Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 14

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 14
NICO DE BRUYN, sem gróf eftir gimsteinum og fékk tuttugu skildinga i daglaun, hafði loks rekizt á gimstein með haka sínum. Hann lá þarna í kvarzdyngjunni, og það geislaði af honum. Gimsteinaleitarmennirnir unnu undir eftirliti lögregluþjóns úr suður-afrísku riddaralögreglunni. Þeir grófu upp malarás, og til að sjá var eins og maurasægur mjakaðist upp hæðardragið, þar sem þeir stóðu kengbognir með haka sína og hrífur, klæddir brúngráum kakífötum. Það var ríkið, sem átti þessa gimsteinanámu við Alexandersflóa. Verkamennirnir voru allir haldnir gimsteinaæði að meira eða minna leyti. Það var eingöngu þess vegna, að þeir höfðu farið úr sæmilega góðri vinnu við þægilegar aðstæður til þess að strita eins og þrælar í brennandi sólskininu í Namaqua- landi. 1 sex mánuði samfleytt urðu þeir að búa við sömu skilyrði og glæpamenn í þvingunarvinnu, innan hárra gaddavírsgirðinga og undir ströngu eftirliti þrautþjálfaðra og skarpskyggnra lögreglu- manna. Og allt þetta lögðu þeir á sig fyrir þá von eina, að þeim mætti auðnast að finna nokkra gimsteina og smygla þeim út fyrir girðinguna þrátt fyrir stöðugt lögreglueftirlit og nýtízku-varúðarráðstaf- anir, eins og til dæmis gegnumlýsingu, og að þeim mætti siðar, þegar hinn samningsbundni starfs- tími þeirra I námunum væri úti, takast að selja þá fyrir of fjár. Auk þess sem þeir voru búnir hökum og járn- hrífum til starfsins, hafði hver þeirra um sig litla skjólu meðferðis, og var svo til ætlazt, að þeir létu í þær þá gimsteina, er þeir kynnu að finna, — og hvergi annars staðar. En á þessum hrjóstruga stað, þar sem ríkisstjórnin hafði efnt til gimsteina- náms fyrst og fremst i því skyni að lækka verðið á alþjóðlegum markaði, var tiltölulega auðvelt fyrir verkamennina að komast yfir einn og einn af Þessum geislandi steinum. NICO DE BRUYN laumaði gimsteininum I vasa sinn, þar sem þrír aðrir voru þegar fyrir. Nú er komið nóg af svo góðu, hugsaði hann og tók að róta í kvarzdyngjunni með hrífu sinni. Það er ekki vert að reyna að skjóta mörgum undan í einu. Þá kemur bunga á vasana ,og lögregluþjón- arnir geta veitt því athygli. Að bera þá svo á sér, — það er ekki um svo marga felustaði að ræða, sem lögregluþjónunum er ekki þegar kunnugt um. Látum okkur nú sjá, — hvað skyldi ég geta fengið fyrir þá þessa á svarta markaðin- um? Fimmtíu sterlingspund fyrir karatið, það er gangverðið þar, og ætli þessir fjórir steinar vegi ekki alltaf tvö hundruð karöt samtals? Það mundi gera tiu þúsund sterlingspund. Hamingjan sanna — það er þess vert að leggja dálítið í hættu fyrir slíka upphæð. Ég gæti keypt mér húseign eða jörð, ef til vill gerzt einn af aðalhluthöfunum í einhverju gróðavænlegu fyrirtæki . . . og eftir það gæti ég svo notið lífsins i ró með fallegri stúlku. — En hvernig á ég svo að fara að þvi að smygla „geislaglitinu" út fyrir girðinguna? Nico dreymdi um mikil auðæfi eins og alla aðra sem fengust við að grafa eftir demöntum. En hann lét sér ekki nægja að dreyma dagdrauma — hann byrjaði á ráðagerð NÚ kom bíllinn með hádegisverðinn. Snögg- klæddur lögregluþjónn sat við stýri. Mennirnir heilsuðu honum með fagnaðarhrópi, vörpuðu frá sér hökum og hrífum og þyrptust að til að fá hver sinn skammt af brauði og osti og krukku af lútsterku kaffi. Nico de Bruyn settist í forsælu undir tré og tók að jóðla brauðið og sötra í sig kaffið. Nokkrir af vinnufélögum hans komu til hans og tóku sér sæti hjá honum. — Nú áttu ekki nema mánuð eftir hérna, sagðl einn þeirra við hann. — Hvað ætlastu svo fyrir? — Hann hugsar ekki um annað en komast sem fyrst til stelpugæsanna í Jóhannesarborg, mælti annar 1 gamni. — Sérðu það ekki kannski á augna- ráðinu? Nico brosti, en sagði ekki neitt. Ég veit ósköp vel, að þið eruð allir að glíma við lausn sama vandamáls og ég, hugsaði hann með sér. Ætli ég fari ekki nærri um það, að þið gangið allir með einn eða fleiri gimsteina á ykkur — eða hafið komið þeim fyrir á einhverjum felustað. Og ætli „löggan" fari ekki líka nærri um það? Allir þeir lögregluþjónar, sem hérna starfa, verða áður að hafa verið á sérstöku námskeiði, þar sem þeir eru látnir kynna sér öll hugsanleg brögð til gimsteinasmyglunar. Jú, „löggan" fer nærri um það, að við höfum allir skotið undan nokkrum gimsteinum. Og hún veit lika, að það fer svo, að við gröfum þá aftur í jörð, áður en við förum héðan, vegna þess að Það er ekki nokkur lífsins leið fyrir okkur að smygla þeim út fyrir girð- inguna. EINS og til staðfestingar þessum þönkum hans fór einn af félögunum að ræða þetta mál, sem var stöðugt á dagskrá hjá þeim, gimsteinaleitar- mönnunum, þegar þeim gafst tóm og næði til að tala saman. — Það var náungi, sem tókst að smygla gim- steini á sér gegnum röntgenskoðunina, skömmu eftir að ríkisstjórnin hóf hér námuvinnslu, sagði hann. — Ekki legg ég neinn trúnað á það . . . — Þú neyðist nú til þess samt. Taktu eftir því, sem ég segi. Það var einn af þeim í „löggunni", sem sagði mér það. E'ns og þið vitið, þá koma þeir, nokkrum dögum áður en samningstími manns er runinn út, koma fyrirvaralaust og fara með mann rakleitt úr vinnunni inn i gegnumlýsingar- klefann Maður verður að klæða sig úr hverri spjör, svo taka þeir röntgenmyndir af manni hátt og lágt og rannsaka fötin. tusku fyrir tusku. — Jú, maður hefur hevrt það. Ætli það verði svo ýkjalangt, þangað til Nico verður að ganga í gegnum þann hreinsunareld? — Jú, kemur heim. En þessi náungi, sem ég er að tala um, hann hafði gimsteininn enn á sér, þegar hann kom út úr gegnumlýsingarklefanum. — Og hvernig í fjáranum fór hann að því? — Já. það er ein,vntt það. Hann hélt bara á honum f hendinni — allan tímann. Þeim datt aldrei í hug að taka röntgenmynd af hendinni á honum, þótt þeir mynduðu hann og leituðu á honum alls staðar annars staðar. Hann hélt bara á honum i lauskrepntum lófa . . . sisvona. Og um leið og þeir fengu -honum fötin, laumaði hann honum aftur í vasann. — Og tókst svo að sleppa með hann? , — Nei, það var nú meinið, og fyrir það varð bragðið uppvíst. Nei, sko, — einn af „löggunum" komst að raun um það. þegar hann skoðaði fötin hans, að það var örlítið gat á einum vasanum. Og hvað haldið þið, að hann geri? — Hann stækk- ar gatið. Og þar sem það var einmitt i þessum vasa, sem náunginn hafði alltaf borið gimsteininn,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.