Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 25

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 25
BÆMJVÆ GÆMÆJV «3 GÓÐUR DREIMGUR Framhald úr síóasta blaði ekki hafa séð þetta fyrr! Hann varð að reyna að hjálpa móður siimi. Næsta morgun þegar móðir Hjálmars ætlaði að leggja af stað með fataböggulinn, kom hann til hennar allt í einu. „Hvað er þetta, drengur? Hvers vegna ert þú kominn svona snemma á fætur? Þú hef- ir litið skakkt á klukkuna. Þér er alveg óhætt að leggja þig aftur, þú getur sofið einni stimdu lengur.“ „®g skal bera pokann fyrir þig til verksmiðjunnar," sagði Hjálmar. Hann tók pokann um öxl, en valt um leið og féll endi- langur á gólfið, og móðir og sonur fóru bæði að hlægja. „Þetta er faliega hugsað af þér, Hjálmar minn,“ sagði nú móðirin. „En þú sérð það sjálf- ur, að enn ert þú ekki nógu sterkur til þess að bera þessa byrði.“ Síðan axlaði hún pokann og fór á stað. Og það var eins og hún væri ekki jafn ’ rsytuleg og venjulega. Það hafði glatt hana svo innilega, að drengurinn sýndi þenna góða vilja. En Hjálmar var ekki ánægð- ur. Hvermg átti hann að fara að því að hjálpa mömmu sinni? Hann gat hvorki þvegið eða gert \áð, ekki einu sinni borið þenna poka til verksmiðjunnar. Hann hafði hugsað svo mikið um þetta. Á hverjum morgni hafði hann ætlað sér að bera pokann fyrir mömmu sína, svo að hún gæti sofið og hvílt sig einni stundu lengur. Bíðum við. Nú datt honum ráð í hug. Valgeir félagi hans átti lítinn handvagn. Vafalaust mundi hann geta fengið hann lánaðan og svo keyrt fatabögg- ulinn í honum á morgnana. Hann flýtti sér á fund vinar síns. „Það er velkomið,“ sagði Val- geir. „Þú mátt sækja vagninn í kvöld. Hann er léttur, og ég er viss um, að þetta gengur ágæt- lega.“ Hjálmar ljómaði af ánægju. Teiknarirm, sem teiknaði þessa mynd hefur falið ótta óllka htaiti I henni, sem þú skftlt nú iml^ finna. Reyndu að finna þá é minna en fimm mlnútum. að reyna að finna: mannsandlit, konuandlit, regnhlif, fisk, banána, peru, vatnsfötu og körfu. t>egar þú hefur fundið allt, skaltu lita hlutina. Hvað er kisa að reyna að ná í? Dragið strik frá nr. 1—20 og þá munuð þið sjá það. Nú mundi fyrirætlun hans hejmnast. Móðir hans brosti, þegar hann kom með vagnkrílið um kvöldið. Hann lét vagninn inn í eldhúsið, tll þess að vera viss um, að ekkert yrði að honum um nóttina. „Sjáðu mamma,“ sagði hann svo, „þegar þú ert búin í kvöld, þá læturðu pokann bara hér í vagninn, og svo fer ég með hann í fyrramálið til verksmiðjunn- ar.“ Móðir hans játaði brosandi, og Hjálmar fór að sofa, Hann svaf óvenju vært þessa nótt, og þegar vekjaraklukkan hringdi næsta morgun, þaut hann upp úr rúminu og flýtti sér í fötin og fór svo strax fram í eldhús- ið. En hvað átti nú þetta að þýða Móðir hans var þá líka komin á fætur. Hún sá von- brigðasvipinn á Hjálmari og flýtti sér að segja: „Eg mátti til að fara með þér í fyrsta skipti, til þess að sýna þér, hvar þú átt að afhenda böggulinn. En næst getur þú farið einsamall. Síðan fór Hjálmar á hverjum morgni fyrir móður sína til verksmiðjunnar. — Og vissu- lega léttir þetta undir með hemii, þvi að leiðin er talsvert löng. Hjálmar er ánægður. Ö, já, mamma hans skal ekki þurfa að vinna svo mikið, þegar hann er orðinn stór, þvi lofar hann sjálfum sér á hverjum degi, og byggir loftkastala. Stundum segir hann mömmu sinni frá öllu, sem hann ætlar að gera í framtíðinni. Hann ætl- ar að vera duglegur og vinna sér mikið inn, svo að hann geti einhverntíma keypt sér lítið hús og ef til vill bíl, og þá ætl- ar hann að fara með móður sinni langar leiðir, til þess að þau geti séð sig mn. Mamma hans hlustar á allt þetta brosandi, og segir bara. „Já, Hjálmar minn, ef guð lof- ar.“ En eitt er hún alveg SanH' færð um. Hún veit, að drengur-- inn hennar muni gera allt, sem hann getur, til þess að lifið verði léttara og bjartara. Og þessi góði vilji gerir hana glaða og hamingjusama. Hún veit með sjálfri sér, að enda þótt hún eigi ef til vill ekki eftir að eiga góða daga og hæga, þá er það víst, að drengurinn hennar verður með tímanum nýtur og góður maður. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.