Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 10
— Ætlar þú út í dag? spurði konan mín. Ný framhaldssaga FYRSTI KAFLI. Sunnudagur 6. nóvember. Það var fyrir tæpum tveimur klukkustundum. Við höfðum farið inn í setustofuna til að drekka kaffið eftir matinn, og ég stóð svo nærri glugg- anum, að ég fann fyrir kuldanum og rakanum, sem frá glerinu lagði, þegar ég heyrði konuna mina segja: — Ætlar þú út í dag? Unga gíeðikonan Yvette reynir að fremja rán. Það mistekst, og hún leitar til þekkts lögmanns og býður sjálfa sig að launum, ef honum takist að fá hana sýknaða. Hann tekur boðinu, leggur lögmannsferil sinn í hættu, en fær hana dæmda sýkna saka . . . Þetta er saga eftir hinn fræga, belgíska i'ithöfund, Georges Simenon. Eins og næstum 200 aðrar skáldsögur hans liefur þessi verið kvikmýnduð, og eru aðal- leikarar myndarinnar kynntir hér að neðan. Kvikmyndin verður sýnd í Trípólí- bíói að lokinni birtingu hér. Ekki þarf að taka það fram, að sagan er æsispenn- andi og einkar frönsk, og auðvitað er ráðlegast að fylgjast-með frá byrjun. 1 þetta sinn virtist mér þessi einfalda og algenga setning hafa einhvern annarlegan undirtón, eins og milli orðanna væru faldar hugsanir, sem hvorki ég né Viviane þyrðum að láta uppi. Ég svaraði ekki þegar i stað, — ekki vegna Þess, að ég væri ekki viss um, hvað gera skyldi, heldur var ég andartaksstund gripinn þeirri tilfinningu, að gátur mannlífsins lægju ljósar fyrir mér en endranær. Að lokum hlýt ég að hafa stamað: — Nei, — ekki í dag. Hún veit, að ég hef enga ástæðu til að fara út. Hún hefur getið sér þess til — eins og alls annars. Ef til vill lætur hún líka fylgjast með gerðum mínum og ferðum. Ég áfellist hana ekki fremur fyrir það en hún áfellist mig fyrir það, sem gerzt hefur. Um leið og hún spurði, starði ég út í kalda og ónotalega rigninguna, en nú hefur rignt hér i þrjá daga, nánar tiltekið frá allraheilagramessu. Flæk- ingur gekk fram og aftur á gangstéttinni fyrir handan og barði sér á lær til að halda á sér hita. Einkum fylgdist ég þó með fatahrúgu undir steinveggnum og reyndi að geta mér þess til, hvort hún væri á hreyfingu eða hvort það væri aðeins missýn, sem orsakaðist af titringi loftsins og regndropunum. Fatahrúgan hreyfðist. Ég varð fullviss um það stuttu síðar, þegar handleggur teygði sig upp úr hrúgunni, síðan kvenmannsandlit, umkringt tæt- ingslegu hári. Maðurinn nam staðar, sneri sér að vinkonu sinni, guð veit til að segja hvað, en dró síðan fram hálffulla flösku, sem falin hafði verið milli tveggja steina, og er konan var setzt upp, fékk hún sér vænan slurk úr flöskunni. Aðalpersónur sögunnar: Þau tíu ár, sem við höfðum búið við Qaui d'Anjou á Saint Louis-eyju, hef ég oft veitt flækingunum athygli. Ég hef séð allar tegundir umrenninga, konur líka, en þetta er í fyrsta sinn, sem ég sé tvo, sem lítá út fyrir að vera raunveruleg hjón. Hvers vegna snerti þetta mig og kom mér til að hugsa um karl-. og kvendýrið, þar sem þau hreiðra um sig í greninu mitt í frumskóginum? Mér er sagt, að sumt fólk tali um Viviane og mig sem hálfgérð villidýr, og vafalaust gleymir fólk ekki að taka það fram, að meðal villidýra er kvendýrið öllu trylltara. Áður en ég sneri mér við til að taka kaffibollann af framreiðslubakkanum, hafði ég tima til að veita athygli enn einni persónu úti í rigningunni: mjög hávöxnum manni með grófgert andlit, sem kom upp um lúkarsgatið á flutningapramma, sem liggur við festar skammt frá húsinu okkar. Hann hélt svartri regnkápu yfir höfði sér til að verjast rigningunni og hafði sína tómu þriggjapelaflösk- una undir hvorum handlegg. Hann staulaðist nið- ur hálan landganginn, sem tengdi prammann við Þryggjuna. Á þessu andartaki voru hann og um- renningarnir tveir — ásamt gulleitum hundi, sem þaut bak við kolsvart tré, — einu lifandi verurnar í augsýn. — Ferð þú niður á skrifstofuna? spurði konan mín aftur, meðan ég var að ljúka úr kaffibollan- um, standandi úti á gólfi. Ég svaraði játandi. Ég hef alltaf andstyggð á sunnudögum, sérstaklega sunnudögum i París, sem vekja í mér eirðarleysi, er nálgast örvæntingu. Ég verð bókstaflega veikur af tilhugsuninni um það að hanga i biðröð með regnhlíf yfir höfðinu MAZETTI — elskliugi Yvette. YVETTE — lijákona lögmannsins. GOBILLOT — kunnur franskur löginaður. VIVIANE — eiginkona lögmannsins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.