Vikan


Vikan - 29.10.1959, Side 29

Vikan - 29.10.1959, Side 29
SÖLUTÆKNI, Framli. af bls. 15. hefur eiginlega alltaf fundizt, að ég hefði ekert við hana að gera. — E.n nú skuluð þér líka komast á aðra skoðun! Berg tók við flösk- unni og sló tappann úr henni, svo að small við. — Fáið yður nú sæti hérna, ungfrú María, og svo sjáum ' við til ... Og myndirnar kviknuðu hver af annarri á sjónvarpsskyggninu, en að öðru leyti var myrkt í stofunni, — myrkt, hlýtt og notalegt. Axel Berg rabbaði og reykti vindilinn og skenkti koníak i glösin, jafnóðum og þau voru tæmd. María gerðist rjóð og heit í vöngum. Það var eins og hún veitti því ekki athygli, að Berg hafði tekið um hönd henni, — að minnsta kosti lét hún það afskiptalaust. Berg varð öðru hverju litið út • að glugganum, enda þótt hann léti ekki á því bera. Honum þótti sem hann heyrði hvað eftir annað þrammað þungum skrefum þar úti fyrir, en það var glymjandi hljómlist í sjónvarpinu, svo að það var ekki svo gott að greina það.... — Láttu ekki eins og kjáni, flissaði María og sleppti öllum þéringum. — Ég, sem er orðin hálfgerð kerling. — Mig langar til að eiga með þér skemmtilega og notalega stund, María, svaraði Axel Berg. ■— Og Það er tóm vitleysa, að þú sért....að þú sért farin að reskjast.... — Ég er að minnsta kosti ekki yngri en þú, flissaði María. — Ég vil ekki reyna að geta mér til um aldur þinn, en hitt veit ég, að þú lítur út fyrir að vera seytján ára — og ekki mánuði eldri, fullyrti Berg sölumaður. Og enn fyllti hann glös þeirra. Allt í einu varð Mariu ijóst, að sjón- varpssendingunni var lokið. Frá heið- um og ljósum skyggnisfletinum barst dauft skin um stofuna. Og María and- varpaði. — Þá er þetta búið, Axel. Fyrir fullt og allt.... — María.... Hún heyrði hvísllága, þýða rödd hans í eyra sér. — María, ... langar þig mikið til þess, að þú fáir að halda viðtækinu? — Það veiztu, Axel. Og þú veizt líka, að það getur ekkert orðið af því.. .. — Hvaða vitleysa.... Víst getur orðið af þvi. —Hvað segirðu.... hvað áttu eig- inlega við.... — Ég gæti til dæmis gefið þér við- tækið.....Maria. . . . Hún leit snöggt á hann. . . . í augu honum, sem störðu á hana þrungin yl og blíðu. Hún ætlaði að segja eitt- hvað, en hann varð henni fyrri til. — Kysstu mig, María, og þá er við- tækið þín eign. — Nei, nei.... kjáninn þinn.... Hún hörfaði undan, en hann var ekki á því að láta hana sleppa — Aðeins einn koss, María, bað hann og laut að henni, — aðeins einn koss, og viðtækið er þín eign.... Mariu svimaði. Koniakið hafði st!g- ið henni til höfuðs, tendrað bjarta og vermandi glóð í æðum hennar. — Já, en hefurðu ráð á að gefa mér slíka — Ég bæði meina það og hef ráð á því.... Maria, aðeins einn koss, og viðtækið er þin eign,.... heyrirðu það... • Og María lét hann ekki þurfa að ganga eftir sér lengur. Axel Berg hlaut þann koss, sem hann bað um, — koss, sem hann mundi áreiðanlega lengi muna, þvi að María var kannski ekki alveg eins óreynd í Þeim sökum og hún vildi vera láta Skyndilega hrökk hún við. — Axel, hvíslaði hún, — það er ekki dregið fyrir gluggana.... Axel Berg brosti. — Hvað gerir það til? Hver skyldi svo sem fara að ga>gj- ast inn til okkar? — Það er aldrei að vita.... Hún brá sér út að giugganum og dró tjöldin fyrir þá í snatri. Að því búnu hvarf hún aftur til Bergs, settist við hlið honum sem fyrr, og ástúðlegt bros lék um varir henni. — Einn koss er nú ekki mikil borgun fyrir heilt sjónvarpstæki, sagði hún. — Það er fullnaðarborgun, María. Að minnsta kosti kref ég ekki um meira, svaraði hann. — Ég er ekki neinn flagari, máttu vita. Og nú verð ég að hafa hraðan á, — því miður. . . . Það var ekki laust við, að Maria yrði fyrir vonbrigðum, þegar Axel Berg hvarf svona skyndilega á brott. Og þó.... ef til vill var það þeim báðum fyrir beztu, þegar allt var skoðað..... ekki gott að vita, hvar það kunni að lenda, þegar maður var kominn í slika stemmningu, — því að vitanlega var María nógu greind og reynd til að gera sér ljóst, að maður- inn meinti svo sem ekkert með þessu, ekkert alvarlegt, — svona fínn mað- ur. . . . Og samt sem áður hlaut hann að hafa meint eitthvað Hún hlaut að vera honum einhvers virði, fyrst hann vildi kaupa af henni einn koss við siiku okurverði. ■— Aðeins einn koss, María, og sjónvarpið er þín eign, hafði hann sagt. Já, það hafði hann sagt, — meira að segja hvað eftir annað. Sannarlega var ekki hægt að kalla slíkt annað en rausn, — stórkostlega rausn. Hann hlaut því að meina eitt- hvað meira. maðurinn. Það gat ekki hjá því farið. Það leið ekki heldur á löngu, áður en henni varð það ljóst. Kristinn kom til hennar inn í eldhúsið skömmu seinna, þar sem hún stóð við borðið og var að þvo upp kaffibollana og glösin. — Jæja. þá er siónvarpsviðtækið þín eign, María, mælti hann, en var- aðist að líta framan í hana. — Jæja, svaraði hún og fremur stutt. í spuna. — Og hvernig stendur á þvi, að þú segir það.... — Stendur á því? Ætli ég fari ekki nærri um það, — ég, sem keypti það handa þér. -— borgaði Það meira að segia út i hönd.... .— Hvað ertu að segia? Keyptir bú. . . . — Óiá, María. ég gerði Það. . . . Kristinn glotti við. — Heldurðu. að ég kæri mig um, að þessi flagari sé að flækiast hérna. . . . eft.ir það. sem ég sá til ykkar hérna inni í stofunni i kvöld? Nei. óekki. Ég boreaði honum upphæðina hérna úti á hlaði og sagði honum. að Það væri vissast fvrir hann að láta ekki sjá sig hérna oftar. . . . — Og hann hefur vitanlega heitið því? — Ekki bar á öðru. Eit.t andartak stóð María bungt huesi. Já. einmitt.... Það hafði þá verið bað. sem hann meinti....... að Voma út siónvarpsviðtækinu — og ekkert annað. Aðeins einn koss María, og viðtækið er bin eign. hafði hann bvíslað Og nú var komið fram, að hann bafði reiknað betta rét+ út,. Kristinn ræskti sig dálit;ð vand- ræðalega. — Viltu gera mér þann groíða. María. að minnast, ekkert á betta við hann Lárns bróður. ha. . . . 'f’að er ekki að vita. hvernig hann liynni að taka Því, skilurðu.... — Já, Kristinn, ég skal víst þegja. -— En hins vegar máttu gjarna muna það. að það var ég, sem gaf þér viðtækið, mælti Kristinn lágt, um leið og hann gekk út úr eldhúsinu. Hann hafði heyrt fótatak bróður sins úti fyrir og kærði sig ekkert um, að hann rækist á þau Maríu ein saman i eld- húsinu. Lárus kom inn frá mjöltunum. Það lagði af honum ramman mykjuþef. Hann gekk að vatnskrananum og tók að þvo sér. rabbaði við Mariu svona um allt og ekki neitt, þangað til hann Höfum ávallt til fjölbraytt úrval af GITURUM Otvegum einnig og seljum allar tegundir hljóöfæra Hljóðfsrov. Sígríðsr Helgodóttur Vasturver — Rtykjavfk — Simi: 11315. gat ekki lengur á sér setið. — Jæja, þá, er sjónvarpstækið það arna þín eign, María, sagði hann. María starði á hann. — Hvað kemur til, að þú segir þetta, Lárus? spurði hún undrandi. Lárus brosti gleitt. — Láttu mig vita það, María litla. Jú, ég stöðvaði hann hérna niðri á veginum og keypti af honum viðtækið, borgaði honum það út i hönd. Og ég keypti Það handa þér, María, mundu það.... Og mundu það líka að hleypa þessum kvennabósa áldrei hér inn fyrir dyr framar.... María svaraði ekki strax. Það var ekki laust við, að varir hennar herpt- ust saman. Hann hafði svei mér ekki tapað á þessum kossi, sem honum tókst að gabba hana til að gefa sér, þessi.... sölumaður.... Lárus ræskti sig vandræðalega ■—• En eins ætla ég að biðja þig, María. . . . að hafa aldrei orð á þessu við hann Kristin bróður. Það er aldrei að vita, hvernig hann kynni að taka þvi. . . . En hitt máttu gjarna leggja þér á minni, að það var ég, sem gaf þér viðtækið.... 4RV//D — Sagðir þú ekki Eva Elisakows- aretarewitchzakowaouy ? LITIR FYRIR BRÚNHÆRÐAR. Framh. af bls. 18. brúnin á skábandinu komi aftan á pottaleppinn. Þræðið nú skábandið þétt, ,og látið tvöföldu brúnina (sár- kantana) á pottaleppnum koma al- veg í brotið á skábandinu. Þræðið allan hringinn, og endið þannig, að 2J sm standi út fyrir hornið. Sting- ið nú tæpt í brún á skábandinu bæði kringum pottaleppinn og böndin, sem standa út fyrir. Bætið við í fléttuna einu stungnu ská- bandi, um 20 sm. Gangið frá flétt- unni með svörtum tvinna. Hinn pottaleppinn, sem táknar stúlku, skal sauma eins að öðru leyti en því, að lykkjur, sem tákna hárlokka, skal sauma við eyrun í stað fléttunnar á hinum. V I K A N 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.