Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 11
FERMINGARDAGURINN G býst við, að allir séu sammála um það, að fermingardagurmn sé minnisstœðastí dagurinn i lífi manns. Þá eru þáttaskil. Bemsk- unni er lokið og æskuárin blasa við, það tímabil mannsævinnar, sem eft- irsóknarverðast er. Það er þvi ekki að undra, þótt töfraljómi sé yfir þess- um degi, enda er hann haldinn há- tíðlegur. Fjölskyldan, nánustu ætt- ingjar og vinir koma saman til að kveðja baraið og heilsa æskumann- inum. Þetta er viðkvæm stund, sérstaklega fyrir foreldrana. Efst í huga þeirra er endurminningin frá barnsárunum, og bjartar og djarfar vonir lun framtíð þess. En á bak við leynist óttinn við allt það dulda og óráðna, sem bíður í leynum fram- tíðarinnar. Hvað á ég að gera, svo að bjart verði yfir þessum degi, er spuming foreldnanna. Þessi spuraing er svo viðtæk og persónubundin um leið, að ekki er möguleiki að gefa tæmandi svar, nema þá helzt foreldrarnir sjálfir. I hverju einstöku tilfelli er eitthvað sérstakt, sem enginn þekkir, nema þau. En almennt séð — ytra formið — er það, sem við ætlum að ræða hér í blaðinu i dag, ef það gæti orðið til að skýra línuraar, hvernig haga skuli til, bæði undirbúningi og ákvörðunum dagsins, Það verður aldrei hjá því komizt að hugsa fyrir kostnaðarhliðinni. Þá er það fyrst fatnaðurinn fyrir ferm- ingarbarnið. Sem betur fer þarf ekki lengur að hugsa um fermingarkjói- inn sjálfan, en það er kjóllinn, sem riotaður er i fermingarveizlunni, sem við þurfum að hugsa um. Tízkusiða Vikunnar hefm- tekið að sér að birta það nýjasta, sem hentar þessu ald- ursskeiði og er sérstaklega ætlað fermingarstúlkum. Fyrir fermingar- drenginn er auðveldara að ákveða. Dökk föt, hvít skyrta, svört slaufa nkór, hvítur vasaklútur þverbrotinn í brjóstvasann. Fermingargjafirnar SVO eru það fermingargjafirnar. Um þær er ekki hægt að hafa neinar almennai- reglur, en þó eru vissir hlutir, sem ekki ættu að koma til greina eins og t. d. síga- íettukveikjari, sígarettukassi fyrir •drengi, og snyrtivörur fyrir stúlkur. Þetta er nefnt vegna þess, að dæmi eru til þess, að slíkar gjafir hafa verið gefnai' við þetta tækifæri. Gjafirnar eiga að vera sér á borði og hjá þeim kortin frá gefendum. Ekki á heldur að fjarlægja kortin, sem eru é blómasendingum þennan dag. Veizlan Íflestum tilfellum er haldin veizla í heimahúsum. Það er hægt með margvíslegu móti eftir efnum og ástæðum. AO-víða eru það bara nán- ustu skyldmenni, sem hægt er að taka á móti í einu, vegna þess að húsnæð- ið leyfir ekki annað, og er þá al- gengrt að hafa kaffi um 3—4 leytið eða um kvöldið. Ef ekki er hægt að hafa borð fyrir alla, er samt nauð- synlegt, að eldra fólkið eins og t. d. ömmur ög afar geti setið við sama út af fyrir sig. Sér þá fjölskyldan um að rétta þeim, svo að þau vanti ekki neitt. 1 öðrum tilfellum eru svo kvöld- verðarboð. Það hefðbundna í slikum stórveizlum er að klæðast í kjól og hvítt eða smoking, og fer þá klæðnað- ur kvenna eftir því. En undantekn- ingai' frá þessu eru orðnar mjög al- mennar, og er ekkert nema gott eitt við því að segja. En tvennt er loirt- eisisskylda gestgjafanna og glldir jafnt fyrir hinar stærri eða minni fermingarveizlur. Gestunum verður að bjóða með viku til hálfs mánaðar fyrirvara og taka þá fram, hvernig ætlazt er til að þelr séu klæddir. Það kann enginn vel við sig, þar sem honum finnst hann ekki eiga heima og ef það kemur fyrir okkur aS lenda i samkvæmi, þar sem einn eða tveir eru i kjól og hvítt, nokkrir í smoking, fáeinir í dökkum jakkaföt- um og enn aðrir í ljósum fötum, finnst engum hann vera klæddur eins og vera ber og er það líka rétt. Stutttr kjólar eru nú notaðir miklu meira en nokkru sinni fyrr. Það er aðeins, þegar herrann er kjóUcIæddur, að réttast er, að daman sé í síðum kjól. Þó mun nú upp á siðkastið mjög oft vikið frá þessari reglu, a. m. k. hér í Reykjavik. Við setjumst til borðs SÆTI fermingarbarasins við borðið er á milU foreldranna. Ef nú þannig er háttað, að annað hvort foreldranna er dáið eða þau skilin, er það afinn eða amman, sem situi' annars vegar við bamið eða annar hvor skímarvottanna. Heiðurssætin ANNARS er heiðursætið alltaf vlð vinstri hlið húsmóðurinnar og þar næst við hægri hlið hús- bóndans. Það er ekki venja, ef um hjón er að ræða, að húsbóndinn hafi konu þess manns, sem í heiðurssæt- inu situr, sér við hægri hlið, en hann getur aftur á móti haft hana vinstra megin við sig. Systkini fermingar- bamsins eða önnui' ungmenni í fjöl- skyldunni eiga sæti við borðsend- ann. Illinni flutt EGAR súpan er fram borin, býður heimilisfaðirinn gestina vel- komna með fáeinum orðum. Það er einnig hann, sem tekur aftur fyrst til máls, þegar búið er að bera inn steikina eða kjötréttinn í annað sinn. Það er ræðan, sem haldin er fyrir minni fermingarbarnsins. Hann íifjar þá gjaraan upp kærar endur- minningai' frá bemsku og segir enn fremur margt af því, sem hann lang- ar til að vaki i minningu barnslns. Ymsir vilja síðan gjaman segja eitt- hvað, og er það vel séð. Að lokum er það borðherra hús- móðurinnar, sem þakkar fyrir mat- inn og fer þá gjarnan viðurkenning- arorðum um heimilið o. s. frv. Ferm- Ingarbamið á að standa upp, þegar skálað er fyrir því. Það þykir rétt að taka það fram, þar sem við önnur tækifæri er það venja, að heiðurs- gestur situr, þegar skálað er fyrir honum. Eftir að staðið er upp frá borðum, er gott að fá molakaffi. Er það bor- ið fram í litlum bollum (mokka), ef þeir eru til. Seinna um kvöldið eru gosdrykkir handa gesturn, sælgæti, ef einhver vill og sígai'ettur og vindl- ar’ fyrir þá, sem reykja. Að lokum þessum hugleiðingum um fermingai'daginn óskar Vikan þeim hópi lesenda sinna, sem eiga að fermast á þessu ári og aðstand- endum þeirra til hamingju með ferm- ingardaginn. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.