Vikan


Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 13

Vikan - 05.11.1959, Blaðsíða 13
 90 ( 9S -J- 9 O -7 -v 75 — t M f i---/9o-------i frá Húsnæðismálastofnun ríkisins Ég er nefnilega viss um, að það má græða á búskap og útgerð atveg einsog verzlun, ef menn < ,< eru ekki nein fífl og kunna eittlivað fyrir sér i T bransanum. ' Langt finnst þeim sem bíður í . . . OG FYRST maður er á annað borð að tala um bísnis, þá verð ég að segja það, að ég er feg- inn að Jóhannes skuli vera búinn að fá leyfi til að selja þeim á Skjaldbreið Borgina, því það er alveg ábyggilegt að ef nokkuð hús i bænum - er orðið of litið, þá er það Hótel Skjaldbreið. Það hefur sagt mér maður, sem vinnur í Land- / símahúsinu við glugga, sem snýr að Hótel Skjaldbreið, að það sé til liáborinnar skammar hvernig Kanarnir verði beinlinis að standa' úti á götu fyrir framan Iiótelið, livernig sem viðrar, með unglingsstelpur, kanslci varla fermdar, og illa klæddar, lil að bíða eftir þvi^. að fá herbergi. Og þó hótelfólkið sé allt af vilja gert og skipti um leigjendur i herbergjon- um eins fljótt og það getur, og kanski oft á dag, þá er alltaf biðröð við Hótelið Skjald- breið, að minnstakosti um helgar. Og þó, að menn, sem eru búnir að vera hér árum saman, skilji að svona fyrirgreiðsluleysi stafar bara af hótelskorti í landinu, þá er ekki þar með sagt að útlendingar, sem eru hér kanski ekki nema nokkra mánuði, skilji það. Og við þurfum ábyggilega ekki að búast við því að verða nokkurntíma ferðamannaland meðan ekki er betur búið að þeim, sem þurfa gistingu. Nú er ég viss um að biðröðin við Hótel Skjaldbreið stórmínkar við það að þeir taka við Borginni, og ég þori lika að hengja mig uppá að það verður margfalt betri rekstursút- koma á þessu stærsta gistihúsi landsins, sem allir vita að Borgin er, hjá þeim á Skjaldbreið, og það að langmestu leiti í dollurum. Og það er ánægjulegt, að svona menn, sem ríkisstjórnin er búin að láta annast fyrir sig allar opinberar stórveizlur og gróðarisnu í næstum tuttugu ár, skuli loksins fá almennilegt olnbogarúm fyrir starfsemi sina. Enda segir það sig sjálft að þeir myndu ekki eiga 18 milljón krónúr til að snara út fyrir Borginni ef þeir hefðu verið einhverjir asnar í þessum bransa.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.