Vikan


Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 8

Vikan - 19.03.1959, Blaðsíða 8
HULIN ÓFRESKJA Renee starði vantrúa á skammbyssuna í hönd- um eiglnmanns hennar. ,,Þú, elskan mín,“ hvíslaði hún skelfingu lostin, „Þú? Með byssu?" „Þvl ekki?“ hreytti Reade út úr sér. „Hélztu að ég væri algerlega tilfinningalaust kvikindi?" „Nei,“ sagði hún, „en ég hélt að þú værir hugs- andi skynsamur maður, sem léti ekki tilfinning- amar hlaupa með sig í gönur." „Ekki einu sinni, þegar annar maður gerir sér dælt við konuna mína?‘“ hrópaði Reade Buckley skjálfandi röddu. Renee saup hveljur. Hún starði á hann, full meðaumkunar. „Ó, Reade! Það var alls ekki þannig! Reade, þetta stafar allt af þessu kjána- lega veðmáli ykkar Doyle." „Það átti ég einmitt að halda, er það ekki, Renee?" „Sástu okkur á kaffihúsinu ? “ „Ég heyrði í ykkur, Renee! Eg heyrði hvert einasta orð! Ég veit um áform ykkar! Ég veit, hversvegna Doyle veðjaði við mig! Ég veit allt!“ „En Reade, skilurðu ekki —“ Áhyggjusvipur- inn hvarf af andliti hennar. Hún brosti. Þegar Reade leit framan í hana, fylltist hann tryllingi. Hann gekk nær henni með byssuna í hendinni. Augu hennar breyttust. Hún varð skelfingu lostin. Hún sá morðfýsnina í augum hans. Hún sá — og hún vissi. Og hún breyttist. Hún fylltist reiði. „Readel" hrópaði hún. „Þetta hefur ekki verið neitt sældarbrauð fyrir mig! Þessvegna — ó, guð minn góður! Þú hefur aldrei sinnt neinu nema bölvuðum bókimum þínum!“ Hún stóð upp og gekk 1 áttina til hans. „Það var það, sem þú vildir!" hrópaði Reade. „Við gerðum með okkur samning!" „Bækur, bækur, bækur!“ hrópaði hún. „Orð, orð, orð! Ég heyri aldrei annað frá þér. Rök- færsla. Samheiti. Kenningar." Hún lækkaði róm- inn. „Og aldrei eitt ástarorð, Reade! Aldrei orð, sem lýsti tilfinningum þínum. Ekki eitt einasta orð, Reade! Aldrei orð, sem lýsti tilfinningum þíniun. Ekki eitt einasta orð, Reade!" Hann hörfaði undan. „En Renee, þannig er ég. Þú vissir það. Ég sagði þér það.“ Hún kreppti hnefana. „Ég hélt ég gæti breytt þér, kjáninn þinn! Veiztu ekki, að sérhver kona vill breyta manninum, sem hún giftist, breyta honum í fyrirmyndar eiginmann. Veiztu það ekkl! Ég vildi ást, Reade! Ást. Og ég fékk ekki annað en fyrirlestra. Um allt, sem ég vildi alls ekki heyra! Aldrei ástarorð!" Augu hennar fylltust tárum. Hann starði á hana fullur undrunar. Þessa Renee hafði hann aldrei séð. Hún grúfði andlitið í höndum sér, sneri sér við og hljóp upp stigann. Reade Buckley lét fallast í stólinn og gTóf andlitið í höndum sér. Hún hafði sagt allt. Hún hafði sagt honum hversvegna hún hafði leitað til Doyle Crafton. Hún hafði leitað til Doyle, vegna þess að hann var tilfinningamaður. Hún hafði leitað til hans, og Reade Buckley hafði misst einu konuna sem hann elskaðí. Ekki enn, hugsaði hann. Hann hafði ekki misst hana enn. Hann gekk fram í anddyrið, síðan upp stlg- ann. Hann tók i húninn á svefnherbergishurð- inni. Hurðin var læst. „Renee!“ hrópaði hann. Hann heyrði ekka hennai’. „Renee! Opnaðu!" „Parðu!“ kallaði hún, með grátstafinn i kverk- unum. „Farðu úr þessu húsi!“ „Opnaðu!" Hann barði á hurðina. ,,Farðu!“ kallaði hún enn. Hann krafsaði í hurðlna í angist. Síðan tók hann aftur i húninn. Hann bifaðist ekki. Reiðin, sem náð hafði tökum á Reade, hvarf skyndilega. Hann hallaði sér máttleysíslega upp að hurðinni. Það þýddi ekki að sanna Renee að hann elskaði hana. Hann gat ekki lengur vottað henni alla sina ást og umhyggju, því að hann fengi ekki annað svar en fyrirlitningu og kulda. Hann gekk niður í anddyrið og starði um stund út í októbernóttina. Doyle Crafton hafði komið þessu af stað. Doyle Crafton hafði gert Renee óánægða og bitra. Doyle Crafton hafði sýnt henni umhyggju og ást. Hann var sökudólgurinn. Af ásettu ráði. . . Það var Doyle Crafton, sem þurfti að fá ráð’i- ingu. Reade gekk út og skellti á eftir sér. Hann gekk hratt eftir götunni og skeytti engu laufunum, sem féllu allt í kringum hann. Kallt liftið fór um andlit hans og hendur, en hann tók ekki eftir því. Hann hugsaði aðeins um eitt — hefnd. Hefnd var tilfinning, sem hann hafði aldrei fundið til áður. Elnhvers staðar á leiðijmi að ibúð Doyle Craft- on, greindi hann klukkuna í háskólanum. Hún sló eitt. Hann sá, að slökkt var í ibúð Doyle. Eina ljósið, sem logaði í húsinu, var dauft ljós í and- dyrinu. Hann opnaði dyrnar og gekk inn. Skyndilega fylltist Reade Buckley óljósum ótta. Hann leit í kringum sig, til þess að ganga úr skugga um, að enginn veitti honum eftirför. Síðan gekk hann upp stigann upp á aðra hæð. Það var enn dimmra þarna uppi. Reade fikraði sig áfram og hlustaði eftir einhverju hljóði. En allir virtust sofandi. Og skyndilega var hann kominn að dyrunum á herbergi Doyle Crafton. Reade Buckley stanzaði. Til þessa hafði hann ekki hugsað út I afleiðingar gerða sinna. Hann hafði heldur ekki hugsað út í það, að erfitt yrði a ðkomast inn i íbúð Doyle Crafton. En hann sveifst einskis. Hann sneri húninum. Honum til mikillar undr- unar, opnuðust dymar. Hann gekk inn í dimmt herbergið og lokaði á eftir sér. Hann heyrði ekk- ert nema hrotumar í Doyle Crafton í næsta- herbergi. Reade Buckley staðnæmdist, hugsi. Átti Craft- on að deyja sofandi, sársaukalaust, án þess að vita hversvegna? Reade fikraði sig að svefnherbergisdyrunum. Dauf birta frá götunni lék um herbergið. Hann sá mannsmynd í rúminu og gekk inn. Síðan hall- aði hann sér upp að veggnum, lyfti byssunni og greip fast um hana. Reade gat ekki tekið í gikkinn. Hann gat ekki skotið Doyle Crafton varnarlausan, sofandi. Þetta vai' eins og að skjóta mann í bakið — of lítil- mannlegt — jafnvel þótt maðurinn hefði stolið konu hans. Reade Buckley gekk nokkur skref áfram, þar til hann gat snert sofandi maninn. Hann hallaði sér áfram og otaði byssunni í hann. „Doyle!“ hrópaði hann. „Vaknaðu!" Doyle hreyfði sig ekki. Reade færði sig nær og ýtti aftur við honum. Þústin hreyfðist en tók ekki viðbragð. Skyndi- lega sá Reade hversvegna. Þústin var ekki Doyle Crafton! Reade ýtti við henni og sá sér til mikill- ar skelfingar, að þetta var ekki annað en teppi, sem vafið hafði verið upp. . Doyle Crafton hafði vafið teppi utan um kodd- aná, þannig að þetta líktist mannsmynd. En einu sinni hafði Doyle gizkað rétt á! Hann hafði gert ráð fyrir þessu og búið sig undir það. Skyndilega skaut hugsun upp í huga Reade: Ef Doyle var ekki í úminu, hlaut hann að vera einhvers staðar í íbúðinni. Hann sneri sér skyndilega við. 1 sömu andrá sá hann Doyle koma þjótandi að honum. Reade féll við og um leið sneri Doyle byssuna úr hönd- um hans. Reade vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Doyle lá ofan á honum. Reade var ekki sterkbyggður maður, og hann kunni litið til slagsmála. En í örvæntingu sinni, fylltist hann eldmóði. Mennirnir tveir veltust um gólfið eins og óðir hundar, stynjandi og berjandi. Reade var að vísu ekki neinn slagsmálagarpur, en það var Doyle ekki heldur. Þeir veltust lengi um, áður en Doyle heppnaðist að setjast ofan á Reade. Doyle hélt Reade í heljargreipum, meðan hann teygði sig og kveikti ljósið. Reade leit upp á hruflað andlit Doyle og sá, að Doyle var kominn með ljótt glóðarauga. Síðan sá Reade, að byssan hans vísaði nú beint að andliti hans sjálfs. Doyle stóð á öndinni og þeraði svitann af enni sér. Hann glotti illkvittnislega. „Það var þetta sem þú vildir, var það ekki?“ hrópaði Reade. „Þetta var allt fyrirfram ákveðið. Gildra." „Vertu rólegur, Reade," sagði Doyle lágt. „Liggðu kyrr.“ Þetta var stórkostlegt áform, og ég hefði átt að sjá við því. Taka frá mér konuna og fá mig til þess að ráðast á þig, svo að þú gætir drepið mig í sjálfsvörn. Þannig hafðir þú ráðgert það, ekki satt, Doyle?" Doyle starði á hann. „Hversvegna í ósköpun- um hefði ég átt að gera það, Reade?" „Til þess að ná í Renee, auðvitað! Nú sé ég allt ljóst fyrir mér, en nú er það of seint. Þú verður að játa það.“ „Þú ert klókur, Reade." Doyle glotti. „En ekki nógu klókur." Reade Buckley lá þarna máttvana, hnepptur í fjötra. Hann hafði misst Renee, og nú hafði hann orðið að lúta í lægra haldi fyrir Doyle Crafton. Og nú beið hann aftökunnar, sem Doyle hafði ráðgert. Honum skildist skyndilega, að hann hafði ekki verið nógu varkár. Doyle myndi geta sannfært alia um, að hann hefði drepið Reade Buckley í sjálfsvörn. Renee myndi segja, að hann hefði farið frá henni, bersýnilega með það fyrir augum að drepa Doyle Crafton. En Reade átti enn veika von. Án þess að hugsa sig um, tók hann á öllum sínum kröftum, til þess að reyna að koma Doyle úr jafnvægi. Hann varð að reyna að ná í byssuna. Doyle féll við, en um leið sló hann með kreppt- um hnefanum framan í Reade Buckley. Reade féll máttlaus á gólfið og honum sortnaði fyrir augum . . . Þegar hann komst aftur til meðvitunadr, sá hann andlit, sem litu niður á hann. „Taktu þetta," sagði Renee lágri röddu. Hann fann, að glas var borið að vörum hans. Hann ætlaði að neita, en þegar hann leit í blá augu hennar, trúði hann ekki því sem hann sá. Hann drakk kaldann vökvann, sem yljaði honum að innan. Hann sá nú allt mun greinilegar, settist upp og neri á sér sárt ennið. Hann lá á legubekkn- um í setustofu Doyle Craftons. Og Renee og Doyle hölluðu sér yfir hann. Doyle brosti vandræðalega. Annað augað á honum var hlaupið upp. Hann andvarpaði. „Þú skauzt okkur heldur betur skelk í brirígu, Reade!“ Hann sneri sér glottandi að Renee. „Þéssi maður þinn barðist eins og ljón.“ „Ó, Reade!“ sagði Renee um leið og hún faðmaði hann að sér ástúðlega. „Ég varð svo hrædd, þegar ég kom að þér meðvitundarlausum!" Reade hristi höfuðið. „Renee," sagði hann veikri röddu. „Hvernig stendur á þvi... að þú ert hér . . . hvernig . . .“ Stutt framhaltfssaga eftir BRUCE CASSIDAY 8 - VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.