Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 5
mála jafnvel einbeitnislegan lögreglusvip á sjálfa
sig með köldu blóði. Kristinn situr innarlega við
borðið.
— Finnst þér þú nokkuð hafa tekið niður fyrir
þig með þvi að flytja svona léttmeti, sjálfur óperu-
söngvarinn ?
— Nei, alls ekki, siður en svo. Ég hef bara
reglulega gaman af þessu.
— Hvernig fellur þér við lögin hans Jóns Múla?
— Alveg prýðisvel. Taktu til dæmis eftir lag-
inu, sem ég syng í hléinu eftir annan þátt. Ég
gæti vel sungið það á konsert. . . auðvitað með
öðrum texta.
— Heldur þú, að lögin eigi eftir að komast á
hvers manns varir, eins og sagt er?
— Ég efast satt að segja ekkert um það. Eitt-
hvað af þeim var til dæmis flutt í útvarpinu, í
Og Steinunn Bjarnadóttir verður að Stínu
Níelsen . . .
Kynbomburnar undirbúa sig undir fegurðarkeppnina. Talið frá vinstri: Valgerður
Gunnarsdóttir, Guðrún Högnadóttir, Svanhildur Jakobsdóttir, Carmen Bonitch.
þættinum hans Sveins Skorra, og ein stúlkan
á skrifstofunni hjá Vátryggingafélaginu, þar sem
ég vinn, kunni lagið daginn eftir.
— En snúum okkur að hlutverki þínu í „Rjúk-
andi ráði". Hvað vilt þú segja okkur um það?
—■ Já, ég leik Stefán Þ. Jónsson, sem er veit-
ingamaður, og svona hálfgerður... ja, hálfgerð-
ur skíthæll. Hann ætlar að reyna að
auka bisnisinn í fyrirtæki sínu með
því að láta fegurð dóttur sinnar laða
viðskiptavini í Stebbakaffi, Hann vill
umfram allt, að hún sigri í fegurðar-
keppni, sem fram á að fara, en til
að tryggja henni sigurinn, ætlar hann
að múta keppnisstjóranum. Það krefst
mikilla peninga, en ráðið til að afla
þeirra er að brenna gamla húseign,
sem hann á, og innheimta síðan vá-
tryggingaféð. Hann vill þó hvergi
koma nærri sjálfur, en fær aðra til
að annast framkvæmdir.
— Hefur komið til mála, að þú
tækir að þér fleiri hlutverk hjá
„Nýju leikhúsi"?
— Nei, það hefur ekkert verið á
það minnzt... en mér myndi bara
þykja gaman að því. Maður er þó
eitthvað að gera lífrænt.
— Það er víst ekki auðvelt að vinna
fyrir sér með söngnum hér?
— Það er ekki hægt að segja það,
nei. Ég get þó ekki betur séð en Það
ætti að vera hægt. Or þvi að sinfónían
er meðfram stofnuð með það fyrir
augum, að aðstoða við flutning söng-
leikja og Þjóðleikhúsinu einnig ætl-
að að sjá okkur fyrir slíku efni, þá
finnst mér einhvern veginn að ætti
að vera hægt að fastráða að minnsta
kosti fimm íslenzka söngvara . . .
„Við byrjum . . . leikarar á svið".
Fratnh. á bls. 34.
í NÓTT
RA SKAL FLJÓTT"