Vikan - 08.10.1959, Síða 16
Þegar haustrigningarnar eru í algleymingi og
nóttin orðin dimm, er kominn tími til aö sjá vini
sína heima hjá sér og gera sér dagamun á heimil-
inu, því að ekkert styttir eins stundirnar og að
vera i góðum félagsskap, en nútimakonur mega
helzt ekki eyða allt of miklum tíma í undirbúning
undir móttöku gesta. Til þess er hvorki tími né
ástæður fyrir ungar konur, sem verða að byggja
allt á eigin vinnu, því að hjálp og aðstoð á heimil-
unum er ekki að fá, eins og var í hina góðu, gömlu
daga.
Saumaklúbbar og spilaklúbbar eru að taka til
starfa með haustinu. Hér koma tillögur um,
hvernig megi snúa sér, þegar gera skal dagamun
hjá slíkum, — er leyfilegt að segja — fyrirtækjum.
Kvöidstund, sem mig langar til að minnast á,
var, þegar við fjórar vinkonur fórum í bíó og ein
þeirra bauð okkur heim á eftir í „snarl".
Þegar heim kom, lagði á móti okkur indælis-
ilm frá eldhúsinu. Ég skauzt fram til að kíkja. 1
fallegu, bláu„ eldtraustu formi kraumaði lostætur
réttur á eldavélinni: fiskbollur, spergill (aspargus)
og krabbi (rækjur, ef vill) í osta-bechamelle-sósu,
kryddaðri með hvítvíni. Nú var mjólkurostssneið-
um raðað ofan á og forminu stungið inn í heitan
ofninn, þar til brún skorpa hafði myndazt. Þá
var formið borið inn, og fór það mætavel við ryð-
rauðan dúkinn. Á eftir fengum við hnetur og
ávexti. Með matnum drukkum við kælt hvítvín,
ágæta tegund, en þó ekki dýra, sem heitir Cachet
d’Or.
Þessi réttur var útbúinn fyrir hádegi, teknar upp
nokkrar dósir, sósan löguð úr soðinu úr dósunum
ásamt svolitlu af víni. Meðan við vorum í bió, var
forminu haldið heitu á ofnplötu. Asbesthringur
var hafður undir. Ofninn var heitur og fullgerði
réttinn á stuttum tíma. Á teborði stóðu hnetur og
ávextir, einnig þeir diskar, sem með þurfti, svo að
ekki var þörf á að hlaupa fram op aftur af þeirri
ástæðu. Síðan fengum við ilmandi kaffi.
Bechamelle-sósa er venjuleg góð, hvít sósa. Gott
er að nota kraftinn af spergli, rækjum og fiskboll-
um ásamt mjólk og krydda með þurru hvítvíni.
Nú var röðin komin að mér. Mitt matarborð er
með viðarlitnum, og notaði ég bláa smádúka og tin-
borðbúnað. Við vorum átta. Á hvern tindisk lét ég
hálft greipaldin. Brúnirnar hafði ég klippt í takka,
fyllt af rækjum, seljurót (selleri) og greipaldininu,
skornu í smábita, öllu blandað í mayonnaise, sem
ég kryddaði með sherrý og sítrónu
Úr Hamborgarhrygg skar ég átta fallegar kóte-
lettur, sem ég gufusauð í 2 dl af rauðvíni, 50 g
smjöri, svolítið af sykri og 1 dl vatni. Ég notaði
djúpa pönnu með loki. Það tók 20 mín. Spergill
með.
Ábætirinn var niðursoðin ber, ögn aí sherrý yfir,
— smákökur.
S.
Hvernig er borðskreytingin ?
Er borðskreytingin til ánægjuauka fyrir gest-
ina, sem sitja við borðið, eða er hún til óþæg-
inda? Ef t, d. blómin eru höfð í svo háum
vösum, að þau skyggi á þá, sem sitja hinum
megin við borðið, er hún ekki vel til þess
fallin að sameina gestina, sem við borðið
sitja. Blómaskreytingin á helzt að vera á litl-
um, lágum skálum og ljós ekki í þeirri hæð,
að þau skeri í augu, ef maður þarf að líta
yfir borðið. Þá er um að velja annaðhvort
mjög lága kertastjaka með litlum kertum f
eða háa stjaka með löngum kertum, sem get-
ur verið mjög skemmtilegt. — En umfram allt
ekki of mikið af neinu, sem heitir borðskraut.
Til athugunar fyrir
smávaxnar konur
Eruð þér mjög smávaxin ? Ef svo er, skuluð þér
hugga yður við það, að fyrir yður eru ýmis snið
•— og það meira að segja Þau, sem mest eru í tízku,
— sem bæta mörgum sentímetrum við hæð yðar.
Takið eftir konunum, sem þér sjáið á götunni og
eru svipaðrar stærðar og þér. Eru þær rétt klædd-
ar, og ef svo er ekki, hvað virtist yður, að ætti að
lagfæra? Slík gagnrýni er mjög gagnleg, ef þér
eruð ekki alveg viss um, hverju þér eigið að klæð-
ast, þar eð maður sér auðveldlegar galla í klæða-
buröi annarra.
Þér ættuð að velja yður kjóla, sem ná hátt upp
í hálsinn, enda þótt þér viljið heldur vera í flegnum
kjólum. Bóleró-jakki er ágætur fyrir yður, og ef
þér fáið hann saumaðan þannig, að framstykkin
vísi upp á við, mun það bæta töluvert við hæðina.
Margrét prinsessa í Englandi, sem er mjög smá-
vaxin, sést oft með þetta snið. Einnig er ágætt að
nota það í sumarkápur. Empír-línan er eins og
sköpuð fyrir smávaxnar konur. Pilsið má vera í
óbrotnum breiddum allt upp að empír-mittinu, en
auðvitað getið þér haft mittið á sínum eðlilega
stað. Beltið verður þá að vera mjótt og úr sama
efni og kjóllinn eða sama lit.
Munið eftir því, að allar línur í klæðnaði yðar
eiga að vísa upp á við. Fellt (plíserað) pils mun
láta líta svo út, að þér hafið langa fætur. Ef fæt-
urnir eru fallegir, er leitt að fela of mikið af þeim.
Hælarnir eiga auðvitað að vera háir, en alls ekki
of háir, þá verður ekki fallegt jafnvægi yfir hinni
smávöxnu konu, og það leiðir of vel í ljós tilgang-
inn.
Hatturinn á að hafa llnur, sem vísa upp á við,
auðvitað með tilliti til þess, sem fer vel við andlitið.
Skartgripirnir verða að hæfa smávaxinni konu og
mega ekki yfirbuga. Sama er að segja um töskur.
Hárgreiðslan verður að vera sem mest uppi á
höfðinu. Hin dulda hárgreiðsla (með hátt sitjandi
kamb eða skartgrip til kvöldnota) er bezt til fallin.
Smávaxin kona verður að forðast allt, sem getur
gert hana barnalega, svo sem blúndur, slaufur og
barnalitina ljósrautt og ljósblátt, enn fremur mjóa
skó, stórar töskur („taskan með konuna"), stór-
köflótt efni og hálfsíða greiðslu.
Ef þér eruð lítil
og grönn, en ung,
getið þér lagt á-
herzlu á æskuna
án þess að verða
lítil telpa. Tökum
t. d. empírkjólinn
á teikningunni. Ó-
brotnu línurnar,
sem halda áfram
yfir brjóstið, bæta
mörgum sentí-
metrum við hæð-
ina, — slaufunni
má sleppa, ef þér
viljið. Fallega
klædd er einnig
stúlkan, sem hefur
látið bóleró-jakk-
ann sinn ná upp
( háls, — en það
gerir .einnig .að
verkum, að hún
virðist hávaxnari
Frakkinn neðst er
alveg eftir nýjustu
tfzku og er einmitt
fyrir meðalhæð
konunnar.
Neðri myndin:
Þessi klæðnaður
er greinilega rang-
ur. Hálsmálið er
of langt, hárið of
sítt, og það er
eins og stúlkan
dragi töskuna eft-
ir götuuni.