Vikan - 24.09.1959, Blaðsíða 27
TÖFRALÆKNARNIR
Framhald af bls. 24
sjá, hver hefur framið morðið, sem
hann er sakaður um, sagði galdra-
maðurinn. — Þegar hann veit það,
verður hann að segja fangelsisstjór-
anum í Pretóríu frá þvi, en þar á að
hengja hann.
Daginn eftir var fanginn fluttur í
fangelsið í Pretóríu, sem var i mikilli
fjarlægð frá heimabænum, þar eð all-
ar aftökur fóru fram þar. Á meðan
hafði galdralæknirinn látið föðurinn
fá lítinn pakka, sem í var bavíana-
og ljónafita, sem blönduð var mauki
úr þurrkuðum hjörtum dýranna. Auk
þess voru i blöndunni mulin lifur úr
bavíana, ljónstennur og annað fleira.
Allt var þetta orðið að fínu dufti,
sem blandað var saman og lagt í ör-
lítinn bút af ljónsskinni. Sonur galdra-
læknisins dundaði við pakkann i tíu
mínútur, áður en hann fékk föðurn-
um hann.
Gamli Basútó-negrinn var allt of
fátækur til þess að útvega sér pen-
inga fyrir járnbrautarferð til Pretóríu
og grátbað yfirvöldin í bænum um
ókeypis ferð til þess að geta heimsótt
son sinn í síðasta sinn. Þetta var lát-
ið eftir honum, og með litla pakkann
i hendinni komst faðirinn loks til
fangelsisins. Hann smurði blöndunni
á hægri löngutöng, áður en hann
hringdi bjöllunni.
1 móttökusalnum í fangelsinu stóð
hann augliti til auglits við son sinn,
og hann lét ekki segja sér það tvisvar
að smyrja enni sonar síns, áður en
varðmönnunum varð ljóst, hvað á
gekk.
— I kvöld muntu sjá fyrir þér hinn
raunverulega morðingja, sagði faðir-
inn og bætti því við, að sonurinn yrði
þá þegar í stað að segja fangelsis-
stjóranum frá því, hvað hann hefði
séð.
Síðan fór hann ánægður heim aft-
ur í kofann sinn, sannfærður um, að
sonur hans væri nú heill á húfi.
Seinna komst ég að því hjá mönn-
um í fangelsinu, hvað komið hafði
fyrir. Næsta morgun bað fanginn um
að fá að tala við fangelsisstjórann og
sagði honum nú hræðilega sögu. Hann
hafði dreymt, að hann stæði í dyrun-
pm að kofa einum í Basútólandi, þar
sem hann sá þeldökkan mann drepa
konu með löngum hnif. Síðan hafði
morðinginn falið hnífinn nálæg-t kof-
anum.
Lögreglan hafði aldrei fundið morð-
vopnið. Og nú var skipað svo fyrir,
oð fresta skyldi hengingunni og mál-
ið rannsakað nánar.
í hjarta Basútólands fundu leyni-
lögreglumennirnir blökkumann, sem
kom fyllilega heim við lýsingu fang-
ans á morðingjanum. jafnvel var hann
með lítið ör yfir vinstra auga og
hafði misst framtönn, en þannig hafði
fanginn lýst honum.
— Þér eruð sakaður um morð, sagði
lögreglumaðurinn við hinn svarta. —
Þér myrtuð konu, og Richard Tshabal-
lala er dæmdur fyrir morð.
Blökkumaðurinn hló aðeins, — þar
til lögreglan fór með hann beint að
þeim stað. þar sem fanginn hafði sagt,
að morðvopnið væri falið. Fingraför
hans voru á hnífnum, auk þess sem
hann var blóði drifinn.
I þeirri trú, að hann væri nú fórn-
ardýr mikilla galdra, — hvernig gat
lögreglan vitað svona mikið um það,
sem enginn hafði séð hann gera? —
iátaði hann nú, og fanginn var látinn
laus.
öðru hverju hverfa galdalæknarnir
úr búðum sínum og halda einir út í
frumskóginn til þess að safna meðala-
birgðum sínum. Þessar ferðir eru bæði
erfiðar og hættulegar.
í frumskóginum verður galdra-
læknirinn að drepa með berum hönd-
um þau dýr, sem hann verður að ná í.
Hann má ekki nota skotvopn eða
spjót. En hann getur notað steinkast-
vopn eitt, og með því drepur hann
ljón og krókódíla úr 25 metra fjar-
lægð. Galdralæknirinn drepur einnig
gamma og aðra fugla, sem eru ómiss-
andi i blöndunni hans.
Hans Marais, sérfróður maður um
vopn blökkumanna, sagði mér leynd-
armálið að baki þessa kastvopns
galdralæknisins. Það er fólgið i hin-
um litlu, beittu steinum, sem hann
notar. Þeir eru á stærð við litinn leik-
bolta, og þeim er dýft í eitur, sem
er tvöfalt sterkara en eurare. En þetta
eitur drepur ekki. Það lamar andar-
drátt dýranna, svo að þau geta sig
hvergi hreyft.
Síðan er það hægðarleikur fyrir
galdralækninn að drepa þau lifandi.
Hann sker úr dýrunum þá likams-
hluta, sem hann þarfnast, á meðan
þau eru enn á lifi, því að þetta er
bráðnauðsynlegt, til þess að meðal
hans hafi græðandi töframátt.
Það er ekki langt síðan galdralækn-
arnir hættu að drepa menn, — eink-
um ungbörn.
Margir blökkumenn telja það bein-
línis heiður að deyja fyrir galdralækni
og láta drepa barn sitt. Víða er þetta
gert í laumi af ótta við yfirvöldin, þar
eð slíkt er auðvitað harðbannað. 1
myrkviði Zúlúlands, Bechúanalands,
Swazílands og Basútólands eru helgi-
siðamorð algeng. Einstaka sinnum
komast yfirvöldin reyndar að þessu,
en þau geta sjaldnast aðhafzt neitt,
vegna þess að enginn blökkumaður
vill bera vitni gegn galdralækni.
Fyrir þremur árum voru níu menn
og ein kona dæmd til dauða fyrir að
hafa myrt hvítt barn, vegna þess að
galdralæknirinn, — einn þeirra, sem
drepinn var, — vildi komast yfir lifur
barnsins. Það hafði ekki rignt í sjö
mánuði, og hann sagði, að lifur úr
hvítu barni væri nauðsynleg, ef töfra-
brögð hans ættu að bera árangur.
I fyrra voru fjórir blökkumenn
hengdir í Bechúanalandi fyrir morð
á þeldökkri stúlku, sem galdralæknir-
inn vildi eigast hjartað úr. Galdra-
læknirinn komst hjá refsingu, vegna
þess að enginn þeirra, sem teknir voru
til fanga, vildi koma upp um hann.
Jafnvel þegar þeir voru dæmdir til
dauða og leyft að velja milli dauða
og ævilangs fangelsis, ef þeir segðu
nafn galdralæknisins, sem hafði gefið
þeim skipun um að drepa stúlkuna,
neituðu þeir.
1 Jóhannesarborg var galdralækni
stefnt fyrir lögregluna, vegna þess að
hann hafði unnið án leyfis. Hann var
sektaður um þrjú hundruð krónur, en
neitaði að borga. Þegar lögreglustjór-
inn dæmdi hann í hálfs mánaðar
fangelsi, brást hann reiður við.
— Eg er mikils metinn læknir hjá
ættflokki minum, hrópaði hann í rétt-
arsalnum. — Þér hafið engan rétt til
þess að læsa mig inni eins og hvern
annan afbrotamann Þér munuð verða
dauður maður, áður en ég fer úr þessu
fangelsi. Að þessu mæltu kastaði hann
pakka, sem í var hvitt duft, á gólfið
í réttarsalnum, svo að það, sem í hon-
um var, dreifðist um gólfið. Níu dög-
um síðar fékk lögreglustjórinn hjarta-
slag, á meðan hann sat í réttinum,
og var látinn, áður en læknir komst
til hans. Enginn dregur það í efa, að
galdralæknirinn hafi hér átt hlut að
máli.
Nokkrum dögum síðar spurði ég
„Gæsafeiti" um áhrif ljónafitunnar,
þegar hann kom inn til mín um morg-
uninn, ljómandi af gleði.
— Hvernig gengur með ástina?
— Á laugardaginn á ég að heim-
sækja höfðingja stúlkunnar til þess
að borga lobola. — kýrnar. sem henni
ber. Nú segist hún fúslega vilja gift-
ast mér.
Ég brost.i. Síðan trúði hann mér fyr-
ir þvi í allri einlægni, að hann þarfn-
aðist peninga til kúakaupanna. Allir
blökkumenn urðu að kaupa sér konu
fyrir vissa peningaupphæð, sem höfð-
ingi ættflokksins taldi hana verða.
,,Gæsafeiti“ þurfti að fá einn uxa.
Kvöldið eftir að ..Gæsafeiti" hafði
þvegið upp og dregið sig í hlé inn í
herbergi sitt til þess að dreyma um
stúlkuna, sem hann æt.lnði bráðlega
að giftast, fann hann umslag á svæfl-
inum. 1 því var upphæð sú. sem hann
þurfti, — gjöf frá Cleveland í Ohio!
Nýtuku R3FHA eldnvél
í nýtúku eldhús
Nýtizku gerðir Rafha eldavéla
fullnægja óskum sérhverrar hús-
móður um útlit og gæði, og svo
er verðið við hvers manns hæfi.
íslenzkar liúsmæöur velja
íslenzk heimilistæki.
O.f. RAFTAKJAVERKSMIDJAN
HAFNARFIRÐI — SlMAR: 50022 OG 50023