Vikan


Vikan - 29.10.1959, Page 11

Vikan - 29.10.1959, Page 11
 Þa kom stora trompið: brefið var lagt fram. Það var lesið upphátt, og á meðan var dauðakyrrð í salnum. ÓKNATtANS framorðið, en nú var tíminn dýrmætur. Hann kallaði á leigubil og sagði bílstjóranum heimilis- fang. — Sir Charles verður að fá að vita af þessu þeg- ar í stað, tautaði hann í barm sér. Málaferlin gegn Leonard Vole fyrir morðið á Emily French vöktu mikla athygli. 1 fyrsta lagi var hinn ákærði ungur og myndarlegur maður, svo var glæpurinn sérlega ógeðslegur, einnig beind- ist mikill hluti athyglinnar að Romaine Heilger, helzta vitni saksóknarans. Myndir af henni höfðu birzt i mörgum blöðum svo og uppspunnar sögur um uppruna hennar og æviferil. Vitnaleiðslur byrjuðu rólega. Ýmis vitni um tæknileg atriði voru kölluð fram fyrst. Svo var kallað á Janet Mackenzie. Hún sagði í aðalatriðum sömu sögu og áður. Verjandanum tókst að fá hana til að komast í mótsögn varðandi samband þeirra Vole og ungfrú French. Hann lagði áherzlu á það atriði, að enda þótt hún hefði heyrt karlmanns- rödd í setustofunni umrætt kvöld, væri ekkert, sem benti til Þess, að það hefði verið rödd Leon- ards Vole. Og honum tókst að vekja þá tilfinningu, að afbrýðisemi og óvild í garð fangans væri orsök meginhluta framburðar hennar. Þá var kallað á næsta vitni. —- Þér heitið Romaine Heilger? — Já. — Þér eruð austurrískur ríkisborgari? — Já. — Síðastliðin þrjú ár hafið þér búið með fang- anum og látizt vera eiginkona hans? Andartak flögruðu augu Romaine yfir 1 stúku hins ákærða. Það fólst eitthvað undarlegt og ó- skiljanlegt- í augnaráðinu. — Já. Spurningym var haldið áfram. Orð fyrlr orð kom hinn sakfellandi framburður í ljós. Umrætt kvöld hafði fanginn haft klaufjárn með sér að heiman. Hann hafði komið aftur klukkan tuttugu mínútur yfir tíu og hafði þá viðurkennt að hafa myrt gömlu konuna. Það hafði verið blóð á skyrtu- ermunum, og hann hafði brennt skyrtuna í ofn- inum i eldhúsinu. Hann hafði haft í hótunum við hana, ef hún ekki þegði. Eftir því sem lengra var haldið, dvínaði sam- úðin, sem flestir höfðu haft með fanganum í byrj- un réttarhaldanna, og varð að andúð. Sjálfur sat hann niðurlútur eins og dæmdur maður. Samt má taka það fram, að sjálfur lögfræðingur Romaine reyndi að halda aftur af henni. Hann hefði viljað hafa hana ögn hlutlausari. Verjandinn var þungbrýnn. er hann stóð sein- lega á fætur. Hann hóf máls með því að segja, að framburður hennar væri illkvittnislegur tilbúningur frá byrj- un til enda, að sjálf hefði hún ekki einu sinni verið heima á umræddum tíma að hún elskaði annan mann og væri af ásettu ráði að reyna að senda Vole i gálgann fyrir glæp. sem hann hefði ekki framið. Romaine neitaði þessum ásökunum af mikilli óskammfeilni. Þá kom stóra trompið; bréfið var lagt fram. Það var lesið upphátt, og á meðan var dauðakyrrð í salnum. „Elsku Max, örlögin hafa lagt hann upp í hend- urnar á okkur. Hann hefur verið handtekinn fyrir morð, — já, það er satt, fyrir morð á gamalli konu! Leonard, sem mundi ekki gera flugu mein. Loks get ég hefnt mín. Vesalingurinn! Ég ætla að segja, að hann hafi komið blóðugur heim þetta kvöld, — að hann hafi játað allt fyrir mér. Ég skal hengja hann, Max, — og Þegar hann hangir i gálganum, mun hann gera sér ljóst, að Það var Romaine, sem sendi hann í dauðann. Og þá — bíður okkar hamingjan, ástin min! Loksins kemur hamingjan!" Sérfræðingar voru við höndina, tilbúnir að sverja, að þetta væri skrift Romaine Heilger, en þeirra þurfti ekki með. Þegar bréfið hafði verið lesið, gafst Romaine upp og játaði allt. Leonard Vole hafði komið heim á þeim tima, sem hann hélt fram, tuttugu mínútur yfir níu. Hún hafði búið til alla söguna til að koma honum á kné. Um leið og Romaine Heilger féll saman, féll málflutningur saksóknarans um sjálfan sig. Sir Charles kallaði upp hin fáu vitni sín, og fanginn sjálfur sagði sögu sína i vitnastúkunni og lét ekki spurningar saksóknarans raska ró sinni og einurð. Saksóknarinn reyndi að gera gys að honum, en án mikils árangurs. Yfirlit dómarans að loknum vitnaleiðslum var ekki algerlega fanganum í hag, en hreyfing hafði komizt af stað, og kviðdómur- inn var fljótur að taka ákvörðun: „Við teljum fangann vera saklausan." Leonard Vole var frjáls. Mayherne flýtti sér úr sæti sínu. Hann varð að óska skjólstæðingi sínum hamingju. Hann rankaði við sér við það, að hann var að þurrka í ákafa af nefklipunum, og hætti því þegar í stað. Konan hans hafði sagt honum kvöldið áður, að þetta væri að verða kækur. Undarlegir hlutir þessir kækir! Maður hefur ekki hugmynd um þá sjálfur. Athyglisvert mál, — mjög athyglisvert mál, og þessi kona, Romaine Heilger. Enn skyggði þessi útlendingslega kona á allt annað varðandi málið í hans augum. Heima hjá sér, í Paddington, hafði hún virzt vera fölleit og hljóðlát kona, en i réttarsalnum hafði hún blossað upp og breitt úr sér eins og hitabeltisjurt. Ef hann lokaði augunum, gat hann séð hana fyrir sér, hávaxna og ákafa; líkaminn dálitið hall- andi fram á við og hægri höndin ósjálfrátt að kreppast eða réttast á víxl. Undarlegir hlutir þessir kækir! Sennilega voru Framh. á bU. 87. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.