Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 6
„SÆLIR ERU FÁTÆKIR Mannfall ungllngaskólanna. 1 frœgustu rœðu veraldarsög- unnar er hinum „fátœku í anda" heitið ríkulegri umbun, sjálfu himnarlki. Héma megin reynist sá víxill þó varla seljanlegnr, nema með afföUum. I menningar- aamfélagi nútímans fær hinn fá- tæki i anda að kenna á hörðu. PeriU hinnar bitru reynslu hefst i skólanum. Þar er hinum fá- tæka i anda raunverulega of- aukið. Hann Ufir þar eins og út- lagi og reynir að dyljast bak við grímu uppgerðaranda, og þrátt fyrir andlega fátækt tekst honum þetta svo, að hinir visu lærifeður leiða athyglina sjaldan að hon- um. Nema á prófum. Þá fær hann sina andans fátækt refjalaust staðfesta. Við röktum það að nokkru í síðasta þætti, vegna bréfs frá landsprófsnemanda, hver falli og hver standist. Nið- urstaðan var á þá lund, að lands- prófdeildin getur ekki talizt væn- iegur vettvangui' fyrir fátæka i anda til þess að öðlast himnaríki. En fyrst geirlaukurinn fellur þannig, hvað skal þá um smá- gresið, hinn ótínda almúga skyldunámsins ? Ætli unglinga- námið sé fátækum í anda veruleg framabraut ? Sannlega ekki. Fátækir í anda gjalda þar mikið afhroð, þó að afdrifum þeirra sé lítt á lofti haldið. Af tornæmustu nemend- um unglingaskólanna fer að vísu litlum sögum. Þeir hafa flestir slitnað úr lestinni, áður en kemur að unglingaprófi, og standa því ekki á prófskrá. Af þeim harð- sæknustu, sem þrauka fram í prófið, fellur snöggt um meira en helmingur. Hinn hiutinn skreiðisþ í gegn með harmkvælum. Þetta er fylking hinna voluðu í andan- um. Þar fyrir ofan hittum við fyr- ir björgulegri hóp, einskonar breiðfylkingu andlegrar fátæktar, grvt. 76—84, en af honum falla 38% á unglingaprófi. Miklu minna mannfall verður í hægri armi fylkingarinnar, grvt. 86—94, aðeins 25% eða fjórði hver nem- andi liggur í valnum. Þetta er hinn dýrkeypti skóla- sigur fátækra í anda. Til saman- burðar má geta þess, að af hópi hinna meðalgreindu, grvt. 95—104, falla 14% og aðeins 7% af betur gefnum meðalnemendum, grvt. 105—114, en varla nokkur nem- andi með betri greind. „Fall" er hér kallað meðaleinkunn lægri en 5, og ályktanir okkar dregnar af ungllngaprófi siðastliðinna 11 ára. Það er skemmtilegt að athuga, hvemig greindarmunurinn endur- speglast 1 unglingaprófseinkunn- unum. Tornæmasti hópirrinn, með grvt. 74 og lægri, fær meðaleink- unn 4,64, en einkunnin hækkar nákvæmlega um 0,5 við hver 10 greindarvísitölustig upp á við, allt upp í afburðagreind (grvt. 135—170). Hversu sem fara kann um erfðamál guðsríkis, vegnar fátækum í anda ekki sér- lega vel i skólunum okkar. Er einstaklingurlnn að týnast? Hið mikla mannfall, sem hinn lággreindi hluti æskunnar bíður á hergöngu skólanámsins er óhugn- anlegt frá mannúðar sjónarmiði. Meðvitundinni um ósigur fylgja sársauki og vonbrigði, sem valda vanmetakennd og beizkju í sál unglingsins. Hvers má þjóðfélagið vænta af þeim þegnum, sem svo ungir fá bréf upp á óhæfni sína? I ANDÁ' Harmsaga hins lággrelnda hefst ekki á lokaprófí skyldunáms- ins. Oft er hún ráðin á fyrsta og öðru skólaári barnsins og þróast fyrir augum okkur, sem að vísu erum furðulega glámskyggn á hinn gífurlega mismun í námsgetu barnanna. Við erurn aO gleyma einataklingnum yfir hinni al- mennu námsskrá. Það er höfuð- villan í fræðslukerfi okkar. Hvert andlega heilbrigt bam hefir nokkra hæfileika til náms; okkar er að velja námsefni og haga kennslu þannig, „bæði með tilliti til innri köllunar ungmennisins og til hinna síbreytilegu aðstæðna, sem það á við að búa, að það fái fullnægt þeim kröfum, sem ytri nauðsyn og siðgæði samfélagsins gera til þess, og að því verði full næging þeirra auðveld og eðlileg," eins og Pestalozzi orðar það fyrir hálfri annarri öld. En ef við ger- um meðalnemandann að algildri fyrirmynd, munu ekki aðeins fá- tækir í anda njóta sín illa i skóla, Foreldrum og öðrum er vel- komið að skrifa þættinum og leita úrlausnar á þeim vanda- málum er þeir kunna að stríða við. Höfundur þáttarins mun leitast við að leysa vandræði allra er til hans leita. öll bréf sem þættinum eru send skulum stíluð til Vik- unnar, pósthólf 149. Umslagið merkt: „Foreldraþáttur". einnig hinir afburðagreindu fá þar steina fyrir brauð. Hver sldlor hjartað ? En ímglingurinn vex upp í þjóðfélagsþegn, jafnvel þótt hann hafi ekki þótt gjaldgeng mynt í skóla. Samfélagið nýtur hans eða geldur, eftir því hvernig það bjó að honum í bernsku. Ekkert ung- menni hefir svo trausta skapgerð, að hún bili ekki, ef þvi hlotnast aldrei viðurkenning fyrir árang- ur af viðleitni sinni. Unglingur, sem venst þvi frá bernsku, að öll viðleitni hans í námi þyki ófull- nægjandi, hann glatar smám sam- an sjálfstrausti sínu og staðfestist í trúnni á andlega fátækt sína. En algert vantraust á eigin hæfni veldur örvæntingu og hugarkvöl, sem ungmennið fær naumast af borið. Því grípur margur til þess bjargráðs, að afneita þessum ein- hliða dómi og um leið samfélag- inu sjálfu. Andstaðan gegn sam- félaginu og afbrot og glæpir, sem af henni spretta, nærist af þeirri beizkju, sem misheppnað skóla- nám veldur. Við dæmum oft af einsýni hina fátæku í anda. Manngildi er ekki fólgið í námsgáfiun einum. Það er slungið fleiri þáttum. En meðan við einblínum á ófullnægjandi námsárangur, vanrækjum við aðra þroskamöguleika hins tor- næma. Það er fyrst og fremst vegna þessa misskilnings, að hin- ir fátæku í anda eru að verða þjóðfélaginu alvarleg hætta. Við þurfum að reyna að skilja ung- mennið eins og það er, sem ein- stakling, eins og íslenzkan nefnir það óviðjafnanlega. Þessa skiln- ings þarfnast jafnt auðugir og snauðir i anda. Þessi skilningur ætti að vera foreldrum eðlilegur. Eigi að síður vanrækja þau hann oft og leggja á barn sitt hinn almenna mæli- kvarða eínkunnanna. Þeim er nokkur vorkunn, þvi að flestum þykir erfitt að synda gegn straumi. En ef þau skyggndust dýpra inn í eðli barnsins sjálfs, hleruðu næmar eftir þeim streng, sem skærast hljómar i brjósti þess, þá yrði handleiðsla þeirra barninu hamingjuvænlegri og því myndi farnast betur. Við yl skilnings og viðurkenningar vaknar öll gróska í eðli barnsins, hæfileikar þess efl- aat og manndómur þess vex. Upp- eldinu þarf að haga við hæfi ein- staklingsins, en ekki reyna að þvinga gerólíka einstaklinga í „normalform" veruleikafælinnar skólakennslu. ORÐ í TIMA TÖLUÐ Ef vjer athugum það hugtak, er gáfur nefnist, verður niður- staðan svipuð og áður. Gáfnafar eru gæði, þegar þeim er beitt í rjetta átt. En jeg álít, að þeim sje beitt í rjetta átt, er menn nota þær, til þess að göfga og bæta sjálfan sig og aðra, er menn nota þær til þess að verða góðir og vitrir menn og láta eitthvað gott af sjer leiða. Jeg álít, að gáfunum sje beitt í ranga átt, er menn miklast af þeim og fyrirlíta aðra, er þeir hyggja, að minni gáfum sjeu gæddir, því að af hroka og yfir- læti heimskast menn og spillast, færast skör lægra í stað þess að nálgast hið rjetta mark, sem er það að hækka. Magnús Finnbogason (nú Menntaskólakennari). Skólablað Mentaskólans I, 4. 1926. G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.