Vikan


Vikan - 29.10.1959, Side 6

Vikan - 29.10.1959, Side 6
Eg veit eiginlega ekki, á hverju ég átti von, þegar ég sagði Axel, að við ættum von á barni. Ég vissi, að hann var giftur. Ég hafði vitað það lengi, en samt hafði ég ekki hætt að umgangast hann. Hann sagði mér það, þegar við höfðum verið saman í þrjá mánuði, en þá var það um seinan. Mér fannst ég ekki geta verið án hans, og hann sagðist ekki geta lifað án mín. Það kom samt bráðlega í ljós, að það gat hann með hægu móti. — Þú verður að segja konunni þinni frá þvi. Þú verður að biðja hana um skilnað, sagði ég. Við sátum í bíl hans, sem hann hafði ekið út á lítt farinn veg fyrir utan borgina. Þannig var þetta alltaf, — við forðuðumst borgina, — því að þá vorum við óhult. Ég hafði ekki hugsað um þetta þannig áður. — Þú ert kjáni, sagði hann. — Vera mundi aldrei veita mér skilnað. Skyndilega varð mér allt Ijóst. Hann var að- eins drengur, sem leitaði skjóls í pilsum konunnar, þegar í nauðir rak. — Það ert víst frekar þú, sem ekki vilt skilnað, sagði ég í uppgjöf. — Heyrðu nú, elskan, sagði hann. Hef ég nokk- urn tíma minnzt á það, að ég vildi skilnað? Hef ég nokkurn tima iofað þér því? Ég hristi höfuðið. Hann hafði á réttu að standa. Hann hafði sagt mér, að honum og konu hans kæmi ekki sem bezt saman. Faðir hennar var efn- aður, og Axel var hátt settur í fyrirtæki hans. Hann yrði auðvitað að 'segja upp vinnunni, ef hann fengi skilnað. Og bíllinn, — fyrirtækið átti hann víst líka? Það fór nú að renna upp fyrir mér ljós. — Viltu aka mér heim? sagði ég. Ég hálfhvísl- aði, en hann heyrði vel til mín og ræsti bílinn. Hann þagði lengi. Ég hélt, að hann væri að hugsa um skilnaðinn. Þau áttu engin börn, og Vera mundi hæglega komast af án hans. En Það var ekki það, sem hann var að hugsa um. — Hvað ætlarðu að gera? spurði hann, þegar við vorum næstum komin heim í drungalegu göt- una, þar sem ég bý í ódýrri íbúð. — Hvað þá? spurði ég. Ég hafði velt þessu fyrir mér lengi, en ég sá ekki neina lausn á málinu. — Ég þekki náunga, sem getur bent þér á heim- ilisfang konu einnar, sagði hann. Ég starði skelfd á hann. Ég ætlaði ekki að láta eyða fóstrinu. Það er lífshættulegt. — Nei, sagði ég aðeins. Bifreiðin nam staðar fyrir utan húsið, þar sem ég bý. — Birte, sagði hann heldur hranalega. — Hvað? — Verður þú að segja, hver er faðir barnsins? Geturðu ekki sagt, að þú vitir það ekki? Ég hefði getað slegið hann, en ég sat á mér. — Þú ættir að skammast þín, heigullinn þinn, sagði ég. Siðan skellti ég bílhurðinni og hljóp upp stigann. Ef til vill vonaði ég meira að segja þá, hafi starað upp í loftið tímum saman, en loks brast ég í grát. 1 fyrstu létti mér engan veginn við að gráta. Ég fór á fætur á morgnana full af drunga og þreytu. Ég vann allan daginn á hárgreiðslu- stofunni og fór síðan heim á kvöldin. Ég fór aldrei í búðir, og bjó aldrei til mat á litlu eldavélinni minni. Ég var ekki svöng, — bara þreytt. En ég gat ekki sofið, — aðeips grátið. En einn góðan veðurdag hurfu tárin. Ég hætti að minnsta kosti að gráta og tók að hugsa. Nú varð ég að sjá fyrir mér sjálf. Mamma dó, þegar ég var sextán ára, og pabbi giftist ári síðar stúlku, sem var litlu eldri en ég. Okkur kom illa saman, og mér kom ekki til hugar að leita til þeirra. En ég hafði hugboð um, að ég mundi aldrei geta ráðið fram úr þessu sjálf. Hvað átti ég að gera við litla barnið? Ég bjó í litlu kvistherbergi og hafði enga peninga til þess að kaupa mér íbúð, þótt mér hefði boðizt hún. Ég hafði ekki heldur efni á að borga háa húsaleigu. Ég var búin að Ijúka hárgreiðslu- námi mínu, og enn vann ég mér ekki nægilega mikið inn til þess að geta séð fyrir barni. Barn gerir einnig kröfur til móður og föður. Smátt og smátt fór mér að verða Ijóst, að barnið varð að eignast föður. Ég hugsaði um þá ungu menn, sem ég þekkti. Þeir voru sárfáir, og mér varð í sífellu hugsað til Kristjáns. Ég lá uppi í rúminu minu og ákvað, að Kristján skyldi verða faðir barnsins míns. Úr því að Axel gat hagað sér svona ruddalega, gat ég það líka. Ég fór i fallegasta kjólinn minn og fór inn til Kristjáns til þess að fá lánað te. Auðvitað lánaði hann mér það, og ég spurði hann um leið, hvort hann vildi ekki koma inn til min og drekka með mér te. Og Það vildi hann. Þetta var næstum allt of auðvelt. Kristján kom eins og þægur rakki. Það var unun að vera með honum í stað þess að sitja ein heima og gráta. Við fórum í kvikmyndahús og horfðum í búðarglugga, — ekki á neitt sérstakt, þvi að hvorugt okkar vann sér ýkjamikið inn. Hann var trésmiður, en hann hafði verið í bréfaskóla og tekið próf í byggingar- fræði, en hann vann enn við trésmíðar. Það var engu líkara en prófið, sem hann tók, væri ekki tekið gilt, vegna þess að hann hafði verið í bréfa- skóla. Að minnsta kosti var tilboðum hans aldrei svarað, sagði hann. Hann talaði mikið um sjálfan sig. Hann var einnig einstæðingur. Hann átti reyndar gamla móður, en hún var á elliheimili, og hann hafði naumast efni á að heimsækja hana, því að það var langt þangað, og hann varð alltaf að búa á gistihúsum. Hún var of hrum til Þess að koma að heimsækja hann, svo að Þau sáust sjald- an, en hann skrifaði henni að minnsta kosti tvisv- ar í viku. Ég held, að Kristján hafi verið mjög einmana. Ég held, að honum hafi þótt vænt um að vera með mér. En ég var ekki alls kostar ánægð. Kristján að hann hlypi á eftir mér og segði, að hann mundi ekki svíkja mig, -— að það mundi rætast úr þessu. En hann ræsti aðeins bílinn og ók af stað. Ég bý í kvistherbergi, og þar uppi eru aðeins tvö lítil herbergi. Auðvitað rakst ég á Kristján í þröngum hænsnastiganum á leiðinni upp. — Halló, Birte, sagði hann. ■— Hvað liggur á? — Ég er að fara upp, sagði ég stutt. Mig lang- aði ekki til þess að tala við hann núna. Hann býr í hinu kvistherberginu og er einkar viðfelldinn náungi. Áður en ég kynntist Axel, höfðum við Kristján verið saman nokkrum sinnum, og hann hafði stundum drukkið te inni á herberginu minu. Við vorum vön að fá lánað kaffi, sykur og sígar- ettur hvort hjá öðru, en i dag vildi ég helzt ekki tala við hann. Ég fann. að hann staldraði við og horfði á mig, en ég flýtti mér upp á herbergið mitt. Án þess að kveikja varpaði ég mér í rúmið. Ég held, að ég var indæll piltur, ég sé það núna. Ég man eftir því, er hann kyssti mig í fyrsta sinn. Við höfðum verið saman í kvikmyndahúsi, og hann kyssti mig við dyrnar að herberginu sínu. — Þú ert þreytt, Birte litla, sagði hann. Það var föstudagur, og hárgreiðslustofan hafði verið opin fram eftir. Við höfðum komið á síðustu stundu í kvikmyndahúsið. — Við skulum sleppa kvöldkaffinu. Farðu nú að sofa. Og skyndilega fór ég að gráta, vegna þess að hann sýndi mér svo mikla umhyggju. Koss hans var heitur og hikandi, og mér varð skyndilega ljóst, að ég gæti aldrei látið líta út sem hann væri faðir barnsins míns. Ég háttaði og velti þessu fyrir mér. Ég hugsaði lengi, og ég vissi mætavel, að það væri mikið öryggi í því, að hann yrði faðir barnsins míns. Ég hugsaði um það, hversu vel okkur mundi líða. Við mundum eignast eigið heimili, — og ég mundi hugsa vel um hann. Ef til vill gæti maður fundið hamingjuna, þótt hún væri byggð á eintómum lygum og blekkingum? Barnsins vegna ákvað ég að láta verða af þessu. En ég vissi, að þetta yrði ekki auðvelt, því að mér var farið að þykja mjög vænt um Kristján. En ég varð að hugsa um barnið — og sjálfa mig. __ Tækifærið gafst, fyrr en ég hafði þorað að vona. Kristján var reyndar enn afar hlédrægur. Hann bauð mér góða nótt með kossi á hverju kvöldi, en kossar hans voru einungis blíðukossar, — Þar til húsbóndi hans talaði við hann einn góðan veður- dag. Það var eitthvað varðandi höfn á Grænlandi. Þeir voru að leita að byggingarfræðingi; og hafði ekki Kristján tekið slíkt próf? Hann var svo hamingjusamur, þegar hann sagði mér frá þessu, að ég komst ekki hjá því að sam- 6 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.