Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 27

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 27
Tveir meistarar tveir vinir heimsmeistarinn í hnefa- leikum ■— Ingemar Jo- hansson — og heims- þekkta svissneska úrið ROAMER. „Ég kaus Roamer, því að ég vildi aðeins reyna úr af beztu gerð. Ég nota Roamer, ég ann Roamer, því að Roamer fullnægir tvimælalaust beztu kröfum. Á öllum íþróttaferli mín- um hefur það reynst mér traustur vinur. * 100% vatnsþétt A einstaklega endingargott 4 hcefir glœsimennslcu A óbrigðult gangöryggi A varahlutabirgðir og við- gerðir í öllum löndum lieims. Meistaraverk svissneskrar úrsmíða- listar. ROAMER er lokað með sérstök- um útbúnaði, sem margsinnis hefur verið fengið einkaleyfi fyrir. pOAMEp Ég mæli með Roamer, vinsælasta vatnsþéttasta úri, sem Svisslending- ar búa til.“ Aðeins fáanlegt i beztu úra- og skartgripaverzlunum. 5. KAFLI. Fyrsta morgunskíman lýsti gegnum stóran gluggann. Hvítklædd kona, hjúkrunarkona, bogr- aði yfir rúmstokk Márgrétar. Enda þótt Margrét glennti upp augun sem henni var frekast unnt, gat hún aðeins greint hjúkrunarkonuna og ein- hverja aðra mannveru, sem stóð við rúmið. Það var karlmaður, einnig hvítklæddur. Henni leið hörmulega, hún fann til þreytu í öllum likaman- um og hafði undarlega tilfinningu i maganum. — Jæja, loks komið þér til meðvitundar, sagði maðurinn. Hún átti erfitt með að koma upp nokkru hljóði. — Hver . . . ? — Þetta er Blake læknir. Þér eruð á Bellevue- sjúkrahúsi. Það var komið með yður hingað fyr- ir níu klukkustundum. Nú skuluð þér reyna að sofna aftur. Ég lít til yðar aftur klukkan níu. — Læknir . . . Bellevue . . . Þetta var allt of mikið til þess, að unnt væri að skilja það í einni svipan. Augnalokin sigu niður. Hún var vakin nokkru seinna og fékk þá glas af appelsínusafa. Henni tókst að koma því niður, þó með nokkrum erfiðleikum. Það eykur ekki lystina, þegar nýlega hefur verið dælt upp úr maganum. Svo kom dr. Blake inn og sagði: — Ég býst við, að þér munið áfellast okkur fyrir að hafa bjargað yður? Hún starði á hann og skildi hvorki upp né nið- ur. — Nei, hvers vegna ætti ég að gera það? Ég er yður mjög þakklát. — Einmitt, sagði hann. — Hvers vegna gerðuð þér þá þetta? Hvers vegna reynduð þér að fyrir- fara yður? — Ég hef alls ekki gert tilraun til þess, sagði hún, og rödd hennar skalf. — Þér tókuð þá sem sagt ekki fullt glas af svefntöflum í gærkvöld? Ætlið þér að segja mér, að þér hafið verið neydd til að gera það? — Svefntöflum? — Nei, hættið nú. Læknirinn varð gramur á svip. Ef til vill mundi hann missa þarna sjúkling, en framkoma þessarar ungu stúlku fór í taug- arnar á honum. Hún hefði svo sannarlega gott af dálitlum fyrirlestri, og andartak var hann í þann veginn að láta verða af þvi að veita henni hann. — Hið síðasta, sem ég man, var, að ég borðaði hálfa dós af súpu, sem ég hafði átt frá deginum áður. Ég var einmitt að hugsa um, hve súpan væri undarlega beizk á bragðið. — Súpu, sagði læknirinn háðslega. — Það var undarlegur vökvi til þess að leysa svefntöflur upp í. — Það var ekki um neinar svefntöflur að ræða. Hann leit á pappaspjaidið við fótagafl rúms- ins. — Þér virðizt ætla að lifa þetta af. Sennilega reynið þér þetta ekki aftur á næstunni. Ég skal sjá um, að yður verði haldið hér og þér gangizt undir geðrannsókn. Hræðslutilfinning fór um hana. — En læknir, ég get sannað það, sem ég segi. Það er auðvelt að leysa svefntöflur upp og setja síðan upplausnina i hvaða vökva, sem er, — ekki satt? Þér skuluð bara rannsaka íbúðina mina Þér munuð finna fátæklegan kvöldverð á borðinu, — disk með nautakjöti og eggi, sem ég var einmitt að byrja að borða, og tóman súpudisk. 1 eldhúsinu stendur lítill skaftpottur, sem ég hitaði súpuna upp í. Rannsókn . . . — Ég hef verið í ibúð yðar, sagði læknirinn þurrlega. Húsvörðurinn kalíaði á mig sem næsta lækni, enda þótt einhver Gollway læknir búi í sama húsi og þér. Og á þessu Vorði, sem þér talið um, var dúkur, og á honum stóð lampi, —■ engir diskar eða leifar af kvöldverði. Allt var í röð og reglu. Og á náttborðinu við rúm yðar stóð tómt gla,s, sem hafði innihaldið svefntöflur. Margrét opnaði munninn til að mótmæla, en lokaði honum aftur. Hvað gat hún sagt? En að vera hér á Bellevue-sjúkrahúsinu og eiga að þola geðrannsókn . . . — Ég fullvissa yður. sagði hún þreytulega. — ' Ég hef ekki gert tilraun ti] að fremja sjálfsmorð. Ég sver það! — Það hafa margir gert á undan yður, svaraði læknirinn, snerist á hæli og gekk út. Hún lá I rúmi sínu og starði upp i loftið. Það voru.fimm önnur rúm í stofunni, — en við Það hafði hún ekki orðið vör, fyrr en góðri stundu eftir, að hún vaknaði. Hún hélt áfram að stara upp i loftið til þess að komast hjá forvitnislegu augnaráði hinna sjúklinganna á stofunni. Hvað mundu þeir halda, eftir að þeir höfðu heyrt það, sem læknirinn sagði? Á sálsýkisdeildinni, — eftir það, sem á undan var gengið? Nágrannar hennar og allir aðrir, sem þekktu eitthvað til hennar, mundu segja: „Já, einmitt. Hún hefur líka verið svo undarleg upp á síðkastið. Einu sinni heyrðum við hana reka upp hræðsluvein, án þess að nokkur ástæða væri til.“ Og Ned Bowman gat borið vitni um, að eitthvað væri athugavert við hana. „Framkoma hennar var íurðuleg. Hún sagði, að einhver væri að veita henni eftirför, og var alltaf að Jíta um öxl.“ Lika dr. Norton: „Hún hafnaði því að koma aftur, þegar hún hafði rætt við mig tvisvar. En ég verð að viðurkenna, að með tilliti til þess, sem hún hafði þá þegar sagt, verð ég að telja hana þjást af ofsóknarbrjálæði." Harðlæst sálsýkisdeild. „Þér haldið því þá fram, að þeir elti yður stöðugt?“ mundu læknarnir spyrja, — „að þeir séu að reyna að vinna yður mein? Hvers vegna? Og hver eruð þér?“ Hún hristi höfuðið i örvæntingu. Nei! Þeir gátu ekki leyft sér að fara þannig með hana. Eða gátu þeir það? Hjúkrunarkonan kom inn. — Norton læknir vill gjarna koma og heilsa upp á yður. Það var svo mikill örvæntingarsvipur, en þó blandinn ofurlitlum vonarneista. 1 andliti henn- ar, er hann kom inn, að hann gat ekki fengið sig til þess að koma fram aðeins sem hin kald- lyndi læknir, eins og hann hefði þó helzt viljað. Hann gekk inn í stofuna, settist á rúmstokkinn hjá henni og tók um báðar hendur hennar. — Þetta hefur verið erfiður tími fyrir yður, Margrét . . . Þessi vingjarnlegu orð gerðu það að verkum, að hún brast í grát, en hann strauk um öxl henn- ar og rétti henni vasaklút. Þegar gráturinn sef- aðist, hlustaði hún róleg á hann. — Svefntöflur, segja þeir. Tilvalið til þess að fremja sjálfsmorð. En ég hafði þó ekki búizt við að heyra það, þegar ég byrjaði að leita yðar á sjúkrahúsunum. Hún sagði honum, hvað komið hafði fyrir, og augu hennar þrá báðu hann að trúa sögunni. Ef til vill gerði hann það líka, að minnsta kosti var ekki vantrú að sjá í svip hans. Kannski hafði hann þó aðeins iært betur að hafa hemil á svip sínum. — Einhver hefur farið inn í ibúðina mína í gærdag, sagði hún, — ef til vill til að leita í síð- asta sinn, — ef til vill til að reyna að koma mér íyrir kattarnef. Að minnsta kosti hefur opna súpudósin gefið honum hugmynd . . . — Viljið þér sverja þess eið, að þér hafið ekki reynt sjálf að svipta yður lífi? — Ég sver það, sagði hún ákveðin. — Þeir reyndu að myrða mig. Þetta var i annað sinn, sem þeir reyndu það. Dr. Norton andvarpaði. — Þeir eru svo sannar- lega bæði slóttugir og duglegir. Ég leit inn í íbúð yðar, áður en ég kom hingað. Allt var þar í röð og reglu. — Dr. Blake sagði mér það. Hugh klappaði henni á höndina: — Það er ekki hægt að áfellast hann. Læknir hefur allt of mikið að gera við að reyna að bjarga mannslífum til þess að hafa nokkurn tíma aflögu til að sýna þeim, sem sjálfir reyna að svipta sig lifi, nokkra þolin- mæði. Haldið þér, að heilsa yðar sé nógu góð, til þess að þér getið útskrifazt héðan? Hún greip andann á lofti. Léttirinn var henni næstum um megn. Ó, já . . . já . . . -— Komið þá. Ég hef tekið ábyrgð á yður. Ég bíð yðar fyrir utan, meðan þér klæðizt. Og lítið ekki út eins og þér hafið himin höndum tekið. Jafnvel þótt hér á Bellevue sé lokuð sálsýkisdeild, er þetta ágætt sjúkrahús, — það verðið þér að muna. — Þetta getur verið ágætt sjúkrahús, en ég gleðst innilega af að sleppa héðan út. En hvað veldur því, að ég fæ að fara út? — Þér farið á mína ábyrgð — sem minn sjúkl- (Framh. í næsta blaði). VIK A N 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.