Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 29

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 29
ÉG HÉLT AÐ HAMINGJAN VÆRI FÖL FYRIR PENINGA Framh. af bls. 7. Líklega hefur Rebekka hugsað nákvæmlega hið sama. Hún horfði á mig, og það var ekki fyrirlitning í augnaráði hennar. Það var miklu fremur sorg, fannst mér. — Hvað verður, ef ég segi nei? spurði hún. — Hvað ertu að fara? spurði ég, mjög undr- andi. — Hættirðu þá að borga með Pétri og láta mömmu vera í búðinni? Ég starði á hana og skildi allt i einu, hvað hún hugsaði, — hvað hún hlaut að hugsa. Ég hafði í ákafa mínum horft fram hjá því, vegna þess að ég var með allan hugann við endalok málanna. Henni var auðvitað Ijóst, að ég hafði reynt að kaupa hana. I raun réttri hafði ég reynt að kaupa hamingjuna fyrir peninga. Bak við alla mína góðgerðarstarfsemi við Pétur og móð- ur hans var þráin eftir Rebekku. tig sleppti hendi hennar og sneri mér við, — kvaddi móðurina og Pétur í skyndi, en lofaði að aka honum til skólans daginn eftir, eins og talað hafði verið um. Nóttina eftir lá ég andvaka og hugsaði ráð mitt. Ég skildi, að Rebekka vildi ekki giftast mér. Ég vissi líka, að það var enginn annar í spilinu. Ekkert vildi ég fremur i veröldinni en vinna ást hennar, en ég fann, að það var tilgangs- laust að reyna frekar. Þrátt fyrir það datt mér ekki í hug að taka Pétur úr skólanum né at- vinnuna af móðurinni. Mér var hálfpartinn farið að þykja vænt um þau, — svona eins og móður og bróður. Stuttu síðar fól ég fulltrúa mínum yfirráð yfir verzluninni. Ég ætlaði til borgarinnar og reyna að selja fyrirtækið, — helzt giftum manni, sem nyti þess að búa i íbúðinni með fjölskyldu sína. Sjálfur ætlaði ég að koma á fót anarri verzlun í einhverri fjarlægri borg. Það gat ég vel, — ég var kominn í sæmileg efni. Ég hafði pakkað niður og var tilbúinn að fara, þegar móðir Rebekku kom til þess að þrifa. Ég hafði gleymt að láta þess getið, að hún þyrfti ekki að koma framar til Þess. — Ertu að fara i ferðalag? spurði hún. En þegar hún sá, að ég hafði pakkað meira niður en eðlilegt mátti teljast, varð hún kviðin á svip. --- Ég þarf mörgu að sinna og verð fjarver- andi nokkurn tíma, sagði ég. — Þú þarft ekki að koma oftar. Hún strauk af rykið, og svo fór hún. Hún kvaddi ekki hátíðlega, og ég var henni þakklátur fyrir það. Það hefði verið erfitt. Ég var farinn að hafa miklar mætur á henni. - Ég sendi sjálfur peninga í skólann, sagði ég, um leið og hún fór. — Og leiguna fyrir íbúðina getið þið lagt í banka. Ég vissi, að hún mundi fara að hugsa um þetta eftir á og þá ef til vill verða áhyggjufuli. En nú vissi hún það. — Verður þú fjarverandi í langan tíma? spurði hún utan frá dyrunum. — Það er ekki ákveðið enn, sagði ég, —- en ég fer með eilefu-lestinni. Rebekka stóð á brautarpallinum og beið eftir mér, þegar ég kom þangað, klyfjaður ferðatösk- um. Nú var ljós augna hennar enn með nýjum hætti. Nú var það hræðsla, — eins og hún óttaðist að missa mig. Hún kom þegar auga á mig, en rétt i sama andartaki kom lestin. Hún hefur jafnan skamma viðdvöl á stöðinni okkar, svo að Rebekka varð að hafa hraðan á. — Hvers vegna ertu að fara? s'purði hún mjög blátt áfram. Én hún gaf sér ekki tíma til Þess að bíða eftir svari mínu, — vissi það raunar, svo að það var óþarft. — Þú fórst í gær, áður en ég var búin að svara þér. Ég spurði þig, hvað mundi koma fyrir, ef ég segði nei. Nú vil ég aftur á móti spyrja þig, hvað verður, ef ég segi já? — Þá reyni ég að gera Þig eins hamingjusama og mig sjálfan langar til að verða, sagði ég. — Ég vil ekkert fremur en verða hamingjusöm, sagði Rebekka. — Og i sama mund ók lestin af stað, og ég stóð eftir á brautarpallinum hjá Rebekku. V I K A N ATLftS \ PHÖAGUM©] MVi-rattit ATLAS ATLAS AHTlfREEZE Fyrirbymir ryð Gufar ekki upp Lyktarlaus Stíflar ekki vatnskassa Veldur ekki skemmdum á gúmmíslöngum Ethylene Glycol OLIUFELAGIÐ H/F 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.