Vikan


Vikan - 24.09.1959, Side 26

Vikan - 24.09.1959, Side 26
RAUÐHÆRÐ KONBOMBA. Framh. af bls. 11. bátnum. Ungfrú Aníta Nyberg bauð honum ekki i kaffi á sumargistihús- inu. Hún fór upp til sín og fór í kóral- rauðan sumarkvöldkjól og kom siðan niður og settist hjá mér. — Nú verð ég að fá mér einn eða tvo koníakssjússa, sagði hún. Hún drakk fimm. Ég drakk eitt glas. Nýr gestur kom á gistihúsið um kvöldið, ferða-sölumaður, serri var montnari en allt, sem montið var, og sagðist ætla að hvíla sig í svo sem þrjá til fjóra daga. — Það er ógerningur að selja neitt í þessum hita, sagði hann. Hið síðasta, sem ég sá til Anítu Ny- berg þetta kvöld, var það, að hún var að dást að bíl sölumannsins, splunka- nýjum Öpei. Morguninn eftir konium við niður, eftir að morgunverðarbjali- an hafði ómað um allt húsið, og þá sat ungfrú Aníta Nyberg í setustof- unni með hálfa viskíflösku fyrir franí- an sig og handlegginn reifaðan. Hún reyndi ekki að leyna því, að það var hún, sem var að drekka viskíið. — Þetta var nú meiri nóttin, sagði hún. Gesturinn, sem kom í gær, vildi óður og unpvægur fara út að dansa, svo að við keyrðum að gistihúsinu 1 skerjagarðinum. Svo kom bíll á móti Oríkur, en skyndilega varð birkitré fyrir okkur, og við keyrðum bæði á tréð og bílinn. Éögregluþjónninn sagði, að gesturinn okkar væri drukkinn, og stakk honum inn. Þetta heyrði frú Immerslund, sem alitaf hafði litið niður á ungfrú Anítu Nyberg, og um leið stóð kaffið illi- lega í henni. Hún tók bakarann með sér og hvarf frá borðinu. Stuttu síðar var sölumanninum ekið í hlað, og það voru ósköp að sjá hann, þegar hann borgaði reikninginn, tók saman fögg- ur sínar og tók áætlunarvagninn til bæjarins. Með honum fóru Immers- lund bakari og kona hans. Ungfrú Aníta hvíldi sig nú uppi á herbergi sínu, og hún var glæsileg að sjá, þegar hún kom niður að borða. Það var óhugnanleg þögn við borðið, og Andersson-systurnar hafa vafa- laust staðið fyrir henni. Hótelstýran virtist miður sín og skalf öll, þegar hún rétti ungfrú Anitu Nyberg kaffi- bollann. Við nutum kaffisins í tó og næði, þegar stúlka kom inn og til- kynnti: — Lögreglan lýsir eftir hinni 26 ára gömlu frú Anítu Nyberg, sem hvarf að heiman á föstudaginn var. Hún er meðalhá, með eirrautt hár, grá augu, stórt hvasst nef og óreglulegar tennur. Hún var klædd grænum kjól og grænum skóm. Ef einhverjir gætu veitt upplýsingar ... — Hugsið ykkur. lögreglan er að leita að henni! hrópuðu Andersson- svsturnar. — Þessi andskotans maður. hvæsti Aníta Nyberg. — Hvað eigið þér við? spurði ég hana, þegar við vorum orðin ein eftir i setustofunni. — Ég vissi reyndar ekki, að þér væruð gift. — Maðurinn minn og ég þoidum hvort annað ekki til lengdar, svo að við skildum að borði og sæng. A föstu- daginn fór ég að heiman, og nú er hann að hefna sín með því að gero. oninberlega gys að mér og segja, að ég sé með stórt, hvasst nef og óreglulegar tennur. Þér getið hengt yður upo á, að núna situr hann heima við útvarp- ið og er að drepast úr hlátri. — Já, segir dómarinn, — en nú naf- ið þér lýst konunni, sem tældi yður, nósu nákvæmlega. Hinn grunaði verður dálítið vand- ræðalegur, en heldur áfram: — Ég kenni henni alls ekki um. Ég hef reynt að lýsa frjálsmannlegri framkomu hennar, að hún þorði að sýna sinn innri mann meðal manna, sem földust á bak við grímur hleypi- dóma og hafta. Hún losaði um dulda ósk, sem mér bjó í brjósti. Ég sé, að þér brosið tortryggnislega, háttvirti dómari, þér haldið ef til vill, að ég sé veikur á svellinu. Nú, ég vil bara segja það, að ef svo er, sætti ég mig algerlega við það, vegna þess að það hefur orðið til þess, að ég lifði ham- ingjusömu lífi. •— Þér voruð þó í ábyrgðarstöðu? -— Já, mikilli ábyrgðarstöðu, ég vár yfirgjaldkeri við þekkt fyrirtæki. Ég var eitt sinn giftur og lifði hamingju- sömu lífi, en nú er ég ekkill. Menn álitu, að mér væri hægt að treysta. — Þér hófuð aftur vinnu á skrif- stofunni eftir sumarleyfið? — Já, það liðu nokkrir dagar, áður en ég rakst á hana hérna í borgmni. Ég stóðst ekki töfra hennar, svo að þá tók ég 100.000 krónurnar. — Það var engin smáræðisupphæð. — Ég hafði ekki í hyggju að koma aftur. Við fórum með flugvél til Kaup- mannahafnar, og ég skal játa, að við skemmtum okkur konunglega. Þess gerist ekki þörf að fara út í smáatriði, en ég vil bara segja það, að ég var afar hamingjusamur. — Iðruðuzt þér ekki? — O-nei, þótt þetta hefði allt farið öðruvísi en ég bjóst við. Kvöld eitt höfðum við farið snemma í rúmið, en ég lá andvaka. Úti var unaðsleg sum- arnóttin yfir Kaupmannahöfn. Ég fór fram úr og hélt inn í herbergið henn- ar, en hún var farin út. Mér brá dá- 'lítið, vegna þess að hún hafði sagzt ætla að fara að sofa. Ég fékk mér líka stutta gönguferð. Við bjuggum rétt hjá Tívolí, og ekkert var eðlilegra en fara þangað. Þar kom ég auga á hana í hringekju í faðmlögum við ungan mann. — Töluðuð þér ekki við hana? spyr dómarinn. — Hafði ég nokkurn rétt til þess? Mér varð ljóst, að ég var of gamall og hún var kröfuhörð. Ég fór aftur til gistihússins .. . — Og biðuð eftir henni? — Nei. lögreglan beið eftjr mér. Ég skrifaði bara á miða til hennar, að ég væri farinn, — kveðjuorð .. Nokkrum klukkustundum síðar er dómurinn upp kveðinn: sex mánaða fangelsi. Dómurinn var þyngri sakir þess, að hinn seki hafði ábyrgðarmikið starf með höndum hjá merku fyrir- tæki. Ekkert var hægt að mæla honum til bóta .. . PERSÓNULEIKI SKÓLABARNSINS. Framh. af bls. 9. fyrir börn, sem í skólanum ern aðeins skuggi síns eigin persónu- leika. Þau hætta að hugsa, þeg- ar þau fást við námsefnið, gera sér blátt áfram enga grein fyrir samhengi þess. Börn af þessu tagi geta t. d. stautað nokkurn veginn, en þau iesa i raunveru- legri merkingu alls ekki ]iað, sem stendur í bókinni, heldur tuldra þau eitthvert merkingar- Jaust rugl, hreina vitleysu, sem þau myndu aldrei segja, ef þau töluðu frá eigin brjósti. Þau lienda orð og orð á stangli, af- baka önnur og bæta inn í mál- leysum og rugli. En lestrarhrað- inn er nokkurn veginn hraði bekkjarins í lieild. Af Jiessari venju vaxa liinir örðugustu lestrargalJar. Þegar barn talar eða hlýðir á orð annars, gerir ]iað ætíð kröfu til þess, að orðræðan sýni skiljanlegt samhengi. En ef harnið verður að sætta sig við það i skólastofunni, að persónu- leiki þess er ekki virtur, heldur látinn þoka fyrir annarlegum sjónarmiðum, þá beitir ])að ekki persónuleika sinum né þeim hæfileikum, sem í honum búa, heldur fellir niður þá sjálfsögðu kröfu að skilja sin eigin orð. Það les eins o<j Inluð lestrarvél mundi lesa! Og þó að þetta verði sýnilegast í lestrinum, kemur það á hliðstæðan hátt fram í öllu námi barnsins. Það er ófrávikjanlegt skilyrði (fyrir gengi barns i skóla, að persónuieiki þess sé virtur og viðurkenndur og honum veitt hæfilegt svigrúm til þroska. En þetta er ekki að öllu leyti á valdi foreldra og kennara barnsins. Bekkjarsystkinin og allur skóla- bragur ráða miklu um það, hvort persónuieiki barns fær að ojóta sín og þroskast eðlálega. úörn- um er mjög mislagið að skapa sér virðingu og aðstöðu í bópn- um. Eftir fárra daga skólavist hafa sum eignazt vini, tryggt sér forystu. I þessu fclst hin æski- legasta viðurkenning á persónu- leika þeirra. Auðvitað geta ekki ("ill börn fengið forystuhlutverk né sækjast þau lieldur eftir þvi, en sumum veitist jafnvel erfitt að skapa sér stöðu sem áhang- andi og fylgismaður. Þeim tekst ekki að vekja á sér athygli á þægilegan hátt, enginn gefur gaum að því, sem þau segja og vilja, ])au eru eins og fyrir fram dæmd til að standa i skngganum. Vikum og jafnvel mánuðum sam- an heyja þau vonlitla baráttu um viðurkenningu. Það er engin tilviljun, að mjög mörg þeirra barna, sem lenda i aðlogunar- og námserfiðleikum i skóla, eru þar einangruð og vinalaus og vekja eftirtekt að- eins með vangengi sinu. Þau eru slitin upp úr þeim jarðvegi, sem persóntdeikinn þárfnast til þroska og gengis. KARLMANNATÍZKAN. Framh. af bls. 17. SVlÞJÖÐ: Mjóar axlir, aðallega einhnepptir jakkar með tveimur eða þremur hnöppum, létt mohair og shantung efni. Sem nýlunda var sýnd- ur svartur klúbbjakki með hvítum buxum til sumarnota. Dálítið um odd- hvöss uppslög á einhnepptum jakka. Buxur án uppbrots. ÞÝZKALAND: Sýndi einungis föt fyrir lágvaxna, roskna menn. Það voru einhnepptir jakkar með tveimur tölum, sem sátu lágt. Buxur án upp- brots með einni undantekningu. Að- allega ullarefni eða blanda úr ull og silki. Frakkarnir voru mest einhneppt- ir og tölurnar sýnilegar. AUSTTJRRÍKI: Mesta athygli vakti hversdagsfatnaður úr ólívubrúnu ka nbgarni með pepitamynztri, ein- hnepptur jakki og uppbrotslausar buxur. jamn Berið li 0] faríð frd Komið aftur og gólfið hefur þornað með mjög fallegum, sterkum glans. SELFfOUSHW FloorPO118 Hard Gloss Glo-Coat er það bezta á nýtizku tiglagólf og gólfdúka. Fæst í næstu búð. Umboðsmenn: MÁLARINN H.F., Reykjavík. 26 VI lv A N

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.