um Irene Reagen, Bill. Þú ert ástfanginn í henni, er það ekki?“ „Nan hitti naglann á höfuðið, svo að ég varð að svara henni hreinskilnislega" hélt „Big Boy" áfram. „Ég veit það ekki, sagði ég við hana. Bf til vill er það aðeins ímyndim." V N G I R „Big Boy“ Thompson tæmdi úr f jórða whlsky- glasinu. Þétta var alls ekki svo litið fyrir mann, sem hafði minnkað það við sig niður í eitt glas fyrir máltíð. Það var stórkostlegt að vera innan ixm strák- ana á ný, enda þótt þessi samkimda væri ekki neitt til þess að státa sig af. Þeir höfðu reklzt hver á annan í háskólaklúbbnum í Chicago. Síðan höfðu þessir kraftakarlar arkað samtímis inn á bjórstofuna. Þvílikt og annað eins. „Skotliðarnir þrír“ sem útskrifuðust frá Yale ’28 komnir aftur saman. „Red“ Carter, frá San Francisca; „Casa- nova“ Bowen, frá St. Louls og „Big Boy" sjálf- ur, frá New York. Þorparar upp til hópa. Þelr höfðu kunnað að lifa lífinu á þá daga. Þvílíkir dagar! Fyrir tíu árum! Það var næsta ótrúlegt. Þeir höfðu ekki breytzt mikið. Dálítið þynnri á kollinum og örlitið breiðari um mittið, en sem sagt enn fullir af fjörl, þegar tækifæri gafst. Og þetta var eitt þeirra. Hrundruð milna heim og einungis samvizkan til þess að hafa taumhald á þeim, og hún var næsta teygjanleg. „Ég kannast við nokkra stólpakvenmenn hérna." „Cassy" Bowen var svosem enn i essinu sinu. „Eg ætla að hringja i þær, siðan förum við út og skemmtum okkur ærlega." „Big Boy“ Thompson beit á Jaxlinn og herpti saman augun. Þetta var sami svipurinn og hann setti upp, þegar hann var að skora mörkin i gamla daga. „Farið þið strákar," sagði hann stórhuga. „Slá- ið ykkur upp, en ég verð eftir. Munið þið ekki eftir gamla laginu „Sælar stúlkur", ég er bú- inn að snúa við þeim bakinu." Tveir þriðju af augum ærslabelgjanna, „Skot- liðanna þriggja," störðu á hann. „Heyr á endemi," sagði „Cassy" Bowen i hæðn- istón. „Hvaða kona hefur farið svona með þig?“ „Þú verður þá að gera út um þetta,“ svaraöi Nan, „vegna þess að ég hef þagað yfir dálitlu. Þegar ég var að heiman, kynntist ég manni í góðri stöðu, veefnuðum. Ég ætla ekki að segja þér hvað hann heitir núna. Hann vaðr ástfang- inn í mór, og mér var betur til hans en mér bar. Han grátbað mig um að fá skilnað og gift- ast sér.“ „Big Boy“ Thompson tæmdi úr sjötta wisky- glasinu. „Þetta fékk mjög á mig. Nan virtist hafa elsk- að mig svo heitt, að mér datt ekki i hug, að hún myndi sinna öðrum manni. „Þú gerir það aldrei!“ hrópaði ég reiðilega og ef til vill dálítið hræddur. „ „Það er undir þér sjálfum komið,“ svaraði hún. „Fyrst verður að hugsa um þig og bömin. Ég sagði honum það, en Bill, ég vil aðeins ástúð eiginmanns mins. Ég tek ekki annað í mál. Ef þú elskar Irene í raun og veru, fer ég til Reno. Þú getur gifzt henni, og ég giftist honum. Við gætum lifað hamingjusömu lifi. Hann er maður, sem aldrei myndi stnna öðrum konum.“ „Þá sinni ég heldur ekki öðrum konum," sagði ég við hana, hélt „Big Boy“ Thompson áfram, „og ég vil ekld missa þig.“ „Og þið hafið lifað hamingjusömu lífi," bætti „Red“ Carter við. 22 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.