Vikan - 08.10.1959, Qupperneq 26
Tandur þvottalögur
er mildur og ilmandi
fer vel með hendurnar.
TANDUR léttir og flýtir uppþvottinum, og skilar leir og borð-
búnaði fitulausum.
TANDUR þvær Nælon og önnur gerfiefni, Ull og öll viðkvæm
LOFORÐ SEM ÉG ÆTLA AÐ HALDA.
Framh. af bls. 11.
min. Ég leit á heiminn vantrúaraugum.
Eiríkur tók eftir því, að ég \'ar ekki eins og
ég átti að mér að vera. Ég hafði orðið fullorðin
þessa nótt. Ég spurði Eirik í hreinskilni, hvort
hann elskaði mig. Ég gleymi aldrei særðu augna-
ráði hans. Hann faðmaði mig að sér og kyssti
mig aftur og aftur. Hann hafði ekki beðið mín,
vegna þess að hann þjáðist af ólæknandi sjúkdómi,
sem hrjáði hann öðru hverju, og þessi sjúkdómur
gat síðar meir orðið honum að bana.
Ég hló og grét í senn, því að ég elskaði hann
svo heitt, að ég þráði að standa við hlið honum
í blíðu og stríðu. Ég vildi heldur lifa með Eiríki
í 10 daga sem eiginkona hans en með öðrum manni
í 50 ár. Ég hafði allt að vinna og engu að tapa.
' Við giftumst þrátt fyrir óáængju foreldra hans.
Brúðkaup okkar fór fram í kyrrþey. Aðeins Brun
rektor og kona hans ásamt nokkrum kunningjum
okkar frá berklahælinu komu í brúðkaupið. En
ég held, að aldrei hafi hamingjusamari hjón far-
ið frá altarinu.
Eiríkur fékk góða stöðu í banka, því að hann
vildi ekki vera háður foreldrum sínum lengur.
Við fluttumst í yndislegt litið einbýlishús í út-
jaðri borgarinnar. Við vorum ósegjanlega ham-
ingjusöm. Við máttum ekki vera að þvi að hugsa
um skugga þann, sem sífellt hvíldi yfir okkur, —
sjúkdóminn.
Brátt varð mér ljóst, að ég átti von á barni.
Og þegar Hákon litli sá í fyrsta sinn dagsins ljós,
fannst okkur ekkert geta gert okkur mein fram-
ar. Um þetta leyti voru foreldrar Eiríks ekki
heima, svo að sjálfsagt þótti að láta frú Brun
halda Hákoni undir skírn. Ég hafði reyndar hug-
boð um, að Eiríkur vildi sem minnst sinna for-
eldrum sínum. Þess vegna heimsótti ég foreldra
hans, og þau tóku mér báðum höndum. Þau
höfðu saknað Eiríks svo mjög, og nú báðust þau
fyrirgefningar á kaldri framkomu sinni gagnvart
mér.
Nú virtist allt leika í lyndi. Og allt lék líka
í lyndi, þar til reiðarslagið kom.
Morgun einn, þegar ég vaknaði, sá ég, að Ei-
rikur var farinn. Ég flýtti mér fram úr til þess
að ganga úr skugga um, hvað væri á seyði.
Á grasflötinni fyrir utan húsið sá ég ömurlega
sjón, — Eirík! Ég flýtti mér út. Hann var hálf-
meðvitundarlaus, og andlit hans var afmyndað
af sársauka. En skyndilega ljómaði hann. Hann
sneri sér að mér og sagði: — Þakka þér fyrir
allt, Inger. Þá er þessu lokið. Farðu vel með sjálfa
þig og Hákon. Síðan tók hann í hönd mína, og
andartaki síðar var hann dáinn. •
Ég man ekki gerla, hvað gerðist eftir þetta.
Það var líkast martröð. En eins og oft áður
stappaði pabbi í mig stálinu, pabbi, sem alltaf
fylgdi mér. Mér fannst hann segja, að ég mætti
ekki verða eins og marnrna.
Ég barðist enn. Ég byrjaði aftur i skólanum,
en þar stunda ég enn nám. Hákon litli er annað-
hvort hjá Bruns-hjónunum eða hjá tengdafor-
eldrum mínum.
Nú er ég 23 ára. Lífið hefur ekki brosað við
mér. Líf mitt hefur síður en svo verið viðburða-
snautt, — þar hafa skipzt á skin og skúrir.
Eirikur er ekki dáinn i minni vitund, því að
í augum Hákonar sé ég sama hreinskilnislega
glampann og í augum föður hans. Og Hákon litli
fitjar meira að segja upp á trýnið eins og Eirikur
gerði stundum. Já, vesalings mamma lifnar meira
að segja aftur í litlum hárlokki, sem fellur nið-
ur á ennið og ógerningur er að hemja.
Nú horfa blá augu hans á mig. 1 augum hans
bregður fyrir sakleysi og trausti. Ég horfi á hann.
Aldrei skal ég brjóta það loforð, sem ég gaf
Eiríki. Ég ætla að hugsa vel um Hákon og sjálfa
mig. Ég ætla aldrei að láta bugast, heldur mæta
öllu mótlæti með festu og hugrekki.
efni sérslaldega vel.
fl I V
TANDUR er tilvalið til gólfþvotta og hreingerninga, fer vel með
málningu, lakk og aðra viðkvæma fleti.
Tandur gerír tandurhreint
26
\TKAN