Vikan


Vikan - 29.10.1959, Side 27

Vikan - 29.10.1959, Side 27
FJÖLBREYTT ÚRVAL: einlitir, fjöldi lita mynstraðir, og mynstra IwlCDZk (lll lilenzk viuiia jsknzku WILTON Gólfteppið er orðinn nauðsynlegur hlutur í nútíma húsbúnaði. Þrátt fyrir vandaða innréttingu, fallega liti og nýtízku húsgögn, verður íbúðin kuldaleg, ef gólfteppið vantar. Það er alkunnugt, að hægt er að komast af með mun færri húsgögn í stofu, sem lögð er gólfteppi. Og meir en það: Teppið er hægt að nota til þess að leggja áherzlu á fai- legan stól, borð eða gluggatjald, og raunar er það nauðsynlegur hlutur til þess að fá fram nákvæma og listræna litasamsetningu, en einmitt það er kjarni málsins í nútíma húsbúnaði. COLFTEPP ACERÐIM HA Skúlagötu 51 — Símar 23570 og 17360 gólfdrcglamir KLÆÐUM HORNA MILLI íbúðir Skrifstofur Skóla Kirkjur Samkomuhús jarðarlestinni, og það, standi yður fyrir einhverra hluta sakir lifandi fyrir hugskotssjónum? Dr. Norton strauk hökuna. Þetta var áreiðan- undarlegasta samtalið, sem hann hafði átt við sjúkling. — I gær sögðuð þér mér frá símahringingunum, sagði hann. — Þær voru hluti af ofsóknunum, og þær er þó hægt að rannsaka. Getið þér bent mér á fleiri ótvíræð merki um ofsóknir yður á hendur? — Já, svaraði hún. — Fyrir tveimur vikum gerðu þeir tilraun til að myrða mig . . . Hún var komin niður á neðanjarðarstöðina á ieiðinni á skrifstofuna. Hún var að hugsa með sjálfri sér, hvort hún ætti að segja upp stöðu sinni, — því að hvaða möguleika hafði hún til að komast hjá ofsækjendunum, þegar þeir vissu bæði heimilisfang hennar og einnig, hvar hún starfaði? Eins og venjulega voru þrengsli mikii á braut- arpallinum. Fólkið stóð í kös og beið þess, að lestin kæmi, og margir reyndu að troða sér fram- ar til þess að vera öruggir um að komast með næstu lest. .Margréti var ýtt ti] og frá í þvögunni. Hún reyndi að spyrna við fótum, og þegar lestin ko.-i í ljós, varð hún skyndilega smeyk um, að henni kynni að verða stjakað a]la leið út á tein- ana beint undir æðandi lestina. Einhver hafði lagt höndina á öxl henni. Henni yar þessi snerting alls ekki að skapi, en vissi, að ekki tjóaði að mótmæla henni hér i þrengslunum á brautarpallinum. Um leið og lestin kom á fullri ferð, íann hún höndina færast á milli herðablaðanna og þrýsta á. Hún ætlaði að víkja sér til hliðar, en höndin var þegar búin að hrinda henni áfram. Hún missti jafnvægið og hrasaði áfram með uppréttar hendur. Þetta andartak bjóst hún fastlega við, að yrði sltt síðasta. Við hlið hennar stóð hávaxin kona. Hún bjarg- aði lífi Margrétar með því að ná taki í kápu hennar og halda fast, þar til tveimur nærstöddum karlmönnum hafði tekizt að setja bakið í mann- fjöldann og þrengja honum aftur á bak. Sumir í hópnum sneru sér og horfðu ásakandi á þann, sem hafði með óaðgætni sinni næstum orðið vald- ur að slysi, en svo flýttu þeir sér upp i lestina, sem hafði numið staðar. Hún hafði tekið eftir manninum, rétt áður en hann ýtti við henni. Þetta var miðaldra maður í bláum fötum. Nú þrýsti hún sér upp að honum og kom í veg fyrir, að hann yrði meðal hinna síðustu, sem komust upp í lestina, áður en lestar- hurðunum var lokað. — Hvað á þetta að þýða? hrópaði hann reiður, um leið og lestin seig áf stað. — Þér gerðuð tilraun til að myrða mig. — Þér hljótið að vera gengin af vitinu, sagð' hann. — Sáuð þér kannski ekki, að ég var næstum komin út á brautarteinana ? — Jú, þér hafið líklega gengið of tæpt fram á brautarpallinn. — Og þá hrintuð þér mér.’Þér studduð hend- innni á bakið á mér og hrintuð mér. — Það var vissulega ekki ég, sem hrinti. Mað- urinn virtist alveg hissa á fullýrðingu hennar. — Hver ætti þá að hafa gert það? — Að vísu studdi ég hendinni við bakið á yður, en það var til að koma í veg fyrir, að ég þrýstist of nálægt yður. Og einhver fyrir aftan mig ýtti við handleggnum á mér, — en mér virtist það alls ekki nógu fast til að orsaka . . . Heyrið þér mig, er það álit yðar, að ég hafi gert tilraun til að myrða yður? — Hvað hefðuð þér sjálfur haldið í mínum spor- urn? sagði Margrét. En nú þegar var öryggið horfið úr röddinni. Maðurinn var mjög virðulegur að sjá. — Hér er nafnspjald mitt, sagði hann. Þar stend- ur, hvar skrifstofa mín er til húsa, og ég skal bæta heimilisfanginu minu á spjaldið. Lítið til mín, ef þér kærið yður um. — eða látið lögregluna í málið, ef yður sýnist svo. Finnst yður enn þá sennilegt, að ég hafi —- af einhverri furðulegri ástæðu reynt að myrða yður? Framhald í næsta blaöi. VITNI SAKSÓKNARANS. Framli. af bls. 11. þessar handahreyfingar hennar kækur. Samt hafði hann séð einhvern annan gera nákvæmlega þetta sama nýlega. Hver var það aftur? Mjög nýlega. . . . Hann tók andköf, þegar hann mundi skyndilega: Konan í Rents Stepney.... Hann stóð kyrr, og það var sem fellibylur færi um heila hans. Það var ómögulegt, — óhugsandi. En Romaine Heilger var leikkona. Þá gekk K. C. til hans og klappaði honum á öxlina. — Hefur þú óskað skjólstæðingi okkar ham- ingju? Það skall hurð nærri hælum hjá honum. Komdu, við skulum tala við hann. Er litli lögfræðingurinn hristi hönd hins af sér. Það var aðeins eitt, sem hann vildi gera, — sjá Romaine Heilger augliti til auglits. Hann sá hana ekki fyrr en nokkru seinna, og staðurinn, sem þau hittust á, skiptir ekki máli. — Svo að yður grunaði þetta, sagði hún, þegar hann skýrði fyrir henni allt, sem honum lá á hjarta. — Andlitið? Það var auðvelt, og gasljósið bar svo slæma birtu, að þér gátuð ekki séð andlits- farðann. — En hvers vegna? — Hvers vegna var ég ein á báti? Hún brosti dálítiö, er hún minntist þess, þegar hún notaði þessi sömu orð nokkru áður. —- Hvers vegna öll þessi sviðsetning? —■ Kæri vinur, ég verð að bjarga honum. Fram- burður konu, se n þótti vænt um hann, hefði ekk- ert dugað, — þér létuð sjálfur skína í það. En ég hafði nokkra þekkingu á sálarlífi fjöldans. Ef framburður minn yrði lokkaður út úr mér eins og'játning, sem sakfelldi mig samkvæmt bókstaf laganna, mundi samtímis skjóta upp kollinum samúð með fanganum. — Og sendibréfabunkinn? -— Eitt sér hefði hið mikilsverða bréf kannski virzt vera, — hvað kallið þið það? — uppstilling og gabb. — Og maðurinn, — þessi Max? ;— Hefur aldrei verið til, vinur minn. — Ég er enn þá á þeirri skoðun, að við hefðum fengið hann sýknaðan eftir, — ja, hvað á ég að segja, — eftir venjulegum leiðum. — Ég þorði ekki að hætta á það. Sjáið þér til, — þér hélduð, að hann væri saklaus. . . . — Og þér vissuð það? Ég skil, sagði Mayherne. — Kæri Mayherne, sagði Romaine, — þér skilj- ið alls ekki Ég vissi, — að hann var sekur!..... ENDIR VI K A N 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.