Vikan


Vikan - 24.09.1959, Qupperneq 14

Vikan - 24.09.1959, Qupperneq 14
Djamm á Þingvöllum. Nú er búið að eyðileggja djammið á Þingvöllum, svoleiðis að maður skyldi halda, að það hefði verið sprengd þar vetnissprengja og almennilegt fólk þyrði ekki að koma þangaö, afþví allt sé orðið geislavirkt. Það er einsog sumir menn megi ekki vita um neitt agalegt ánþessað þurfa endilega að rjúka I blöðin og skrifa um þaö. Annars eru Það ábyggilega ekki þeir, sem skemmta sér á völlonum, sern skrifa um það, og á því sést bezt, hvað lítið márk er takandi á svona gapi. Ég þekki ekki einn einasta mann, sem hefur verið í tjaldgeimi á Þingvöllum og rok- ið svo í blöðin með það. Og hafa Þeir þó margir fariö illa út úr því. Og það er eins og hvertannað píp að það er einsog það sé einmitt þessvegna, sem þeir skrifa ekki, þvi fyrr má nú meiða sig en maður geti ekki skrifað. Nei, það er sko bara ekki svoleiðis. Það eru aðskotadýrin, sem ekki taka þátt í neinu og hafa þessvegna ekki hugmynd um, hvað þau eru að gagga, sem alltaf rjúka til og skrifa í blöðin. Ég hitti einmitt stúlku, sem ég hef þekkt, síðan hún var fimm ára. Hún heitir Sigurbjörg og kölluð Skinnþóra, afþví hún var svo vond í húöinni, þegar hún var um fermingu. Ég þekkti foreldra hennar mjög vel fyrir þrjátíu árum og var heimagangur hjá Þeim, þegar hún var lítil. Hún var með handlegg í fatla og sprungna vör. Og þegar ég spurði hana, hvernig hefði verið á völlonum, þá sagði hún, að það hefði verið alveg agalega góð stemmning. Hún var svo glaðleg, alveg einsog þegar hún var lítil. Og þegar hún brosti, þá sá ég, að það vantaði í hana báðar framtennurnar, alveg einsog þegar hún var fimm ára. Ég spurði, hvort það hefði slegið hana Kani, en hún sagðist bara ekki vita, hver hefði gert það. Það kom bara einhver, sem var í agalegu stuði, og rak bara hendina svona í hana. Og það var svo mikið fjör og svo margt fólk, að það var einsog í Þúsund og einni nótt. Nei, hún var svo sannarlega ekki að kvarta, og það eru sko alveg áreiðanlega ekki þeir, sem fara á vellina tiiað skemmta sér einsog almenni- legt fólk um helgar, sem eru að rjúka upp og skrifa i blöðin. Ég skal sko ábyrgjast, að þeir menn eru nákvæmlega einsog þeir í gamla daga, sem voru á kvennafari allar nætur, afþví þeir gátu ekki sofið fyrir guðhræðslu, og stóðu svo í því alla daga að drekkja skvísonum, sem þeir voru búnir að skemmta sér með, í Drekkingarhyl. Og ég er á móti því. Og ég spyr bara: Hvert á íslenzk æska að fara tilað skemmta sér einsog aimennileet fólk um helgar, ef ekki á þennan fornhelga stað þjóð- arinnar? Drykkjuskapur fyrir fermingu. Náttúrlega dettur ekki nokkrum dela með glóru i kollinum í hug að halda því fram, að menn eigi að drekka rnjög mikið áfengi — og allra sízt fyrir fermingu, svo nokkru nemi, og helzt sem minnst. En maður getur orðið illa reiður að heyra fólk tala um, að bernskan í landinu sé ölkærari nú helduren áður. Það stendur nú bara á blaðsíðu 86 í Egilssögu, útgáfu Sigurðar Kristjánssonar, að Skallagrímur hafi ekki viljað taka Egil með sér í fjölskyldugeim, þegar hann var Þriggja ára, vegnaþess hvað hann var vondur með víni. Þetta var fyrir meira en þúsund árum, og ég leyfi mér að halda því fram, að drykkjuskapur barna hafi ekki aukizt síðan. Ég veit dæmi Þess, að menn hafa orðið að taka unga stráka í karphúsið fyrir fyllirí á þessari öld. En það er áreiðanlega orðið langt síðan menn hættu aö þúrfa að skammast sín fyrir að hafa þriggja ára stráka með sér milli húsa, vegnaþess hvað þeir voru miklir leiðindadelar með víni. Sannleikurinn í málinu er nefnilega sá, aðef einhverjir geta lært eitthvað af einhverjum um uppeldi æskunnar á þessu landi, þá eru það forfeður okkar, sem geta tekið okkur afkomendurna sér til fyrir- myndar. Hokkrar nÉliug'aiseiiidir ■iiu lueuu ogr uisílef ui Ég hef heyrt menn vera að tala um þaö, að forsetinn eigi ekki að vera að þvælast útí skipum, þó einhver bjóði honum þangað, afþví að hann sé þjóðhöfðingi. Svonalagað finnst mér einsog hvert annað kjaftæði, sem Þarf að kveða niður. Einsog það sé nokkur þjóðhöfðingi, sem ekkí má fara þangað, sem hann langar sjálfan, og það komi nokkrum við, nema þá kannski þeim, sem *eru alltaf með rövl, hvort sem er, og ekki hafa vit á neinu. Svo var þetta svosem ekki heldur neinn dallur, sem hann fór um borð í, ílaggskip Sænsku Ameríkulinunnar, hvorki meira né minna. Og það var svosem heldurekki neinn spíssari, sem bauð honum þangað, heldur sjálfur forstjórinn, og það var sendur sérstakur bátur eftir honum í land. Með svona skipum ferðast heldurekki meiri aular í bransanum en svo, að þeir hafa einhvernveginn getað grætt milljón. Og það hefur margur reynt að græða minna ánþessað geta það. Ég lield mönnum væri nær að hugsa úti það, að forstjórinn býður ekki neinum gabbardín-gæjum um borð í flaggskip á svona milljónerasiglingu og lætur hann setjast við skipstjóraborðið. Nei, það er sko alveg ábyggilegt, að svoleiðis boð fær enginn, sem ekki er alveg gulltryggt, að kann að borða súpuna sína einsog á að borða hana. Það þori ég aö hengja mig uppá, — enda eins víst, að það hafi frétzt frá einhverjum fótboltamanninum eða dægurlagasöngv- aranum, sem forsetinn hefur boðið heim til sín. Menn, sem eru að þenja sig um svonalagað, ættu að mínum dómi að skammast sín og þegja, því ég er vissum, að það er mikill vinningur i þvi fyrir þjóðina, að forsetinn skuli fara um borð í svona skip, og það er einmitt svona landkynning, sem okkur vantar í deilunni við Breta. __________{ Er fínt að vera leiðinlegur? Ég þekki þingmann, sem er svo leiðinlegur, að hann var dreginn á löpponum útúr samkvæmi á Röðli í vetur og kastað út i poll. — Fólkið sem lét kasta honum út, bar það fyrir rétti, að það hefði ekki verið vegna þess, að hann gekk að borðinu til Þess og drakk frá því viskí- sjússana, heldur bara vegna þess, hvað hann hafi verið leiðinlegur. Þessi Þingmaður náði ekki kosningu i sumar. Ég segi írá þessu þeim til viðvörunar, sem halda ennþá, að það sé fínt að vera leiðin- legur, og vegnaþessað menn átta sig oft ekki á því, fyrren það er orðið of seint, að menn vilja ekki hafa svoleiðis menn við borðið hjá sér. Það var líka eitt af ungu skáldonum á síld I sumar. Svo lágu þeir í brælu inná Seyð- isfirði, og skáldið fór að lesa upp Ijóö eftir sig, og þeir börðu hann og báru það fyrir rétti, að kvæðin hefðu verið svo leiðinleg. Björn-Björn, yfirlögregluþjónn á Seyðisfirði, lét hann lesa kvæðið fyrir sig og sleppti svo mönnonum, sem börðu hann. Náttúrlega er þetta kannski ekki nein sönnun fyrir Því, að það geti ekki verið fínt og skáldskapur að vera leiðinlegur. En það er að minnstakosti sönnun fyrir því, að flug- menn vilja ekki hafa svoleiðis menn við borðið hjá sér, þegar þeir eru að skemmta sér, og Skagamenn vilja ekki kjösa þá á Þing, og yfir- lögregluþjónninn á Seyðisfirði slepptir þeim, seni berja þá. Ríki maðurinn á hjólinu? Sumir halda því fram, að það sé ekki allt fengið með þvi að eiga nóga peninga. Þeir, sem segja þetta oftast, eru venjulega blankir sjálfir og flestir meiren lítið vitlausir, því það veit hvert skólabarn, að það er margt, sem hægt er að fá fyrir peninga. Og ég veit ekki um neitt, sem maður getur fengið blankur, sem ekki er hægt að fá, þó maður eigi pen- inga, ef maður fer bara dult með það. Ríkasti maður, sem ég þekki, er líka sá nízkasti, sem ég þekki. Honum hefur samt tekizt að fá á sig orð fyrir örlæti — og Það meirasegja ókeypis. Hann á húsið, sem hann býr í uppí Holtum, og leigir neðrihæðina með garðinum. Leigjandinn hefur rófugarð á bakvið húsið. Sá ríki á líka Opel-Station bíl, en notar hann aldrei, nema hann fari útúr bænum, afþvi hann er hræddur um, að kunningjarnir komist aðþví, að hann á bíl, og fari að biðja hann að lána sér hann, og ef hann neitaði þeim um hann, mundi hann missa orðið, sem hann er búinn að fá á sig fyrir örlæti. Hann fer allt innanbæjar á hjóli. Hann segist gera það vegna þess, að þó maður fari fótgangandi, geti vel verið, að maður eigi bíl. En sá, sem fer á hjóli afþví hann þarf að flýta sér, hann eigi áreiðanlega ekki bíl. Og þessvegna fer hann á hjóli, tilþessað allir sjái, að hann eigi ekki bíl. Og þegar hann fer á hjólinu ofan Meðalholtið, kallar hann til krakk- anna og segir þeim að fara bara í garðinn heima og fá sér rófur, og ef einhver banni þeim það, þá skuli þau bara segja, að hann hafi leyft það. Og þegar leigjandinn kvartar yfir því, að* hann hleypi krökkum í rófubeðin hjá sér, þá hristir hann bara höfuðið yfir því, sem krakkar láti sér detta í hug að segja, og heldur örlætisorðinu. Þessi skrifstofustjóri er bæði forríkur og svo nízkur, að hann hef-ur aldrei gefið eyrisvirði, og hefur samt fengið á sig orð bæði fyrir fátækt og örlæti. Og svo eru menn að spangóla með, að Það sé eitthvað, sem menn geti ekki fengið, ef þeir eigi nóga peninga. Reykjavik, 17. ágúst 1959. J. M. 8.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.