Vikan


Vikan - 29.10.1959, Síða 17

Vikan - 29.10.1959, Síða 17
Staldrað við bjð Kejlotíhorrótunoi o — Hvað heitir konan, með leyfi að spyrja? — Jónína heiti ég Guðmunds- dóttir, œttuð úr Flóanum, — nánar tiltekið frá Saurbæ í Vill- ingaholtsiireppi. Hann býr þar nú hann ívar vesiingurinn — einsam- all. — Fluttistu ung til Heykjavíkur? — Ja, ég byrjaði nú búskap í Við- ey. Maðurinn minn vann þar hjá Milljónafélaginu. — Hvers konar félagsskapur var nú það? — Það verzlaði með olíu og lýsi og þess háttar. — Þú hefur þá búið i sjálfri Við- eyjarstofu. — Já, ég kunni vel við það. Það er svo fallegl i Viðey. Svo fór ég þaðan 1918, Jiegar maðurinn minn dó. — Dó hann úr spönsku veikinui? — Já, Magnús dó úr henni eins og margir fLeiri og líka elzti sonur okkar, 15 ára. Þá kom ég hingað i bæinn ásamt börnunum sjö. Þau eru nú uppkomin og gift nema elzti sonur minn, sem ég bý hjá. Jæja, manni, nú má ég ekki vera að því að tala við þig lengur. Ég er i vinnu, — skýzt bara hingað til að gefa þeim -— greyjunum. — Má ég taka mynd af þér seinna ? — Hi, hí, lií, — livað meinar mað- urinn? — taka mynd af mér. Ja, mér er svo sem sama, þó þú takir mynd af pútunum. — Já, einhvern tima seinna, —- og vertu blessaður. — Já, ég sendi hingað rit handarsýnishorn í bréfi Það hundrað krónur með. birtist aldrei i blaðinu. — Það var leiðinlegt. — Já, ég vil bara fá hundr- aðkallinn aftur. Ég er svo ,,blönk“ núna. — Ef bréfið hefði komizt til okkar, hefðum við komið því áleiðis til rithandarsérfræð- ingsins, og þú værir búin að sjá úrskurðinn í Vikunni. Skýring- in er einungis sú, að þetta bréf hefur aldrei komizt á leiðar- enda. að — Ég er hræddur um ekki Það er leiðinlegt til þess vita, að svona falleg stúlka skuli vera „blönk". Hvað ger- irðu annars? — Ég teikna, — teikna föt og skilti og svoleiðis fyrir — Höskuldur Goði Karlsson, það er ærið tign- arlegt nafn. — Nokkuð svo, nægilega að minnsta kosti. — Það fer vel á íþróttaleiðtoga. — Það er nú varla hægt að nefna það þvf nafni. — Þú ert þó íþróttakennari í Keflavíkinni, er ekki svo? — Jú, ég er búinn að vera þar f nokkur ár við kennslu. — Ertu að koma úr einhverju íþróttaferðalagi núna? — Jú, við vorum að keppa við Kjalnesinga og Norðanmenn. Björn Sveinsson frá Akureyri vann mig í hundrað metrunum í fyrsta sinni á þessu móti. Eg hef alltaf marið hann hingað til. — Það var leiðinlegt — og þó; íþróttamenn eiga auðvitað að kunna að taka ósigri. — Þú ert með fótfrárri mönnum, Höskuldur. Eg var í Inndsliðinu í fyrra, — náði bezt 10,8 f hundrað metra hlaupi. — Það er nú anzi rösklega haldið áfram Þú verður að æfa meira, svo að þú sigrir Björn næst. Og svo er Keflavíkurrútan ræst, og Höskuldur er þotinn tii þess að ná í farmiða. Or Ölfusinn ií Rýfnndnalandsmið Við hittum Ingólf Konráðsson inn á Hressingarskála. Hann er á togara og var búinn að vera einn túr í landi. — Þér finnst gott að hvíla þig ögn frá sjósókninni. — Ég brá mér heim, — austur i Ölfus og ætlaði að vera i nokkr- ar vikur við heyskap. — Þú hefur náttúrlega farið í Forirnar. Þar kvað vera mok- slægja. — Nei, nei, það stytti varla upp allan þann tima, sem ég var fyrir austan. Það varð ekkert úr hey- skapnum. Svo er maður að fara út núna. — Til útlanda? — Nei, á Nýfundnalandsmið. Ég er á Hvalfellinu. Þú finnur vænt- anlega lyktina af aflanum frá Kletti. — Varstu á Nýfundnalandsmið- um í gaddinum í fyrravetur? —- Já, en við vorum nýlega snún- ir heim á leið, þegar versnaði fyrir alvöru. Við sluppum sæmilega. — Félagsskapurinn góður um borð? — Já, þetta eru ágætir náungar, unglingsstrákar flestir. Maður er að verða öldungurinn í liðinu. Annars langar mig til að komast a millilandaskip um tíma. Það er bara ekki svo auðvelt. — Teiknar föt og auglýsingar L rill heldnr komast í lijnkrnn Ég á hérna hundrað krón- - hjá Vikunni meina ég. Jæja. og — Fæ ég þá ekki hundrað- kallinn? verksmiðjuna Eygló, — aug- lýsingar líka. — Jæja, blessunin, svo að þú ert listakona. Ertu stúderuð í faginu? — Ég heí unnið við teikning- ar í Vélsmiðjunni Héðni, og svo hef ég lært smávegis í Hand- lðaskólanum og útskurð í verk- náminu. — Það var og. Sem sagt fjölhæf listakona. Þú skrifar kannski líka. — Jú, aðeins. — Smásögur? — Nei, lítið. — Aðallega lengri skáldsög- ur? — Nei, ég skrifa bara niður hugrenningar mínar öðru hverju. — Jú, rétt, og hvað ætlarðu að verða, „þegar þú ert orðin stór"? — Mig langar til þess að komast í hjúkrun. — Þykir það fint? — Það veit ég ekki, en ég held, að það sé göfugt starf. Maður lifir þá ekki aðeins fyr- ir sjálfan sig. — Akaflega er það fallegt sjónarmið. En hvað heitir frökenin, með leyfi að spyrja? — Ég heiti Rita Eriksen. — Ertu þá ekki íslenzk? — Dönsk í aðra ætt. — Jæja, það verður að hafa það. Þú skemmtir þér mikið, er það ekki? — Nei, ekki núna. Mamma er lasin, og ég tók hreingern- ingavinnu fyrir hana. — En Hjúkrunarkvennaskól- inn, —- er hann ekki hálfgert klaustur ? — Nei, það held ég ekki. — Þú heldur, að þú gangir út engu síður fyrir það. — Ég er ekkert að hugsa um Það. — Jæja. — En það er verst með hundraðkallinn. — Nei, það er ekki svo slæmt. Þú færð mynd af Þér í staðinn, og þakka þér kær- lega fyrir komuna.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.