Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 4

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 4
Þepcar hlé verður á sýningunni, fær prímadonnan, Guðrún Högnadóttir, sér „smók“ í hringstiganum upp í búningsher- bergi kynbombanna. Krisiinn Hallsson breytir sér með nokkrum pensilstrikum í Stefán Þ. Jónsson veitingamann og stórbraskara. „KOFINN „Ef leikhúsmenning vorri fólkið fagnar, þá fussa helztu gáfnaljós; en það er nóg ef Ásgeir minn og Agnar um okkar stykki skrifa hrós. Þeir munu finna strax á sjálfum sér, þá sönnu list er birtist hér. Já, það er nóg ef Ásgeir minn og Agnar um okkar stykki skrifa hrós ...“ Karlmannleg baryton-röddin smýgur út í hvert horn þéttskipaðs áhorfendasalar, menn spenna makindalega greipar framan á ýstr jnni en konur leggja hönd undir kinn. Allir hlusta. Þjónarnir eru meira að segja hættir að servera á borðin í bili, en hópa sig frammi við „buffið“. Einn og einn þeirra, se n til þekkja, hugsar með sér: „Mikið skrambi hefur hann Múli verið heppinn með þetta lag.. . eða kannske er þetta ekki heppni. Kannske er maðurinn tónskáld ...“ „Já, það er nóg ef Ásgeir minn og Agnar um okkar stykki skrifa hrós ...“ Þetta er í Framsóknarhúsinu, þar sem verið er að sýna söngleikinn „Rjúkandi ráð“, og við ætlum að bætast í hóp þeirra, sem „skrifa um stykkið", eins og segir í vísunni sem Kristinn Hallsson syngur í hléinu eftir annan þátt. Kristinn er reyndar ekki „hann sjálfur" þarna á sviðinu, heldur kemur hann fram í gervi Stefáns Þ. Jónssonar, veit- ingamanns og Iánveitanda, sem rekur veitingahúsið Stebbakaffi. Tjaldið fellur. Kristinn hefur nokkurra mínútna hlé, og við gripum hann í búningsherberginu undir leiksviðinu. Þar sitja menn við langborð og horfa á sjálfa sig í speglum, meðan þeir bera farðann framan í sig af list, og breyta eigin ásjónu í glæpEynannsandlit, harðsoðið bisnisfés eða Frá vinstri: „ . . . breyta eigin ásjónu í glæpamannsandlit, eða mála á sig einbeitnislegan lögregfnsvip með köldu blóði . . .“ Erlingur Gíslason og Jón Kjartansson. — „Leikarar á svið . . . við byrjum“. Leikstjórinn við Ijósatækin. — Sigurður Ólafsson með lögregluhundinn Úlf, sem lcikinn er af fallegum kjölturakka.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.