Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 27

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 27
SKAK ............... VIKAJV hefur ákveffið aff helga skákiþróttinni hálfa síffu þriffju hverja viku og liefur fengið góffan skák- mann til aff sjá um þáttinn. Hér birtir VIKAN skálc frá Baden-Baden mótinu 1925. Aljechin sjálfur benti ameriska skákmeistaran- iun Frank Marshall á þessa skák, sem þá beztu, sem hann taldi sig hafa leikiff fram til þess tíma. Hvltt: Réti. Svart: Aljechin 1. g2—g3, e7—e5. 2. Rgl—f3, e5— e4. (Hér er Aljechin að tefla gegn vörn þeirri, sem kennd er við hann sjálfan, en leik seinna. Marshall bendir á að betra hefði verið fyrir hvít að leika Bfl—g2. 3. Rf3—d4, d7—d5. (Þennan 3. leik svarts telur Marshall betri en c7—c5). j. d2—d3, (Hér bendir Marshall á að c7—c5 til að reka burtu biskupinn, sýnist að vera sterkari leikur, og áframhaldið Bc8—f5. Hvítur hefði ekki getað leikið Rd4—b5, vegna þess að þá hefði svartur getað leikið Dd8—a5 (skák). 5. DdlXd3, Rg8—f6. (Ef hvítt hefði í 5. leik leikið e2Xd3, hefði það veiklað taflstöðu hvíts, vegna þess að hann er búinn að leika g2—g3. Réti segist hafá viljað láta peðin á e2 og f2 standa kyr á sin- um reitaröðum, með það fyrir augum að nota þau siðar til árásar á tafl- stöðu svarts á miðju borðinu. 6. Bfl—g2, Bf8—b4 (skák). (Marshall telur að svartur noti sér hér af því hve hvítur er tregur til að leika c2— c3. 7. Bcl—d2, Bb4XBd2 (skák). 8. RblXBd2, O—O (stutt hrókun). 9. c2—c4, Rb8—a6. Aljechin er mjög sækinn. Síðasti leikur hvíts gaf hon- um tækifæri til að koma biskupi sin- um snemma frá c8 í góða stöðu, og hann grípur nú tækifærið til að leika leik, sem hefði verið býsna hjákát- legur, ef öðruvísi hefði staðið á. 10. c4Xd5. Ra6—b4. 11. Dd3—c4, Rb4X d5. 12. Rd2—b3, c7—c6. 13. O—O (stutt hrókun), Hf8—e8. lj. Hfl—dl, Bc8—g4. (Marshall álítur að hvítur hefði átt að leika hér sem 14. leik Hal—dl, því leikurinn Hfl—dl veiki taflstöðu hvits kongsmeginn, og leiði að síðustu til taps fyrir hann. 15. Hdl—d2, Dd8—c8. 16. Rb3—c5, Bg4 —h3. 17. Bg2—f3, Bh3—g4. 18. Bf3 —g2, Bg4—h3. 19. Bg2—f3, Bh3— g4. (Marshall segir að Réti hafi hald- ið því fram, að hér hafi hann hafnað hinu boðna jafntefli (þrátefli), vegna þess, að hann hafi álitið sig hafa hag- kvæma taflstöðu. Ég get ekki gert að því, segi Marshall, að mér virðist hann sýna litla dómgreind í þessu). 20. Bf3—hl, h7—h5. Úr því að Alje- chin þurfti að halda taflinu áfram, ákvað hann að sækja fram kongs- megin til að jafna upp það sem tafl- staða hans er lakari drottningar- megin. 21. b2—b4, a7—a6. 22. Hal —cl, h5—h4. (Réti telur að 22. leikur sinn Hal—cl) sé sín fyrsta villa i þessu tafli, sem nokkra verulega þýð- ingu hafi. Hann álítur að hann hefði átt að leika strax a2—a4, tvöfalda síðan hróka sina á a reitastöðinni, og loks leika b4—b5. 23. a2—a4, h4Xg3 24. h2Xg3, Dc8—c7. (Sak- leysislegur leiku segir Marshall — og bætir þó við, sem er fyrir boði mjög fallegrar leikjaraðar). 25. b4— b5, a6Xb5. (Þessi 25. leikur hvits (b4—b5) er önnur, og mjög alvarleg villa. Varnarleikur var hér nauðsyn- legur fyrir hvitan, og rétti leikur- inn var 25. e2—e4. 26. a4Xb5, He8 —e3. (Mjög fallegur leikur, segir Marshall. Svarta hrókinn á e3 má hvítur ekki drepa, vegna þess að þá drepur svarta drottningin peðið á g3 og svartur léki þá næst Rd5Xe3, en eins og taflið stendur nú eftir 26. leik svarts (He8—e3) þá hótar hann að drepa peðið á g3 með hróknum á e3). 27. Rd4—f3, c6Xb5. (Réti held- ur því fram að hefði hann leikið hér Bhl—f3, þá hefði taflstaða sín verið góð. Sóknin í taflinu hefði, þó allt hefði farið á bezta veg, algerlega verið komin i hendur svarts). 28. Dc4Xb5, Rd5—c3. 29. Db5Xb7, Dc7 XDb7. (Marshall gerir hér þessa at- hugasemd: Vitanlega mátti riddarinn á c3 ekki drepa peðið á e2 og skáka, vegna þess að hvíti hrókurinn á d2 hefði þá drepið riddarann). 30. Rc5 XDb7, Rc3Xe2 (skák). (Nú er peð- ið tapað á e2, sem Réti vildi ekki leika áfram). 31. Kgl—h2, Rf6—e4. (Reti kallar réttilega þennan leik svarts lausnarleik í skákþraut. Hvít- ur getur ekki leikið neinum góðum svarleik. Ef hvítur leikur 32. f2X He3 þá drepur' svarti riddarinn á e4 hrókinn á 42 o. s. frv.). 32. Hcl—c4, Re4Xf2. 33. Bhl—g2, Bg4—e6. (Fyrsti leikurinn i síðustu leikja- röð Aljechins, er gerir endalokin nokkuð „kvalafull"). Sj. Hc4—c2, Rf2—g4 (skák). 35. Hh2—h3, Rg4 —e5 (fráskák). Marshall segir að hvitur hafi ekki getað forðast frá- skákina, því ef hann hefði leikið kóngnum þá hefði Ha8—al (skák), orðið til þess að hvítur tapaði tafar- laust. 36. Kh3—h2, He3XRf3. (Hér leikur svartur eins og ávallt bezta leiknum). 37. Hd2XRe2, Re5—g4 (skák). 38. Kh2—h3, Rg4—e3 (frá- skák). 39. Kh3—h2, Re3XHc2. 1,0. Bg2 X Hf3, Rc2—d4. Gefið, því hvít- ur leikur nú 1,1. He2—f2, þá leikur svartur Rd4XBf3 og næst Be6—d5 og vinnur mann. ,,Eg get útskýrt allt, ástin — ég var bara að drekka!“ RÆSTIÐ MEÐ kr. 2.520.00 AFHA RAFHA ryksugan er smíðuð með vinnu- sparnað fyrir yður í huga. Hún hefur fótstýrðan rofa, svo þér þurfið ekki að beygja yður við að setja hana af stað eða stöðva hana. Slangan er fest og los- uð með einu handtaki. Sérstaklega smið- uð áhöld fyrir allar hugsanlegar aðstæð- ur fylgja henni. H.f. Raftækjaverksmiðjan H AFNARFI RÐI — SÍMAR: 5D022 □□ 50023 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.