Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 35

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 35
Steinullarplötur og laus steinull í livers- konar byggingar. éinanar/ðúetur/ Þér fáiö einangrunarkostnaðinn end- urgx-eiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfan og þjóðfélagið i lieild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangr- að) mun notalegri vistarvera en hálf- kalt (illa einangrað). I töflunni er útreiknaður árlegur sparnaður í liita- kostnaði, ef einangruð er 100 m2 steinplata yfir íbúð- arhæð og þak yfir plötu er óeinangrað. Sé platan ó- einangruð kostar hita- tapið árlega 3é hún ein-i angruð með ! verður hita- steinull af i kostn. kr. þykkt: og sparnað- urinn kr. Og einangr- unarefnið kostar: kr. G cm steinulli 400,00 2.100,00 4.400,00 kr. 2.500,00 9 cm — 270,00 2.230,00 6.000,00 12 cm — 225,00 2.275,00 8.000,00 Útreikningarnir eru framkvæmdir i samræmi við það sem venja er til um slíka útreikninga, og er olíuverðið reiknað á kr. 1.00 pr. líter. Lækjargötu . Uafnarfirði . Sími 50975 Hjakoua lögmannsins Framh. af bls. 11. Ég finn, aö augu min eru þrútin. Ég hef ekki litið vel út í langan tíma, og meðaliö, sem Pémal læknir gefur mér, hefur engin áhrif til batnaðar. Samt sem áður held ég áfram að taka samvizku- samlega bæði dropana og töflurnar, sem standa í glösum i röð fyrir framan diskinn minn á mat- málstímum. Ég hef alltaf haft stór augu og verið höfuðstór, —• svo mjög, að það eru ekki nema tvær eða þrjár verzlanir í París, þar sem ég fæ nógu stóra hatta. I skólanum áttu þeir það til að líkja mér við gorkúlu. Við og við heyri ég braka í viðum svalanna á skrifstofunni, því að þær verpa sig í röku veðri. 1 hvert sinn lít ég upp. eins og ég búist við Því, að Viviane komi að mér við einhverja ósæmilega iðju. Enn þá hef ég ekki leynt hana neinu, og Þó ætla ég að fela þetta fyrir henni og læsa Það niður i skrifborðinu i herberginu mínu. Áður en ég byrjaði að skrifa, fullvissaði ég mig um það, að lykillinn að borðinu, sem enginn hefur notað fram að þessu, væri ekki týndur og lásinn væri í lagi. Ég verð að finna einhvern stað fyrir lykil- inn líka, til dæmis bak við einhverjar bækur í bókasafninu, — hann er svo stór, að ómögulegt væri að ganga með hann í vasanum. Ég hef tekið upp úr skrifborðsskúffunni minni Ijóslitaða skjalamöppu með nafninu minu og heimilisfanginu stimpluðu á. LUCIEN GOBILLOT lögmaður við Parísardómstólinn Quai d’Anjou 17 — París. Hundruðum saman eru slíkar möppur i skjala- skápnum, sem ungfrú Bordenave hefur umsjá með, allar meira og minna úttroðnar af sorg og harmi skjólstæðinga minna, og ég hikaði við að skrifa nafn mitt i línuna, þar sem nöfn skjól- stæðinganna standa á hinum. Loks skrifaði ég þar eitt orð og brosti háðslega um leið: ÉG. 1 rauninni er ég að byrja á minni eigin skýrslu, og Það er alls ekki óhugsandi, að einhvern tíma verði hún að gagni. Ég hikaði meira en tiu mínút- ur kvíðafullur, áður en ég skrifaði fyrstu setn- inguna, og fannst freistandi að byrja eins og á erfðaskrá: Bg undirritaður, heilbrigöur á líkama og sál . . . Því að í rauninni er þetta svipað erfðaskrá — eða öllu heldur, ég veit ekki, hvernig þetta verður að lokum, og hugsa um það með sjálfum mér, hvort á spássíunni muni verða hin leyndardóms- fullu merki, sem ég nota við skjólstæðinga mína. 1 rauninni er það venja mín að punkta niður meginefni þess, sem skjólstæðingarnir segja við mig, hið sanna og hið ranga, hálfsanna og hálf- logna, ýkjurnar og lygarnar, og um leið skrifa ég hjá mér þau áhrif, sem þeir hafa á mig, og geri það út á spássíurnar með merkjum, sem enginn skilur nema ég. Ég er að reyna að gera gys að sjálfum mér, en ekki meðhöndla mig á sama hátt og sorglegt mál fyrir rétti. En hvers vegna skyldi ég þá þurfa að útskýra sjálfan mig á blaði? Fyrir hvern? Til hvers? Kannski ætlast ég til þess, að þetta komi að gagni, þegar í nauðir rekur, eins og sagt er, — að þetta yrði vörn min, ef allt færi illa. En getur þetta endað nema með ósköpum? Meira að segja hjá Viviane verð ég var við tilfinn- ingar, sem alltaf hafa verið henni fjarri og gera hana vorkunnarverða. Hún veit ekki heldur, hvað Verið þið nú svo elskulegir að taka með gkkur fiðluna konunnar minnar. bíður okkar. En hún skilur samt, að þetta getur ekki haldið svona áfram og eitthvað hlýtur að gerast, hvað svo sem það verður. Pémal lækni, sem hefur haft eftirlit með mér í fimmtán ár, grunar þetta líka, og ég er viss um, að hann skrifar lyfseðlana fyrir mig án allrar sannfæringar. Þar að auki setur hann upp þetta káta og glaða yfirbragð, sem hann felur sig áreiðanlega á bak við, þegar hann kemur til dauðvona sjúklinga. — Hvernig er heilsan í dag? Ágæt. Ekkert að — og þó í rauninni allt. Siðan talar hann um, að ég sé orðinn fjörutíu og fimm ára, og minnist á, hve ég hafi alltaf lagt hart að mér við vinnu og geri enn. Svo reynir hann að vera fyndinn: — Sá tími kemur alltaf, að jafnvel hin sterkasta og nákvæmasta vél þarfnast einhverrar minni háttar viðgerðar . . . Hefur hann heyrt um Yvette? Pémal umgengst ekki sama fólkið sem veit allt um einkalíf mitt. Þar að auki er þetta ekki allt vegna Yvette. Svo að maður noti hans eigin orð, þá er sjálf vélin ekki í lagi og hefur ekki verið siðustu vikur né síðustu mánuði. Ætla ég að halda þvi fram, að ég hafi vitað i tuttugu ár, að þetta mundi fá illan endi? Það mundu vera ýkjur, en ekki þó meiri ýkjur en ef ég segði, að byrjunin hefði verið með Yvette fyrir ári. Ég ætla . . . x-x-x-x Konan mín kom niður rétt í þessu, klædd svört- um kjól undir minkaskinnskápunni og með litla blæju, sem gefur efri hluta andlits hennar leynd- ardómsfullan blæ. Ég fann lyktina af ilmvatninu hennar, þegar hún kom upp að mér. — Heldurðu, að þú komir að sækja mig? — Ég veit ekki. — Við gætum borðað úti á eftir. — Ég hringi til þín. Sem stendur vil ég helzt vera einn með sjálfum mér hér í horninu. • Varir hennar snertu enni mitt, og síðan gekk hún rösklega til dyra. — Sé þig seinna. Hún spurði ekki, að hverju ég væri að vinna. CFramh. í næst.a. blaöi). V I K A N 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.