Vikan


Vikan - 17.12.1959, Side 8

Vikan - 17.12.1959, Side 8
Æviniýrid um Qcorg Spokcr Georg' Spoker var ineðalmaður á stærð með þunnar varir og gleraugu. Hann var allt- af í blárri verkamanna- skyrtu og með dökk- rauða slaufu, klæddur krumpuðum, gömlum ullarfötum. Hann hélt þvi fram, að hann væri flækingur, enda Iifði hann flækingslífi i sjö ár. Hann sat á hekk á Madisonstorgi í New York og átti þar ýmis mök og viðskipti við aðra flækinga. Hann svaf í svefnhúsum fátækra og dyraskjólum og eyddi eins litlu og hann komst af með í inat. En það var ýmislegt ólikt i fari Spokers og annarra auðnuleýsingja. í rauninni hafði Georg Spoker verið hankastjóri í borg einni skammt frá San Francisco. Einn daginn fundu endurskoð- endur bankans, að bókhaldið stemmdi ekki, og luinn hafði verið dæmdur i tveggja og hálfs árs tugthús. Hann sneri aldrei heiin aftur að lokinni fangelsisvist sinni. Kona hans hafði skilið við hann og eigur hans verið gerðar upptækar. Enginn vina hans mnwmt- hafði heimsótt hann. „Ég var ræfill í allra aug- um,“ sagði liann eitt sinn. „og ég ákvað að verða skítugasti og ræfilslcgasti flækingur, sem nokkru sinni hefði skriðið á jörðinni.“ En frá upphafi var eitt, sem greindi Spoker frá öllum öðrum auðnuleysingjum, en það var skortur hans á ])ví stefnuleysi, sem einkennir alla slíka menn. Er hann hafði ákveðið að verða flækingur, sneri hann sér að því á svipaðan hátt og verzlunarmaður, sem er að ráðast í nýtt fyrirtæki. Hann leitaði upplýs- inga hjá hverjum flækingi, sem hann hitti. ( hvert sinn, er hann heyrði um eitthvað, sem hann hafði ekki reynt, skundaði liann af stað til þess að afla sér þeirrar reynslu. Auk þess var annað, sem var ólíkt með hon- um og þessum útlögum þjóðfélagsins: Hann átti peninga. Meðan hann dvaldist i fangelsinu, lézt amma hans og lét honum eftir 78 dala tekj- ur á mánuði. Þetta hafði gert lionuin fært að ferðast sem fyrsta farrýmis farjiegi austur í járnbrautarlest; sennilega eini maðurinn, sem hefur leitað þannig á náðir Hjálpræðishersins. Þegar Spoker kom til New York, gerði liann sér ljóst, að sem flækingur varð hann að búa í gistiliúsi fátæklinga. Hann reyndi nokkur í Boweryhverfinu, en gat ekki þolað veggjalús- ina, svo að lvinn settist að ofar í borginni, þar sem leigan var 50 sent á nóttu í stað 25 senta. Hann reyndi einnig að borða á lélegustu veit- ingahúsum, sem sótt voru af alls konar ruslara- lýð, en honum var nóg boðið, þegar hann sá þrjár eða fjórar matarteg'undir hrærðar saman í einn graut. Og hann fann sér heldur skárri stað og keypti úr sjálfsölum. En lykillinn að flækingstilverunni er fólginn í drykkjuskapn- um. I þvi skyni valdi hann sér lélega knæpu, þar sem alls konar skuggalegir náungar héldu til. Hann fann brátt, að innan um þessa fugla var liann eins og skutulsveinn innan um reynda víkinga. „Ég var viðvaningur," sagði Georg, þegar hann minntist jjessara ára. „Ég' svaf i flæk- ingaskjóli hverja nótt og þóttist heldur eri ekki maður að geta hoðið þessum örlögum byrginn. En fyrir þessa karla á knæpunni var slíkt hreinasti munaður. Þeir voru sannir flækingar. Þeir létu fyrir berast í göngum neðanjarðarlest- anna á næturnar eða hölluðu sér i dyraskjóli, holuðu sér niður í tóinum byggingum, festu blund á járnbrautarstöðinni eða teygðu úr sér á bekkjum skemmtigarðanna.“ Þegar Sþoker varð Ijóst, að honum var að mistakast það, sem hann hafði ætlað sér, varð ásetningur hans enn fastari. Hann fór að ganga með minnisbók á sér, og livert sinn, sem hann frélti um nýjan stað, þar sem liægt var að sofa, skrifaði hann það niður. Hann reyndi alla þessa staði sjálfur, En hann komst brátt að raun um, að það cr annað en gaman að sofa á garðbekk, og áður en hann vissi af, var hann aftur farinn að leita til flækingsskjólanna. En í hvert sinn, sem hann lét þetta eftir sér, óx fyrirlitning hans á sjálfum sér. Að lokum YlrfattLíaá onaááon ¥Ö\DUBIM\ I SKOLASTOFUHXI SEIGUR KVISTUR. Fyrr á tíð var vöndurinn eitt að- alkennslutækið í skóla. Hann kom næst á eftir kennslubókinni, en fræðslugildi hennar var dregið mjög í efa, nema ósleitilega væri fylgt eftir með vendinum. Við þennan seiga kvist studdist hinn strangi agi i klausturskólum miðalda, þar sem „þvermóðska" nemenda var brotin á bak aftur um- svifalaust og óttinn við refsinguna settur í liennar stað. Vöndinn skort- ir þvi ekki virðulegan aldur. En er hann ekki visnaður og fú- inn orðinn á okkar dögum? Skyldi þessum dimmasta skugga úr skóla- stofu klaustursins hafa tekizt að smjúga inn í sólbjartar stofur nú- tímaskólans? Ætli nokkur kennari með okkar upplýstu þjóð á siðari liluta 20. aldar beiti svo fornfálegu tæki við kennslu sína? Ójá, vöndurinn seiglast enn og hef- ur skotið rótum í mattlökkuðum og flóuresentlýstum stofum íslenzkra skóla. Eg roðna við þessa játningu, en þó veldur jiað mér meiri kinn- roða að hafa þagað yfir henni um hríð, eftir að staðreyndin var orðin mér ljós og ótviræð. Eg afsakaði mig lengi með því, að hinir fáu áhang- endur líkamsrefsinga mættu sín einskis andspænis þeim fjölda ís- lenzkra kennara, sem fordæma alger- lega líkamsrefsingar i skóla. En nú eru stáðreyndirnar orðnar svo ágeng- ar, að eg fæ ekki lengur orða bundizt. Börn eru barin í skólunum okkar! Þau eru slegin i andiitið eða barin í höfuðið með priki. Kennarar, sem þetta gera, eru að vísu fáir í saman- burði við hina, sem aldrei beita barn líkamlegu ofbeldi, en allt of margir með tilliti til þeirra afleiðinga, sem hrottaskapur þeiri a getur valdið barninu. MYNDUGLEIKASKORTUR. Góður kennari hefur til að bera nokkurn myndugleika, öryggi i fram- komu og háttvisi gagnvart nememlum. Ef hann er gæddur þessum kostúm samfara góðri kunnáttu og kennsluleikni, taka börnin hann sem sjálfsagðan leiðtoga í námsstarfinu, og liann sér aldrei ástæðu til þess að beita líkamsrefsing- um. En ef kennarann skortir hæfileika til þess að ávinna sér samúð og virðingu barnanna, þá nær hann aldrei nægilega sterkum tökum á þeim til þess að geta stjórnað þeim við námsstarfið. Kennara af þessu tagi verður hönd- in mjög laus. Erasmus frá Rotterdam hefur lýst því í liinni frægu gagnrýni sinni fyrir hálfri fimmtu öld; hún á við enn i dag. Hann segir á þessa leið: Þvi fáfróðari sem kennarinn er í kennslugrein sinni, ])ví klaufskari sem hann er við kennsluna og því fráleitari skilning sem hann hefur Þú á barnseðlinu, þeim mun oftar og óvægi- legar beitir liann vendinum. Með sífelld- Og um ávitum og hegningum reynir liann að dylja óhæfni sína. barnið En fyrir sjálfum sér getur kennarinn þó ekki dulið óhæfni sína, og vitundin þitt um hana gerir hann liræddan og upp- stökkan. Þess vegna getur hann misst vald yfir sér af litlu tilefni, og þegar hann slær barn í slíku reiðikasti, æsir hann sig enn þá meira upp yfir því, hve litið taumhald hann hefur á sér. En allur þessi innri órói bitnar á börnunum. Kennsla er erfitt starf, og erfiðleikar hennar eru ekki sízt fólgnir i þeirri einbeitningu athygli og vilja, sem hún krefst. Kennarar eru þessum kröfum misjafnlega vaxnir rétt eins og aðrir menn við vandasöm störf. Óft eru þeir kennarar, sem beita börnin líkamlegum hegningum, sjálfir taugaveiklaðir eða haldnir geðtruflun á misháu stigi. Af þessum sökum bjrestur þá andlegan og siðferðilegan styrk til þess að ná tökum á börnunum og vekja áliuga þeirra á náminu. Þessa vöntun reyna þeir að dylja bak við likams- hegningar og annan ytri strangleika. Þeir kennarar aftur á móti, sem valda eðlilega þvi forystuhlutverki, sem þeim er ætlað i bekknum, þurfa aldrei að grípa til slíkra ráða. Líkamshegningar grafa líka miklu fremur undan myndug- leika og áliti kennarans en að þær styrki hann. AÐ AGA BÖRN TIL ÓTTA. Börn, sem aldrei hafa orðið fyrir líkamsrefsingu heima hjá sér, fyllast skclfingu, þegar þau sjá kennarann allt í einu reka bekkjarsystkini þeirra löðrung. Um leið missir barnið þá öryggiskennd, sem því er nauðsynleg til þess að umgangast kennarann frjálsmannlega. Slikur ótti verður ekki auðveldiega upprættur, þegar hann hefur einu sinni smogið inn í sál barnsins. Hann mótar allt hugarfar þess til kennarans og varnar þvi að nálgast hann í barnslegum trúnaði. Þá er rofið það samband milli barns og kennara, Framh. á bls. 33.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.