Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 24
Hver býv til snjókornin?
Snjórinn félJ í stórum, hvítum flygsum.
Hann . féll algerlega hljóðlaust. Hver flygsan
lagðist yfir aðra, og brátt myndaðist mjúkt,
hvítt teppi yfir engi og tún.
Kristján og María stóðu við gluggann og
horfðu á dans snjókornanna. Loks sagði
Kristján:
Hvaðan kemur allur þessi snjór, hver býr
til snjóinn?
Nú komu Bjössi bangsi, Hermann trébrúða
og Ása tuskubrúða að glugganum og litu út.
Ég held, sagði bangsi og reyndi að tala virðu-
lega, —' ég held, að snjórinn sé búinn til í
fyrirtæki.
Hvað áttu við með því? spurði Hermann
tréhrúða.
Ja, sagði Bjössi bangsi, það þýðir það, sem
það er.
Ég skil alls ekki neitt,
Ekki heldur ég, sagði Ása tuskubrúða.
Bjössi bangsi á víst við. að fyrirtæki sé hið
sama og verksmiðja. 1 verksmiðjum eru búnir
til ýmsir hlutir, og Bjössi bangsi heldur, að
snjórinn sé búinn til í verksmiðju.
Já, kannski er það þetta, sem ég á við, eða
lika eitthvað annað, sagði Bjössi hugsi og
hristi höfuðið. Ég er ekki viss um, hvað ég
á við, fyrr en ég hef hugsað um það í þrjá
eða fjóra daga.
Einmitt þá kom Miinchausen barón út úr
bókahillunni, þar sem hann átti heima í bók.
Hann var lágvaxinn, fjörlegur maður með smá
augu. Hann var með einglyrni. Þegar hann sá,
að vinir hans stóðu við gluggann og horfðu á
snjóflygsurnar, gekk hann til þeirra.
Ég sé, sagði hann, að þið eruð að furða ykk-
ur á, hvaðan þessar fallegu, hvitu snjóflygsur
koma og hver búi þær til?
Þær eru búnar til i verksmiðju, sagði Bjössi
bangsi, — snjóflygsuverksmiðju.
Kæri Bjössi bangsi, sagði Miinchausen barón
vingjarnlega, þú hefur alveg rangt fyrir þér.
Hver býr þær þá til? spurði Bjössi bangsi.
Hver er það, sem framleiðir þær?
Það gerir vinur minn, sagði Miinchausen
barón. Hann heitir, — og það er alveg satt, —
Jón.
Jón, hrópuðu allir í herberginu.
Munchausen barón kinkaði kolli.
smiðinn, er, að hann býr til snjóflygsurnar
úr regndropum.
Hvernig fer liann að því, Múnchausen barón?
sagði María, — ef liann þá gerir það, bætti
hún við.
Maria trúði alls ekki því, sem Múnchausen
barón sagði.
Ég hef oft reynt að komast að þvi, sagði
Múnchausen barón dapurlega. Ég hef gægzt
inn í smiðjuna hans. Þar hafði hann tunnur
með regndropum. Og hann hafði hamra og
sleggjur og steðja og afl. Ég gæti trúað, að
hann legði regndropana á steðjann og berði þá
flata og hvíta og síðan blési hann þeim út um
dyrnar með físibelgnum sínum. En ég hef aldr-
★
★
Hvi þá ekki Jón, vinir mínir. Hvað er svo
undarletd við það, að einhver, sem heitir Jón,
skuli búa til snjóinn? Jón er smiður og smíð-
ar úr járni. En hann býr líka til snjó. Eg kalla
hann snjósmið.
Enginn í herberginu hafði nokkru sinni
heyrt getið um snjósmið. En þrátt fyrir' þetta
hélt Múncliausen barón áfram:
Það, sem er undarlegt við vin minn snjó-
ei séð vel, hvernig hann fer að þvi.
Öllum i herberginu fannst þetta hljóma dá-
lítið einkennilega, en enginn sagði neitt.
Siðan fór Múnchausen barón á sinn stað í
bókahillunni.
Hugsa sér, hvað hann er skrýtinn, sagði
Bjössi bangsi. Ég held ennþá, að snjóflygs-
urnar séu búnar til í vcrksmiðju.
Hvað haldið þið?
24
VIKAN