Vikan - 08.10.1959, Side 2
CUMMINS dieselvélar til
þungaflutninga
Cummins J-6 dieselvélarnar sem henta í alla stærri
bíla eru frá 95—175 hestöfl.
CUMMINS dieselvélarnar eru auðveldar í niður-
setningu.
CUMMINS PT olíukerfið samanstendur af 188 hlut-
um í samanburði við önnur olíukerfi, sem hafa allt
að 450 hluti.
CUMMINS dieselvélin er endingargóð og sérlega
sparneytin. if
CUMMINS dieselvélin er notuð í 55% allra diesel-
vörubíla í Bandarikjunum. • I
U! ■ lÍ
CUMMINS
gfg
«»11« IIIAr
Sími 17450
BARNAVAGNAR
Hinir viðurkenndu hollenzku
Van Wervcn
barnavagnar fást nú í tízkulitunum:
Birkihvítir
Beinhvítir
Beigilitir
Ljósbláir
Dökkbláir
Gráir
Einnig tvílitir.
Sendum í póstkröfu um allt land
Heildverzlunin Amsterdarn
Kæra Vika.
Mig langar til að spyrja þig ráða. Svo er mál
með vexti, að mér þykir allt áfengi vont og áhrifin
af því, að svo miklu leyti sem ég hef fundið þau,
því verri. Þetta veldur mér mestu vandræðum og
leiðindum, eins og þú getur skilið, því að eiginlega
get ég hvergi taiizt í húsum eða bílum hæf, þegar
jafnaldrar mínir eru að skemmta sér, því að ég
verð þar alls staðar utanveltu fyrir bragðið. Ég
hef miklar áhyggjur af þessu, því að það er ekkert
gaman að geta ekki verið samkvæmishæf, bara
fyrir þetta, þvl að öðru leyti held ég, þó ég segi
sjálf frá, að ég standi ungum stúlkum yfirleitt ekki
að baki. Hvað á ég að gera?
Sjanslaus sextán ára.
Satt bezt aS segja, sjanslaus mín, þá vil ég ekki,
allra hluta vegna, trúa því, aS þú skrifir bréf þetta
í álvöru. En sé svo, þá skaltu reyna aS hugga þig
vió þaS, aS þaS er öllu meiri ástœSa til aS hafa
áhyggjur af jafnöldrum þínum en sjálfri þér, og
ef tiSarandinn er í rauninni slíkur, aS ung og heil-
brigS stúlka telji sér þaS til vankanta, aS hún befur
óbeit á áfengi, þá er þarna á ferSinni víStækara
og álvarlegra vandamál en svo, aS því verSi gerS
viSeigandi skil í bréfadálki.
En eitt gott ráS get ég gefiS þér. Reyndu aS_
leita félags viS þær eSa þá, sem ekki finna þér
þaS til foráttu, aS þú ert frábitin víni. ÞaS er
ótrúlegt, aS þú kemst þá ekki aS raun um, aS
ungt fólk getur skemmt sér — og meira aS segja
skemmt sér mjög vel — án þess aS áfengi sé meS í
leiknum.
HvaS á barniS aS heita?
Kæra Vika.
Leggðu okkur nú iið. Við eignuðumst telpu um
daginn, og nú erum við í vandræðum með, hvað
við eigum að láta hana heita. Þetta er fyrsta barn-
ið okkar, og við kærum okkur ekkert um að fara
að koma upp nafni foreldra okkar eða annarra
nákominna, en viijum helzt velja telpunni eitthvert
fallegt nafn, sem þó er ekki svo almennt, að það
sé orðið hversdagslegt og hvimleitt í munni. Hvert
eigum við að snúa okkur? Er ekki til neinn listi
yfir islenzk nöfn? Hvar eigum við að leita að
fallegu og þó óvenjulegu kvenmannsnafni?
Ung hjón í Vogunum.
Ég veit ekki meS vissu, hvort slíkur nafnalisti
fyrirfinnst, en ef svo er, þá hlýtur sóknarprestur
aS hafa hann undir höndum. ÞaS er sannarlega
ekki vandálaust aS velja barni nafn, sem er í senn
fállegt og óvenjulegt — livernig væri aS fletta upp
í nafnaskrá GuSna Jónssonar, prófessors, í Islend-
ingasagnaútgáfunni ?
Kæra Vika,
Ég vildi þakka ykkur fyrir skemmtunina, sem
ég liafði af því að lesa og fylgjast af myndum
meS ferðum lijónanna, sem komu til Reykjavík-
ur í fyrsta sinn á ykkar vegum og annarra.
Ég lifði þessa ferð með hjónunum, og allt, sem
ég sá, verkaði eins og nýtt á mig. En við, sem
búum hér, höfum alizt hér upp, tökum allar
framfarir í Reykjavík sem sjálfsagðan hlut. Við
erum hætt að sjá háskólann og aðrar merkilegar
byggingar, og þegar ég svo — á þessu ferðalagi
minu með hjójnmum — hitti lögregluþjóninn,
fór ég, næst þegar ég átti erindi í bæinn, að
virða fyrir mér lögregluþjónana okkar. Og sjá!
Ég hafði ekki tekið eftir ]iví, að þeir eru miklu
yngri en gerðist. Hafið þökk fyrir að leyfa okk-
ur að sjá Reykjavík með gestsaugum.
Guðmundur B.
Pósthólf 1211. — Sími 23023.
V I K A N