Vikan


Vikan - 29.10.1959, Síða 35

Vikan - 29.10.1959, Síða 35
„Ég er hérna með tíkallinn," sagði Matthías Guðmundsson vistmaður á Elliheimilinu og rétti fram snjáðan, rauðan seðil. TIKALLINN ■ er FUNDINN ■ „Hvar er tíkallinn", „hver skyldi finna tikallinn" ... „er þetta tíkall- inn?“ — „nei, hver skrambinn — þetta er ekki sá rétti". Svipaðar upp- hrópanir hafa heyrzt viða síðan Gissur Gullrass gerði það heyrum kunnugt i 39. tölublaði VIKUNNAR, að hann myndi greiða þeim manni 50 tíkalla, sem kæmi með tiukrónu- seðil númer C.4.918.576 á ritstjórn- arskrifstofu blaðsins. Nú er rétti tíkallinn kominn fram — og hér er saga hans: Gissur kveðst hafa verið að kaupa karamellur handa Rasmínu i sölu- turni inni á Kleppsvegi, og þar kom honum af örlæti sínu hugmyndin um 50 tíkalla fyrir einn til hugar. Hann lét þegar til skarar skriða, og af- henti afgreiðslustúlkunni tiu króna seðil til greiðslu á karamellunum, en hafði áður tekið niður númer hans. „Hún hafði ekki hugmynd um, að hún var að taka á móti 500 krón- um“, sagði Gissur vinum sinum seinna og hló við. Síðan leið og beið, og Gissur var hálft í hvoru farinn að halda, að enginn myndi finna rétta seðilinn, en fyrir nokkrum dögum kom í ljós, að gamli maðurinn hafði aldrei slíku vant rangt fyrir sér. Inn á skrifstofu VIKUNNAR gekk um kaffileytið í rigningarsudda að venju eldri maður, og hélt sá á snjáð- um tiukrónaseðli. Hann kvaðst vera kominn hér fyrir annan, reyndist vera með réttan tikall, og við tókum hann tali. — Hvað heitir þú? — Matthías Guðmundsson. — Og hvar áttu heima? — Ég er vistmaður á Elliheim- ilinu. — Þú segist vera hér kominn í annars erindum? — Já, ég er hérna með tikallinn, en ég fann hann ekki sjálfur — það var ungur maður, sem einnig á heima á Ellilieimilinu, sem fann seðilinn. — Hvað heitir hann? — Unnsteinn Guðjónsson. — Er hann áskrifandi að Vikunni? — Nei, en hann kaupir alltaf blaðið. — Hvernig vildi það til, að hann fann tíkallinn hans Gissurar? — Ein af hjúkrunarkonunum á Elliheimilinu, Huld heitir hún, var að kaupa af Unnsteini sígarettu- pakka, og þurfti að gefa honum til baka. Hann gætti þegar á tíkallana, sem hann fékk til baka, eins og hann var vanur þá dagana, og sá, að hann hafði haft upp úr krafsinu rétta tíkallinn. Hjúkrunarkonan hafði ekki hugmynd um, að hún var að afhenda honum 500 krónur ... Þetta er sagan i stuttu máli. Við tókum auðvitað mynd af Matthíasi Guðmundssyni með hinn umrædda tíkall, greiddum honum síðan 50 tíkalla fyrir þennan eina rétta úr sjóði Gissurs Gullrass og í umboði hans. Gissur kveðst ánægður með þessi málalok og segist ekki frá því, að hann endurtaki þennan leik á næstunni. Nýtnku RSFH % eldavél í nýtítku eldhús 1.1. RAFTÆKIAVERKSHIDJAH IIAENARFIRÐI — SÍMAR: 50022 OG 50023

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.