Vikan


Vikan - 08.10.1959, Page 19

Vikan - 08.10.1959, Page 19
Óskiml Önnu Karen Fridriksdóttur, Húsavík Síðan var álfkonan horfin. — Og í annað skipti horfði Elfa á staðinn, þar sem álfkonan hafði staðið. Árin liðu, og óskin virtist ekki ætla að rætast. — Einu sinni, er Elfa var úti í skógi, réðust ræningjar að henni. Elfa kallaði á hjálp, og allt í einu heyrðist hófasláttur margra hesta, og maður á snjóhvít- um hesti, í fararbroddi riddara á svörtum hestum, kom í ljós. Ræn- ingjarnir tóku á rás lengra inn i skóginn og æptu i sifellu: „Prins- inn, prinsinn!" En maðurinn á hvíta hestinum gekk til Elfu og mælti: „Ég er prinsinn, og þetta eru fylgdarsveinar mínir. En hver ert þú?“ Einu sinni var kona, sem átti dótt- ur, er Elfa hét. Var Elfa forkunnar- fögur og fríkkaði með degi hverj- um. Margir voru biðlarnir, sem báðu hennar, ríkir sem fátækir, ungir sem gamlir, en engum tók hún. Einu sinni, er Elfa var i litla, en fallega blómagarðinum sinum, kom þar að gömul kona. Var konan bog in á balci og lirukkótt i andliti. Bað hún Elfu að gefa sér að borða. Elfa bauð henni innogléthanasetj- ast. Síðan færði hún konunni mjólk og brauð. Er konan var búin að borða sig sadda, stóð hún á fætur. — Ekki var hún lengur bogin i bak- inu, heldur bein og fött. Og ekki heldur var hún hrukkótt i andlitinu lengur, heldur falleg. Konan tók til máls: „Barnið gott, ég er álfkona, og ég tek mér stundum mynd gam- allar konu til að vita um góðvild manna. Þú hefur reynzt mér mjög vel, og skal ég nú launa þér það með einni ósk.“ —• Að svo mæltu var konan horfin. En Elfa starði hugs- andi á þann stað, sem álfkonan hafði staðið á. Siðan mælti hún með sinni háu, skæru rödd: „Ég óska þess, að ég og móðir min verðum hamingjusam- ar til æviloka.“ Ekki hafði hún fyrr mælt þetta, er skyndilega sló gullnum ljóma um herbergið, og áður en Elfa vissi af, stóð álfkonan hjá lienni og mælti: „Þetta var skynsamleg ósk, Elfa min, og mun hún vissulega rætast.“ „Ég heiti Elfa og var hér að tina ber til að selja í þorpinu," sagði BARNA- GAMAH Elfa, „og fyrir peningana, sem ég fengi, ætlaði ég að kaupa mat handa móður minni og mér.“ Prinsinn, sem hreifst af fegurð Elfu, bauð lienni að koma með sér heim í höllina. Elfa gekk að þvi, því að hún hélt, að hann ætlaði kannski bara að gefa henni mat. Prinsinn lét hana sitja fyrir framan sig. Og er heim i höllina kom, lét hann hjálpa henni af baki og fór svo með hana inn i höllina. Þar var kóngurinn fyrir, og er prinsinn sá hann, mælti hann: „Faðir, liér sérðu brúði mina,“ — og hann benti á Elfu. Elfa leit fram- an i prinsinn, undrandi mjög. „Elfa mín,“ sagði hann, „ég hef heitið þvi, að ég skyldi giftast fyrstu stúlkunni, er ég bjargaði frá ræningjum, og þú ert hin heppna.“ Og að svo mæltu hringdi hann bjöllu, og er þjónn kom inn, sagði prinsinn: „Færið Elfu í brúðarskartið, sem ég hef til- tekið brúði minni,“ — og hann benti Elfu að fara á eftir þernunum. Siðan sneri hann sér að föður sin- um og sagði: „Faðir minn, láttu nú búa þig í bezta skart þitt, og vertu tilbúinn til giftingarinnar.“ Er móðir Elfu kom, var efnt til veizlunnar, og Elfa og mamma hennar voru hamingjusamar til ævi- loka. Anna Karen Friöriksdóttir, Húsavik. VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.