Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 30

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 30
MEÐSEKUR LINDARGOTU 25SIMI13743 £dwin Amason Cummins dieseivélar til þungaf lutninga Cummins .1 -(> clieselvélarnar sem henta i alla stærri bila eru frá 95—175 hestöfl. Cummins dieselvélai’ eru auðveldar í niðursetningu. Cummins PT olíukerfið samanstendur af 188 hlutum í samanburði við önnur olíukerfi sem liafa allt að 450 hluti. Cummins dieselvélin er endingargóð og sérlega sparneytin. Cummins dieselvélin er notuð í 55% allra dieselvörubíla i Bandaríkjunum. íákf): Framli. af bls. 15. þess, að lausi sólinn rækist ekki i. Þetta er sjó- manni líkt, hugsaði ég, þegar ég horfði á eftir honum. Þeir deyja ekki ráðalausir. Stundarkorni síðar kom hann aftur og hélt þá á steinlímsköggli í hendinni. — Ég held, að ég geti notað hann til að halda við með, sagði hann. — Hefur þú ekki tekið eftir því, að hér er hvergi að finna hnullungssteina. Þetta eru allt smávölur . . . Svo settist hann hérna á stigaþrepið, tók af sér skóinn með lausa sólanum og rak naglana í með axarskallanum. Ég man, að: við vorum að tala um það á meðan, að það væru aðeins smásteinarnir, sem fljótin bæru með sér til strandar . . . Þegar hann hafði lokið skósmíðinni, lagði hann steinlímshnullunginn frá sér og gæti vandlega að því, hvort nokkrir naglaoddar stæðu upp í gegn- um sólann. Loks lét hann skóinn aftur á sig, og svo drukkum við kaffi, sem ég hafði hitað á ofninum, og röbbuðum saman góða stund. Þegar hann fór, rétti hann mér steinlímshnull- unginn og sagði, að ég gæti notað hann til að halda opinni hurðinni. — Já, einmitt, svaraði ég. — Mig hefur lengi vantað eitthvað til þess. Og svo lagði ég hnullung- inn við dyrnar. — Góða nótt, yfirlögregluþjónn, sagði Nico. — Og þakka þér fyrir kaffið. Gættu þess nú að sofna ekki á verðinum . . . Svo hélt hann heim í braggann. Þetta gerðist þvi sem næst þremur vikum áður en ráðningartími hans var útrunninn. Síðustu kvöldin, sem hann heimsótti mig, var hann áhyggjufullur. Ég innti hann eftir orsök- inni. — Það er gamli bílskrjóðurinn minn, svaraði hann. — Nú hefur hann staðið hérna í skýlinu þessa sex mánuði, og ég efast um það, svei mér þá, að ég komist í honum alla leiðina til Höfða- borgar. Og hvað á ég að gera, ef hann bilar nú á miðri leið? Að vísu hef ég sparað saman dálítinn skilding á undanförnum árum, en ég hef ekki í hyggju að verja því til kaupa á nýjum bíl . . . Ekki er það nú samt þetta, sem veldur þér áhyggjum, lagsmaður, hugsaði ég með mér. Ég ætla samt að vona, að þú sért ekki að hugsa um að gera tilraun til að smygla gimsteinum út fyrir girðinguna, karl minn. Það er nefnilega ekki að vita, nema þér takist að leika á þá, verðina þarna fyrir innan, — en þú leikur ekki á mig. Og ég vildi umfram allt losna við að þurfa að taka þig fastan i hliðinu, eins og okkur hefur samið vel . . . Þið hafið vitanlega þegar gert ykkur ljóst, hvers vegna ég er hafður á verði hérna við hliðið? Það er einmitt sérgrein mín að rannsaka bíla, — það hef ég gert í tuttugu ár, og ég þori hiklaust að fullyrða, að þar sé ekki um neitt fylgsni fyrir gimsteina að ræða, sem ég nauðþekki ekki. Þegar starfsmaður hverfur á brott, er hann fyrst gegnumlýstur hátt og lágt og föt hans rannsökuð. Síðan fylgir einn af lögregluþjónunum honum hingað út að hliðinu. Hafi hann komið hingað i eigin bíl, hefur billinn verið lokaður inni í skýli allan tímann. Lögregluþjónninn situr þá í bílnum hjá honum út að skýlinu, en þar tek ég -við og geng úr skugga um, að ekki séu gimsteinar faldir í bílnum. Og svo gerist það síðla dags, að Nico ekur skrjóðnum sínum út að hliðinu. Nico er allra glæsi- legasti maður, þegar hann er kominn í snyrtileg, dökkbrún jakkaföt og hreina skyrtu. Lögreglu- þjónn situr hjá honum í framsætinu og afhendir mér skilríkin. Siðan heldur hann til baka inn í eftirlitsbygginguna. — Jæja, þá er það sá stóri dagur, segi ég og fer að athuga bilinn. Nico situr enn undir stýri og hefur hreyfilinn í gangi. — Jú, satt er það, svarar hann glaðlega. Það er eins og skyndilega sé öllum áhyggjum af hon- um létt. — Þú verður vist að skreppa út, á meðan ég athuga bílinn, sagði ég. — Það er svo fyrir mælt i reglugerðinni. — Allt í lagi, segir hann. — Ég veit, að þú verð- ur að gera þína skyldu. Ég verð bara að halda hreyflinum í gangi, það er svoddan bannsett staut við að koma honum af stað. Benzíndælan er víst eitthvað biluð. Hann stígur út úr bilnum, og það stendur heima, 30 VI K A N

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.