Vikan


Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 4
t« TOFRALÆKNARNIR I SUÐUR— AFRIKU 1 Afríku komumst við fljótt að raun um, að við eigurn ekki að spyrja of margs. Það er hollara að taka eftir því, sem fyrir kemur, og minnast ekki á það, sem við sjáum. En þessi seðill vakti forvitni mína. Þetta var furðu- legasti pöntunarseðill, sem ég hafði á ævinni séð. — „Gæsafeiti" skuldar Mouyia fyrir að útvega 30 grömm af ljónafitu: 1 shilling 3 pence, stóð á honum. Ég skildi ekki, hvað hinn þeldökki eldhúsdrengur okkar, „Gæsafeiti", ætlaði sér að gera við 30 grömm af ljónafitu. Það hlaut að skipta hann miklu, því að „Gæsafeiti" var af ætt- flokki Shangaan-manna, og þeir máttu varla sjá af einum einasta eyri. Hann hafði verið óvenju-þögull og hlédrægur síðustu vikuna. Venjulega þessi Zúlú var hann fullur af fjöri, en stúlka hafði svikið hann ... Ef til vill var það þess vegna, hugsaði ég. — Hvað ætlarðu að gera við ljóna- fituna? spurði ég hann um kvöldið, þegar hann bar fram súpuna. — Það læknar, svaraði hann. •—• Mouyia, töfralæknirinn við gamla hollenzka veginn, selur mér ljóna- fituna, vegna þess að hún veitir mér hugrekki til þess að ná í þessa Zúlú- stúlku. Ég vil eignast hana . . . Smátt og smátt gat ég dregið sann- leikann upp úr honum. Ég hafði verið í Suður-Afríku í sex vikur, og þetta var i fyrsta sinn, sem ég komst í kynni við galdra. 1 Washington hafði full- trúi frá Suður-Afríku sagt við mig: Galdrar? Bölvuð þvæla. Þeir eru ekki til lengur. Það eru ekki til galdralækn- ar í Suður-Afríku lengur. En nú var ég staddur í Durban, þriðju stærstu borginni í landi doktors Malans, og eldhúsdrengurinn minn keypti þrjátiu grömm af ljónafitu til þess að öðlast hugrekki. Ég átti ekki erfitt með að komast til Mouyia. Hann var alls ekki i fel- um, heldur á almannafæri, þar sem allir sáu til hans. Ég varð að taka mér stöðu í biðröðinni, sem beið eftir samtali við gamla, gráhærða töfra- lækninn. Hann sýndi mér slönguham, ljóns- tennur, rófur og hjörtu, leðurblökur, sem muldar voru í duft, slöngubeina- grindur og stóra sporðdreka, sem til allrar hamingju voru dauðir og biðu þess, að úr þeim yrði gerð kássa. Á næsta klukkutíma komst ég að því, að Mouyia var ekkert einsdæmi. Hann var aðeins einn af tuttugu þús- und galdralæknum, sem hafast við í Suður-Afríku. I hluta hinna þeidökku i Jóhannesarborg, næstum í miðri næststærstu borg Afríku, er til gata galdralækna, sem er fimmtán feta breið og þrjátíu metra löng, og í henni eru litlar verzlanir, þar sem hafast við 25 galdralæknar á hverjum degi frá niu til fimm. essi bæjarhluti hinna þeldökku er i rauninni borg inni i borginni, og hinir dökku galdralækn- ar reka verzlun sina með fullu sam- þykki yfirvaldanna. Þegar svona margir læknar eru svo þétt saman, mætti ef til vill halda, að verzlunin gengi illa og samkeppnin væri mikil, þar sem ekki voru fleiri en þrjátiu þúsund viðskiptavinir. En þannig er það ails ekki. Þeir hafa nóg að gera, þeir hjálpa ástarsjúkum, af- brotamönnum og þeim, sem eru ekki fyllilega ánægðir með lífið, •—• og IJætur Zúlúhöfðingja í bezta stássi sínu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.