Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 34
eða annað fallegt, sem unga stúlkan þarf, eigum við senni-
lega tilbúið „McCallsnið“ sem yður líkar og auðvelt er
að sauma eftir. Flest sniðin fyrir ungu stúlkurnar eru
teiknuð af tízkuteiknaranum Helen Lee sem fékk Pulitzer-
verðlaunin 1959 fyrir þessar teikningar sínar.
Crval af efnum.
Úrval af smávörum.
Tízkuhnappar. Póstsendum.
ALLT A EINUM OG SAMA STAÐ.
\
Skólavörðustíg 12. Sími 1 94 81.
„KOFINN I NÓTT
FUÐRA SKAL FLJÓTT“
Framh. af bls. 5.
Leikstjórinn hleypur másandi og blás-
andi ýmist up pá loft, þar sem „kyn-
bomburnar" eiga sér samastað, eða
niður i kjallara, þar sem lögreglu-
menn og rónar sitja hlið við hlið.
Við kynnum leikstjórann: Flosi Ólafs-
son. Það þekkja margir hann af út-
varpsleikritum, einkum kannske
vegna vissrar persónu, sem nefndist
Danni, og landsfræg varð, en hann
vill víst ekki, að við séum neitt að
nefna það á nafn. Við verðum að
rabba við hann. „Ekki núna ... rétt
bráðum .. . bíðið þið bara ... ég kem
bráðum . .. leikarar á svið. Við byrj-
um“. Það er víst aldrei hægt að kom-
ast hjá þessari sérstöku taugaspennu,
sem ríkir að tjaldabaki rétt áður en
tjaldið er dregið frá, hvað sem leik-
ararnir eru vanir, hugsum við. En
sýningin hefst, og þá er enginn
„nervus" lengur. Og Peeper B. Rac-
kets, fulltrúi Heimsfegurðarráðsins,
þarf ekki að vera á sviðinu í bili, svo
að við náum tali af honum. Það er
Flosi, sem leikur fulltrúann. Hann
er orðinn Kaliforníubrúnn á hörund
og kominn í gæjaskyrtu, sem hengsl-
ast niður af breiðum öxlum og lafir
utanyfir buxurnar. Ennfremur setur
sólskyggni á enninu svip sinn á full-
trúa Heimsfegurðarráðsins.
— Hvernig gengur?
— Þetta gengur alveg stórvel.
— Hvað ætlið þið að hafa margar
sýningar?
— Við ætlum að hafa hundrað og
tuttugu sýningar . ..
— Eínmitt?
— . . . og svo förum við öil á sild!
— Hvað viltu segja okkur um höf-
und „Rjúkandi ráðs“?
— Svei mér þá, ég veit bara ekki
hver Pír Ó. Man er. Ég hef fengið
handritið alltaf sent bara í pósti,
sko! Jafnóðum, sjáðu til. Á hverjum
þriðjudegi fékk sendingu, meðan á
æfingunum stóð, smábút af leiknum
í hvert sinn!
Það er kannske ástæða til að skjóta
því hér inn, að Flosi er maður glett-
inn, og ef til vill ekki ástæða til að
taka allt, sem hann segir hér bókstaf-
lega. En upplýsingar um hinn dular-
fulla Pír Ó. Man var ekki nokkur leið
að fá hann til að gefa, hvort sem
hann hefur nú fengið handritið í pósti
eða ekki. Við ræðum enn við Flosa.
— Hefur ekki eitthvað skemmtilegt
borið við hér að tjaldabaki, síðan þið
byrjuðuð sýningar?
— Ég skal segja ykkur eina sögu.
Hún er um hundana.
— Hvaða hunda?
— Hundana, sem leika í leiknum,
auðvitað. Þeir eru geymdir hérna
niðri, sjáið þið til, eiga hér heima
meðan á þessu stendur. Eitt kvöldið
gat aðal prímadonnan ekki komizt að
snyrtiborði sínu, að því er hún sagði.
Við fórum að rannsaka hvað það væri,
sem fældi primadonnuna frá, og
komumst að raun um, að hundarnir,
meðleikarar hennar, voru búnir að
bía þar allt út. Lögregluhundurinn
Úlfur, sem er leikinn af litlum og
fallegum kjölturakka, setti upp sitt
blíðasta bros, og þar sem erfitt var
að ná í annan til að taka að sér hlut-
verkið, slapp hann með áminningu.
— En hvernig er það, verður manni
ekki boðið hér á sýningu?
— Það getur vel komið til greina
svona með vorinu, þegar fer að hægj-
ast um ... segir Flosi og brosir breitt.
Við viljum ekki eyðileggja ánægj-
una fyrir væntanlegum gestum „Nýs
leikhúss" með því að ræða hér efni
söngleiksins „Rjúkandi ráð". Það er
bezt að hver sjái fyrir sjálfan sig. Við
látum nægja, að geta leikendanna.
Einar Guðmundsson fer með hlutverk
Lárusar Lýsól, sem er vínhneigður
æskumaður, Guðrún Högnadóttir er
prímadonnan, sú sem ekki vildi setj-
ast við útbíaða snyrtiborðið, Stein-
unn Bjarnadóttir leikur Kristínu Níl-
sen, þvottakonu, móður strokufang-
ans Skarphéðins Nílsen, sem leikinn
er af Erlingi Gíslasyni. „Hann er sér-
fræðipgur í innbrotum", sagði Erling-
ur við okkur niðri í búningsherbergi,
„og hefur unnið það helzt sér til
frægðar, að brjótast oft út úr stein-
inum. í leiknum fremur hann
sautjánda útbrotið".
Sigurður Ólafsson og Jón Kjartans-
son leika lögregluþjónana, sem
syngja m. a.:
Við erum komnir alveg eins og skot,
ef menn fremja lagabrot,
og þegar óeirðir verða
alla við lemjum í rot.
Sérhvern dauðadrukkinn mann,
sem drukkið hefur spritt með sann,
sveipum við Samverjans örmum
og setjum í Kjallarann.
Breiðir um herðar og háls
höldum í strætinu vakt,
jafnan með pomp og pragt,
pössum að ganga í takt.
Bófar þó brúki sín trikk,
blekkja þeir oss ekki par.
Gefið af guði oss var
gáfnafar.
Þá er eftir að geta kynbombanna,
sem koma fram í fegurðarkeppninni,
auk Guðrúnar Högnadóttur. Þær eru
leiknar af Svanhildi Jakobsdóttur,
Carmen Bonitch og Valgerði Gunn-
arsdóttur.
Ef ég verð send í keppnina hjá
Könum,
ég komast skal í hjónaband,
því milljónerar eru þar á þönum
um endilangan Langasand ...
Og geimin eru feiknaflott hjá Könum
og fínn’ en þau sem vér höldum.
Þar drekka sumir sjússana úr
krönnm,
en sumir upp úr keröldum ...
Og hinn islenzka keppnisstjóra feg-
urðarkeppninnar leikur Reynir Odds-
son. Loks hefur Magnús Ingimarsson,
sem stjórnar hljómsveitinni, útsett
alla söngvana, meðal annarra loka-
sönginn:
Vesturför nú verður háð,
kallar oss heim
Kaninn í geim.
Mikil er hans dýrð og dáð.
Hann veit sitt rjúkandi ráð.
Kveðjum okkar ísaláð.
See you later
alligator.
Lifðu vel í lengd og bráð,
vittu þitt rjúkandi ráð.
Dregur oss burt
dollarans land.
Liggur vor leið
langan á sand.
Allsnægtum þar
á oss mun stráð,
meðan við vitum vort rjúkandl
ráð.
Gömul fasteign hrum og hrjáð
háu verði getur náð,
ef maður hana gegn eldsvoða
tryggir
og veit svo sitt rjukandi ráð ...
gaukur.
YIKAN