Vikan


Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 29.10.1959, Blaðsíða 10
í næsta blaði hefst ný framhaldssaga, Hjákona lögmannsins, eftir Georges Simenon Sagan hefir verið kvikmynduð með þeim Brigitte Bardot og Jean Gabin í aðalhlutverkum, og munum við birta myndir úr kvikmyndinni. Andartak flögruðu augu Iiomaine yfir hins ákærða . .. Kœri Mister. Þú ert lögfrœöingur, sem ungi maöurinn hefur fyrir sig. Ef þú vilt máluöu, útlendu stelpuna aö vita, hvernig hún er og lygin hennar, skaltu icoma Rents Stepney 16 í nótt, og þaö kostar þig tvöhundruö spírur. Spuröu eftir Missis Mogson. Eina svarið við þessu virtist vera frændi gömlu konunnar, ónytjungur, sem áður fyrr hafði þving- að nokkrar fjárhæðir út úr frænku sinni. Mál- færslumaðurinn komst að því, að Janet Mackenzie hafði alltaf þótt vænt um þennan mann og aldrei linnt látum að halda fram málstað hans við frænk- una. Það virtist sannarlega mögulegt, að það hefði verið þessi frændi, sem ræddi við ungfrú French, eftir að Leonard fór, sérstaklega þar sem fiændann var hvergi að finna á hans gömlu að- setursstöðum. Allar aðrar eftirgrennslanir lögfræðingsins höfðu reynzt árangurslausar. Enginn hafði séð annan karlmann ganga inn í húsið í Cricklewood. Daginn fyrir réttarhöldin fékk Mayherne bréf, sem beindi hugsunum hans á spánnýjar brautir. Það kom í pósti klukkan sex, — illlæsilegt hrafna- spark, skriíað á ódýran pappír og frímerkið límt skakkt á umslagið. Mayherne las það yfir tvisvar, áður en hann komst til botns í því. stúku Málfærslumaðurinn marglas hið furðulega bréf. Auðvitað gat hér verið um að ræða gabb, en er hann hugsaði málið, varð hann sífellt sannfærðari um, að svo væri ekki, og einnig um, að hér væri eina von fangans. Framburður Ramaine Heilger sakfelldi hann algerlega, og það var því fyrsta skilyrðið að fá eitthvað á hana til að koma með á móti. Mayherne var ákveðinn. Það var skylda hans að bjarga skjólstæðingi sínum, hvað sem það kost- aði. Hann varð að fara til Rents Stepney. Hann átti dálítið erfitt með að finna staðinn, en loks tókst það og reyndist vera hrörleg bygging í daunillu hverfi. Er hann spurði um frú Mogson, var honum vísað upp á þriðju hæð. Hann barði á dyr, en fékk ekkert svar og barði aftur. Nú heyrði hann umgang fyrir innan, og stuttu síðar var hurðinni mjakað um nokkra sentímetra, og andlit gægðist út. Svo heyrðist allt í einu hlátur, og konan, því að þetta var kona, opnaði hurðina betur. — Svo að það ert þú, góði, sagði hún skrækri röddu. — Enginn með þér, er það? Engin brögð í tafli? Gott. Þú getur komið inn, — þú getur kom- ið inn. Lögfræðingurinn gekk hikandi inn í litla, skít- uga herbergið með gaslampanum. Það stóð óum- búið rúm í horninu, spilaborð á miðju gólfi og tveir ruggustólar. Nú gat Mayherne fyrst virt fyrir sér húsmóðurina. Hún var miðaldra kona, hokin i herðum með mikið og ógreitt grátt hár og hafði vafið trefli fyrir andlit sér. Hún sá, að hann virti þetta fyrir sér, og hló aftur hinum sama tónlausa hlátri. — Ertu að undrast, hvers vegna ég fel fegurð mina? Ha, ha. Hræddur um, að hún freisti þin, ha? En Þú munt sjá, þú munt sjá. Hún tók af sér trefilinn, og lögfræðingurinn hörfaði ósjálfrátt undan fjólubláum keppnum, sem eitt sinn hafði verið andlit, en nú hafði misst alla lögun. Hún setti trefilinn upp aftur. — Svo að þú vilt ekki kyssa mig, væni? Ha, ha, ég er ekkert hissa. Samt var ég einu sinni falleg stúlka, og það er ekki eins langt síðan og þú held- En hann vissi Þegar, að hún mundi ekki stand- ast það að sjá peningana fyrir framan sig. Hún bölvaði og ragnaði í vanmætti sínum, en loks lét hún undan. Síðan gekk hún yfir að rúminu og dró eitthvað undan slitinni rúmdýnunni. — Hérna er það, og fjandinn hafi þig, hreytti hún út úr sér. —- Það er efsta bréfið, sem þig vantar. Hún kastaði til hans bunka af sendibréfum, og Mayherne tók utan af þeim bandið og athugaði þau á sinn venjulega, nákvæma hátt. Konan, sem fylgdist nákvæmlega með honum, gat ekki lesið neitt úr svip hans. Hann las hvert bréf yfir, en sneri sér svo aftur að hinu fyrsta og las Það í annað sinn. Síðan batt hann allan bunkann vandlega saman aftur. Þetta voru ástarbréf, skrifuð af Romaine Heil- ger, — en alls ekki til Leonards Vole. Efsta bréfið var dagsett daginn, sem Leonard var handtekinn. — Ég sagði satt, góði, var það ekki? skríkti Sögulok konan. — Það er nóg til að koma henni á kné, þetta efsta? Mayherne stakk bréfunum á sig og spurði: — Hvernig náðuð þér í þessi bréf? — Má ekki segja, sagði hún og glotti. — En ég veit dálítið meira. Ég heyrði, hvað stelpan sagði í réttarsalnum. Athugaðu, hvar hún var klukkan tuttugu mínútur yfir tíu um kvöldið. Spurðu í Lion Road-bíóinu. Þeir muna áreiðanlega eftir svona myndarlegri stúlku, — fari hún til fjandans. — Hver er maðurinn? spurði Mayherne. — Hérna er aðeins fornafnið nefnt. Rödd konunnar varð hás af geðshræringu, og hún spennti greipar og losaði þær á víxl. Loks lyfti hún annarri hendi upp að andlitinu. — Hann er maðurinn, sem gerði mér þetta. Það eru mörg ár síðan. Hún tók hann frá mér, — stelpugálan, sem hún var þá. Og þegar ég elti hann —■ og réðst á hann, — þá henti hann þessu bölvuðu efni framan í mig. Og hún hló, — bölvuð. Ég hef hugsað henni gott til glóðarinnar í mörg ár. Ég hef elt hana og njósnað um hana. Og nú V/TM SAKS ur. Vítríól, minn kæri, vítríól, — það var ástæðan. En ég mun hefna mín. . . . Hún upphóf hina ferlegustu formælingaþulu, og lögfræðingurinn reyndi árangurslaust að komast hjá að heyra hana. Loks þagnaði hún og spennti greipar og losaði á víxl, eins og hún væri óstyrk. — Nóg komið af þessu, sagði lögfræðingurinn ákveðinn. Ég er hér kominn, vegna þess að ég hef ástæðu til að halda, að þér getið gefið mér upplýsingar, sem koma sér vel fyrir skjólstæðing minn, Leonard Vole. Er þetta rétt? Hún glotti, og augnaráðið var kænskulegt. — Hvað um peningana, góði? skríkti hún. — Tvö hundruð spírur, manstu? — Það er skylda yðar að bera vitni og hægt að kalla á yður til að gera það. —- Það gagnar ekki, góði. Ég er gömul kona og veit ekkert. En þú getur gefið mér tvö hundruð spírur, og kannski get ég gefið Þér eina eða tvær bendingar. Skilurðu það? — Hvers konar bendingar? — Hvað mundir þú segja um sendibréf, - bréf frá hennit Skiptu þér ekki af Því, hvernig ég náði í það. Það er mitt einkamál Þetta nægir þér. En ég vil fá tvö hundruð syírur. Mayherne horfði kuldalega á hana. — Ég læt yður fá tíu pund og ekki eyri meira — og það með því skilyrði, að bréfið sé eins og þér segið það vera. — Tíu pund? öskraði hún og æddi i áttina til hans. — Tuttugu, sagði Mayherne. Það er síðasta boð mitt. Hann stóð upp og lézt vera að fara. Síðan dró hann upp veski sitt og fylgdist nákvæmlega með henni, meðan hann taldi fram tuttugu eins punds seðla. — Sjáið þér, sagði hann. — Eg hef ekki meiri peninga á mér. Þér getið valið eða hafnað. hef ég náð henni. Hún mun líða fyrir þetta, herra lögfræðingur, er það ekki? Hún mun þjást?’ — Hún mun sennilega verða dæmd í fangelsi einhvern tíma fyrir að bera ljúgvitni, sagði May- herne með hægð. - Ágætt, það er einmitt það, sem ég vil. Þú ert að fara, er það ekki? Hvar eru peningarnir r.iínir ? Hvar eru þessir blessuðu peningar? Orðalaust lagði Mayherne peningana á borðið. Síðan dró hann djúpt andann, snerist á hæli og yfirgaf herbergið. Er hann leit aftur, sá hann gömlu konuna hálfbogna yfir peningunum. Hann eyddi engum tima til ónýtis. Hann fann Lion Road-bíóið auðveldlega, og dyravörðurinn kannaðist strax við mynd af Romaine Heilger. Hún hafði komið þarna í fylgd með karlmanni einhvern tíma eftir klukkan tíu þetta umrædda kvöld. Hann hai'ði ekki tekið sérstaklega eftir manninum, en því betur eftir konunni, sem spurði hann einhvers varðandi myndina, sem til sýningar var. Þau höfðu horft á myndina til enda, — farið rúmri klukku- stundu síðar. Mayherne var ánægður. Framburður Romaine Heilger var lygaþvættingur frá upphafi til enda. Hún hafði spunnið hann upp vegna óslökkvandi haturs síns. Lögfræðingurinn íhugaði, hvort hann mundi nokkurn tíma komast að þvh hvað lægi að baki því hatri. Hvað hafði Leonard Vole gert henni? Hann hafði virzt sem steini lostinn, þegar lögfræðingurinn sagði honum frá framkomu henn- ar. Hann hafði lýst yfir því hreinskilnislega, að þetta gæti ekki verið. Samt hafði lögfræðingnum virzt sljákka í honum eftir fyrstu undrunina. Hann vissi Það Mayherne var sannfærður um það. Hann vissi það, en hafði alls ekki í hyggju að ljóstra því upp. Leyndarmáli þeirra yrði ekki Ijóstrað upp. Mayherne var ekki viss um, að hann mundi nokkurn tíma komast að því. Málfærslumaðurinn leit á klukkuna. Það var VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.