Vikan


Vikan - 29.10.1959, Qupperneq 19

Vikan - 29.10.1959, Qupperneq 19
 /»» VjfTRAfí KAVUR Hér er tweed-kápa meÖ rauðref. Liturinn er grár með rauðum yrjum eða doppum. Það er sérlega lieppilegt bæði i ferðalög og fyrir konur, sem vinna úti, að eiga dragt úr sama efni og kápan, eins og sýnt er þessari mynd . Falleg og ldýleg vetrarkápa, sem henta myndi prýðilega í íslenzkri veðráttu. Bakki á hjólum Þegar saumaklúbburinn var hjá Elínu fyrir nokkru, urðu vinkonur hennar, sem þar voru komnar til skrafs og sauma, heldur en ekki hissa. Elín ók nefnilega kaffinu inn á borði, sem var á hjólum og féll svo einstaklega' vel við körfuhúsgögnin, sem hún hefur í herberginu sínu. Og Elín gat ekki á sér setið að segja þeim, hvernig borðið væri til komið. Það hafði, sagði hún. ekki kostað hana neitt nema eina tilskorna glerplötu, nefnilega sjálfa borðplötuna. Borð- fæturnir á hjólunum höfðu nefnilega verið undir vöggunni, sem Elín lá í fyrstu mánuði ævinnar. Af tilviljun hafði hún rekizt á vögguna uppi á háalofti og þá liomið þetta snjallræð; i hug. Það urðu líka not að sjálfri körfunni, -- móðir Elínar notar hana undir þvott. Auk þessa er ekkert því til fyrirstöðu, að Elin fái körfuna aftur hjá mömmu og komi henni fyrir á uppruna- legum stað, til að frumburður hennar fái einnig að hvíla, í sömu vöggunni, þegar Þar að kemur. Mamma vill það líka gjarna, því að karfan er gamali ættargripur og í henni hafa margir ættliðir fjölskyldunnr dvalizt fremst af æviskeiðinu. Pottaleppnr Hér koma tveir sérkennilegir pottaleppar í eldhúsið. ..Efni í pottaleppana: 4 stk. af gulu baðm- ullarefni, 15x15 sm; 2 stk. svampþynnur 13x13 sm; 2 stk. rautt baðmullarefni, 2,5x 2„5 sm; 4 stk. svart baðmullarefni 2,5x2,5 sm; svört skábönd, um 2 m. — Bezt er að hafa sömu efnistegund í pottaleppun- um og skreytingunni og að það sé efni, sem ekki hleypur. Við skulum fyrst sauma þann, sem ofar er á myndinni, hann á að tákna pilt. Takið eitt af gulu stykkjunum fjórum, og hafið það fyrir andlit. Takið síðan litlu stykkin, sem tákna augu og munn, og brjótið % sm inn af þeim í saumfar. Leggið þau þannig, að þau fari vel, þræðið og saumið niður með þéttum og sterkum bótasaumi. Augabrúnir og nasir skal sauma með svörtu garni og lykkjuspori. Leggið nú svampinn á rönguna, og tyllið honum gjarnan þar, sem lítið ber á, t. d. við augu og munn. Takið svo neðra borðið af pottaleppnum, og þræðið við það efra. Brjótið síðan skábandið saman í miðju og þannig, aft neðri brúnir komi örlítið út fyrir þá efri. Þræðið skábandið kringum pottaleppinn, byrjið efst og látið um 20 sm standa út fyrir hornið. Ahugið, að breiðari FYh. á bls. 34. Frakki úr ullar- mohair, bryddur með skinni og hnappar einnig klæddir með skinni; liturinn dökk- grár með grænum kemping. „sótthreinsandi" að skilja dálitið tann- krem eftir milli tannanna, en læknar mæla ákveðið á móti því. Fólk þarf að bursta tennurnar bæði kvölds og morgna, er þó er mun nauðsynlegra að gera það á kvöldin, því að ekkert fer jafnilla með tennurnar og þær bakteríur, sem fá óáreittar að vera í matarleifum í munninum næturlangt. Steinmyndanir á glerung tannanna á tannlæknirinn að fjarlægja, enda skyldu menn heimsækja lækninn ekkl sjaldnar en tvisvar á ári til þess að láta hann hreinsa tennurnar og að- gæta, hvort þær séu allar heilar. Þess verður að gæta, að tannburst- inn sé tandurhreinn. Bezt er að skola hann vandlega á allar hliðar að lok- inni notkun. Verði samt eftir harðn- að tannkrem við rætur burstans, er gott að láta har*i standa í vatni um nóttina, og leysia Þá tannkremið upp sjálfkrafa. ,r bninhterðdr Viðhald tannanna Að sjáifsögðu á tannlæknirinn að skera úr um það, hvort tannburstinn yðar skuli vera með mjúkum eða stíf- um hárum. En hvað sem því líður, ætti burstinn að hafa fremur lítinn haus, því að það auðveldar að komast að endajöxlunum. Réttast er að eiga tvo tannbursta og nota til skiptis, til þess að þeir þorni vel á milli. Hálf- blautur tannbursti er ákjósanleg gróðrarstía fyrir bakteríur. Beita skal tannburstanum upp og niður, en ekki þversum á tennurnar. Á þann hátt hreinsast bezt milli tann- anna. Til að bursta tennurnar að inn- anverðu er burstanum haldið lóðrétt- um og strokið frá tannholdi og eftir tönninni. Það styrkir holdið að bursta það einnig, en varast skal að rífa það upp. Þegar búið er að bursta, er munnurinn skolaður vandlega til að fjarlægja allar matarleifar og tann- kremið. Sumir hafa þá trú, að það sé Erúm við hræddar við að nota liti? Það erum við víst. Lítið í kringum yður á götunni, og þér sjáið konur klæddar gráum og „beige“-litum föt- um. Er það ekki oft svo, að við þorum ekki að hreyfa okkur af hræðslu við að velja rangan lit? Það er erfið list að umgangast liti og velja þá, sem við eiga. En hér er nú gott ráð: Við eig- um víst allar eftirlætiskjól eða peysu eða dragt, sem við höfum næstum því gatslitið. Liturinn var nefnilega rétt- ur. Þessi iitur gerði eitthvað fyrir okkur, — við tókum eftir því. Það var horft á okkur — og það með að- dáun. En gerir það nokkuð til, þótt við höldum okkur við svo passandi lit sem grunnlitinn? Það dugir ekki, að mað- ur líti alltaf eins út eða eigi að nota þennan lit alla ævi. Litur getur farið vel á yngri árum, en verið alrangur á fullorðinsárum. Hárið, — sem er mjög mikilvægt i þessu tilliti, þegar um það er að ræða að ákveða, hvaða litur er hinn rétti, — breytist, er árin liða. Húðin breytist einnig, og af Því leið- ar að breyta um lit, þegar hann hent- ir, að við verðum að vera reiðubún- ar okkur ekki lengur, og finna nýjan, sem fegrar okkur. En til allrar ham- ingju eigum við um fleiri liti að velja en liti regnbogans.- Það eru til hreinir litir og djarfir litir eða ein- faldir litir og látlansir Það eru til litir handa hverri okkar, ef við að- eins gefum okkur tóm til að finna þá. Sú brúneygða, sem heíur dökkbrúnt hár og dökkbrún eða ljós, hnotubrún augu og rjómalitan litarhátt, á ekki erfitt að finna liti, sem hæfa henni. Það má nærri segja, að það séu ekki önnur takmörk á vali hennar en hún verði að forðast þá liti, sem komi húð hennar til að líta gulgrá út eða gefi henni óþægilega harðan, appelsínugul- an blæ. Flestir rauðir litir munu fara vei hinni brúnhærðu, en eftirlætisblæ- brigði hennar munu vera Kína- rautt, geraníurautt, nellikurautt og Frh. á bls. 29.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.