Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 6

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 6
 Þegar ég reisti verzlunarhúsið 1 úthverfinu, þar sem ég á heima, hafði ég ekki hugmynd um, hverjar afleiðingar það hafði seinna fyrir nokkra af ibúum hverfisins. Úthverfið var í hröðum vexti. Borgin breiddi úr sér á allar hliðar, og stór iðnfyrirtæki komu auga á aukna möguleika vegna nýrra hverfa. Fjölmargir aðilar voru einmitt að byggja um þessar mundir, og þetta úthverfi þótti vel i sveit sett með tilliti til miðbæjarins. Menn gátu auð- veldlega átt þar heima og stundað atvinnu inni í borginni, og þar var ekki tilfinnanlegur hús- næðisskortur. Upphaflega kom ég þangað vegna þess. Ég er af gamalli kaupmannaætt og uppalinn í kaupmenskunni. Þegar faðir minn lézt, lét hann eftir sig tvö fyrirtæki og nokkra peningaupphæð. Við vorum þrír bræðurnir, og við urðum sam- mála um, að tveir þeir elztu tækju við fyrir- tækjum föður okkar, en síðan yrði komið upp nýju fyrirtæki handa mér. Okkur fannst þetta öllum vera góð lausn, og síðan hófumst við handa um að finna stað fyrir nýja fyrirtækið. Ég var í sjöunda himni, þegar ég uppgötvaði úthverfið. Þar mundi vera heppilegur staður. Fjölmargar fjölskyldur voru í þann veginn að flytjast í ný sambýlishús, og bæði sápuverksmiðja og pappa- verksmiðja voru að byrja á stórbyggingum og mundu þurfa að hafa fjölda verkamanna Þar á staðnum í langan tíma. Ég tók eftir því, að í hverfinu var aðeins ein lítil kaupmannsverzlun og hún mundi, hvort eð væri, ekki geta annað eftirspurn eftir algengustu neyzluvörum. Verzlunarhús mitt var reist á mjög skömmum tíma, og við bræðurnir héldum dýrlega veizlu að því loknu. Þá vissi ég ekki, að i bakhúsi í grenndinni sátu tvær konur og lítill drengur og grétu. Þau áttu að greiða háa afborgun eftir stuttan tima, og ég var að taka viðskiptavinina frá þeim. Þau áttu nefnilega litlu búðina, sem var fyrir, þegar ég kom. Hið eina, sem ég hafði hugsað um þessa búð, var það, að sjálfsagt mundi olnbogarými fyrir okkur báða í ört vaxandi hverfi. Auðvitað hefði ég átt að vita, að allir mundu fara i stóru verzlunina, þar sem fleira fékkst á einum stað, — og um leið gleyma nokkrum ógreiddum reikn- ingum á hinum staðnum. Ég hafði innréttað nýtízkulega og þægilega íbúð yfir verzluninni. Að vísu hafði ég ekki not fyrir fjögur herbergi, en bræður minir — og ekki síður mágkonur minar — fullvissuðu mig um það, að einn góðan veðurdag mundi ég giftast og þá mundi ekki af veita. Eftir skamman tima uppgötvaði ég, að íbúðin varð mér vandamál. Ég hafði áður leigt mér litla ibúð, og ég þurfti ekkert um það að hugsa að halda henni hreinni. Þessi hlið málsins varð mér ekki Ijós, íyrr en ég sá, hversu óhrein og óvistleg þessi nýja íbúð var orðin. Svo setti ég auglýsingu í dagblað og óskaði eftir aðstoð við daglegar hreingerningar. En það var ekki eins auðvelt og ég hafði hugsað mér. Verksmiðjurnar voru Þegar búnar að hirða allan vinnukraft. Ég fékk ekkert svar, en mér til furðu rakst ég Þó á auglýsingu frá konu, sem bauð aðstoð sina við hreingerningar stuttan tíma á degi hverjum. Það var betra en ekki neitt, svo að ég skrifaði henni — og fékk svar. Þannig- kynntist ég móður Rebekku. Nokkrir dagar liðu þó, áður en ég komst að því, að þar var keppinautur minn fyrrverandi. Hún sagði mér það ekki sjálf. Hún virtist vera þreytt og von- svikin, en ekki gat ég séð, að hún bæri neinn kala í minn garð. Móðir Rebekku tekur hlut- unum með hægð án nokkurra umkvartana. Hún. hafði misst manninn fyrir níu árum, og þau höfðu átt tvö börn: Rebekku, sem þá var niu ára, og Pétur, sem var tæplega ársgamall. Þau höfðu Þá rekið verzlunina nokkurn tima, og hún hélt rekstr- inum áfram, þar til ég rændi viðskiptavinum hennar Þá hætti hún og lokaði búðinni. Ég man tæplega, hvernig ég komst að því, hver hún var. Líklega hefur einhver af viðskiptavinum minum sagt mér það. Það er mikið talað um náungann í svona úthverfi. Þegar ég vissi það, hækkaði ég ögn við hana launin. Það átti að friða samvizkuna svolítið. 1 raun réttri haíði ég tekið brauðið frá munni konunnar og fjölskyldu henar, enda þótt það væri ekki ætlun mín. Hún vann verk sín af skyldurækni og vand- virkni, og mér líkaði vel við hana, þótt ekki ættum við miklar orðræður saman Það var eitt- hvað hreint við þessa konu, og ég fór að bera virðingu fyrir henni. Svo var það dag nokkurn, að hún veiktist. Ég hafði aldrei heyrt hana kvarta, en ég tók eftir þvi, að hún var mjög föl. Sjúkdómurinn bar hana ofurliði að lokum, og hún var flutt á spitala. Ég fékk vitneskju um það klukkan fimm morguninn eftir. Það var hringt dyrabjöllunni hjá mér, —- hringt látlaust. Ég var mjög syfjaður, þegar ég fór i baðslopp- inn og gekk fram ganginn til þess að opna. Utan við dyrnar stóð fegursta stúlka, sem ég hafði augum litið. Það var Rebekka. — Mamma fór á spítala í nótt, sagði hún stutt- aralega. — Ég vil gjarnan annast vinnu hennar hér, þangað til hún kemur aftur. Ég hlýt að hafa verið ákaflega heimskulegur þarna í morgunsárinu, þegar Rebekka sá mig JEyrst. Sjálf virtist hún reið. Það var hatur og fyrirlitning í augnaráði hennar. Móðir hennar ásakaði mig ekki, — ekki einu sinni í fylgsnum hugans, —— en Rebekka sagði mér skoðun sína á málinu — umbúðalaust. — Hvers vegna þurftuð þér að reisa buðma hér? Ef þér hefðuð getað byggt einhvers staðar annars staðar, þá hefðum við getað aukið verzl- unina, eignazt húsið og gert búðina fallega. Við hefðum getað séð fyrir okkur, og þá hefði verið hægt að koma Pétri til mennta. Hann getur nú reiknað, drengurinn sá. Það hefði áreiðanlega mátt gera mann úr honum. Og ég hefði getað' hjálpað mömmu í búðinni, og þá hefði hún ekki ofreynt sig og veikzt ... Rebekka hellti sér yfir mig frá klukkan fimm og fram undir sjö. Þá fór hún. Hún átti að fara í verksmiðjuna klukkan sjö. Ég sagði ekki orð mér til varnar. Hvað átti ég svo sem að segja? Frá hennar sjónarmiði hafði hún fullkomlega rétt fyrir sér. Ég veit ekki um orsakirnar. Ef til vill varð ég ástfanginn af Rebekku, þar sem hún stóð i dyrunum, snemma morguns, reið og ákveðin á svipinn. Éf til vill kom það smám saman þessar vikur, sem ég sá hana aö staðaldri, þótt aldrei segði hún vingjarnlegt orð við mig. En ég var að minnsta kosti viss um, að hún var stúlkan, sem ég vildi giftast. Ég var viss um, að með hana mér við hlið mundi verzlunin dafna og stækka hjá mér. Og að hugsa til þess að hafa hana alltaf á heimilinu, — ekkert jafnaðist á við það. En þegar stúlka hatar mann, getur hann ekki beðið hana að giftast sér. Hvernig átti ég að fá þessa yndislegu, reiðu veru til þess að hætta að hata mig? ÞaÖ var víst fyrsta skilyrði þess, að hún gæti einhvern tíma elskað mig. Fyrst sendi ég bækur, blóm og súkkulaði til móður hennar. Svo hækkaði ég aftur launin fyrir hreingerningarnar, enda þótt þau væru miklu hærri fyrir en gerðist um slik laun. Ég lét Rebekku fara með vörur heim með sér og neitaðí að taka viö borgun fyrir. Svo komst ég að þvl, aö það átti að selja ofan af þeim húsið, vegna þess að þær gátu ekki staðið í skilum með af- borganir af þvi. Ég tók mig auðvitaö til og keypti húsið og lét þær búa þar áfram fyrir hlægilega lága húsaleigu. Svo kom ég upp sælgætisturni, þar sem gamla búðin var, og þegar móðir Re- bekku kom heim af spítalanum, bauð ég henni afgreiðslustarfið í turninum. Mig hafði ekki grunað, að Rebekka annaðist um íbúðina mína aðeins til þess að halda starfinu fyrir móður sína. —• Haldið þér virkilega, að telpan hafi þol til að vinna tvöfalda vinnu um alla framtíð? spurði hún. Hún brosti vingjarnlega, en það var aivara bakí við orðin, sem snerti mig illa. Mikið getur maður verið ónærgætinn. — Haldið þér, að Rebekka gæti hugsað sér að vinna eingöngu hjá mér? Ég mundi borga hennl hærra kaup en hún fær í verksmiðjunni. Móðir Rebekku horfði einkennilega á mig. — Ég get spurt hana að því, sagði hún. mnmm- MWM Eins og títt er um forna háttu yfirleitt, er allt á huldu um upprum. spilanna. Almennt er talið, að þau séu upprunnin í Asíu. í gamalli kin- verskri alfræðabók er sagt, að spil- in hafi verið fundin upp á rikis- stjórnarárum Ching-tsze-tungs árið 1120 f. Kr. til dægrastyttingar fyrir konur hans. Sagt er og, að spil hafi þekkzt frá ómunatíð á Indlandi, og hafa varðveitzt mjög forn spil, kringlótt að lögun, á söfnum, og fylgir sögunni, að þau hafi verið fundin upp af Bramönum. Einnig hefur Egyptum verið eignuð HPP- finning þeirra, enda voru þnu hjá þeim tengd trúariðkunum jieirra, — og loks jafnvcl Aröbum. En hvað sem því liður öllu, þá er hitt víst, að spilin eru einhver snjöll- ustu tæki til dægrastyttingar, sem um getur. Eins og flesar aðrar þjóðir spila íslendingar mikið, a. m. k. vetrar- mánuðina, og ber bridge þar vitan- lega hæst. Þegar þessar línur birt- ast, munu allir spilamenn, sem vcttl- ingi geta valdið, komnir i fullan gang, og finnst mér því ekki úr vcgi að helga þennan þátt þeim manni, sem hver einasti bridge-spilari þekk- ir að nafni. Fyrir þrjátiu og átta árum skálm- aði skapmikill, ungur maður eftir búlivörðunum f Paris. Vasar hans voru næstum tómir, en hjarta hans var barmafullt sjóðandi reiði. Hvers vegna? Af þvi að hann hafði verið rændur næstum milljón sterlings- pundum, — ja, að minnsta kosti fjölskylda hans. Mörgum árum áður hafði faðir hans, sem'var bandarlsk- ur jarðfræðingur og námuverkfræð- ingur, farið til Rússlands, fundið þar oliulind og safnað of fjár. En eftir stríð hafði sovétstjórnin gert eigur- hans upptækar, svo að hann Uppfinning kölska sjálfs 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.