Vikan - 17.12.1959, Qupperneq 21
heimili og umhyggjan, sem hún sýndi manni sin-
um, sem til fulls höfðu oþnaft augu hans fyrir
!>vi, hversu mikið hann hafði misst, eða mundi
missa, ef hann héldi ekki vel á spilunum.
Þó að tJlfar væri sér þess fyllilega meðvitandi,
að hann beið eftir úrslitastundu lífs síns þá átti
þó meðfædd værukærni svo mikil ítök í honum
að værði sé yfir hann, umhverfið var líka svo
óvenju kyrrlátt og gætt Þokka, sem hann hafði
verið búinn að gleyma, að enn væri til í heim-
inum.
Ofnhurðin var opin og glaðir iogar snarkandi
viðarelds spegluðust í gljáfægðri járnplötunni fyrir
framan opninn og stöfuðu bjarma á ljósar, gólf-
fjalirnar. Ljós lifði aðeins á lampa, sem stóð á
skrifborði prests. Fótur lampans var úr dökkum
marmara með ljósum æðum, oliugeymirinn gyllt-
ur og ljóshlífin úr hálfglæru, rósuðu gleri. Lampa-
skinið lagði um ellidökka eik skrifborðsins og
nokkrar myndir og muni, sem náðu inn í ljós-
hringinn.
Þetta er viðkunnanleg stofa, hugsaði Úlfar —
og andi guðs sveif yfir vötnunum — persónuleiki
Áslaugar setti svip sinn á allt. Vart mundi nokkur
karlmaður hafa til að bera þá hugkvæmni og
alúð, sem gat gert slikt heimili jafn aðlaðandi
ög það með svo takmörkuðum möguleikum
óg fyrir hendi voru. Hvað mundi þá, ef þessi
kona hefði auð fjár af að taka og húsakost, sem
væri henni samboðinn Og aftur kom honum i
hug sama likingin og áður að hún væri gimsteinn,
sem hann mundi vera stoltur af að eiga og búa
dýriega umgjörð.
„Áslaug mín, Áslaug Bergsson," sagði hann aft-
ur hálfhátt, í því lukust stofudyrnar upp og Ás-
iaug kom inn.
Þrátt fyrir stillilegt fas bar hún merki ríkrar,
heitrar lundar, augu hennar sem breyttu lit eftir
geðfari voru nú djúp og dimm. Hið undarlega
var að kjóllinn hennar var úr þesskonar efni,
se mskiptir litum eftir því, hvernig ljós og skuggar
falla á það. Sú tilfinning greip Úlfar við komu
Áslaugar inn í stofuna, að ef til vill hefði hann
engan þekkt gæddan svo heitu, svo gagntakandi
lífsmagni sem Áslaugu, hún var sköpuð fyrir mik-
il örlög og miklar dáðir og svo var hún hér,
vangefin og vængstííð. En nú skyldi úr öllu bætt.
Hún mundi að vísu verjast honum með öllum
þeim vopnum, er henni hugkvæmdist að beita,
verjast honum i nafni metnaðar sins, skyldurækni
og skapfestu, já, og særðra tilflnninga, forsmáðr-
ar ástar mundi henni ef til vill finnast hún eiga
að hefna, en það var þó einmitt ást hennar, sem
hann treysti mest og bezt á.
Þau horfðust á eitt andartak, ekki ólikt tveim-
ur hólmgöngumönnum, sem í skyndi mæla vígfimi
andstæðingsins. Áslaug lyfti litið eitt brúnum,
var það fyrirlitning, sem brá fyrir í svip hennar,
kaldýðgi — eða hvað? Munnvikin beygðust ofur-
lítið í örfleygu brosi.
„Jæja,“ sagði hún léttum rómi og settist, lampa-
skinið lék um vanga hennar og háls, hún var
með lítinn gullkross í festi um hálsinn, og hann
hugsaði með sér: Þó nú væri að kross væri
hengdur á prestsfrú. En hún skyldi ekki þurfa
að vera krossberi alla ævi, því hét hann, þó að
hún hefði flanað út i þetta fyrirhyggjulausa og
sér óboðna hjónaband.
Úlfar horfði málbundinn á konuna, er gegnt
honum sat, og undraðist, hve miklum breytingum,
já, beiniinis framförum hún hafði tekið, frá því
að hann skyldi við hana með hálfgefin loforð,
eða kannski allsendis engin —? og þar til hann
fann hana nú sem brúði annars manns. Hún hafði
ekki aðeins tile’nkað sér snil’d mik’lhæfrar hús-
móður, heldur var sem konan í henni hefði sprung-
ið út sem ynd'sleg, iimrik rós. hún var fegurrl
en áður. broskaðri. sterkari. Það kom við kv>k-
una f sjálfsmetnaði hans, að siá. að þetta hafði
sambúð með öðrum manni gert hana. Sú eldsára
snurn vaknaði. hvort hún e’skaði mann sínn. elsk-
aði hann e>'ns og kona með hennar tilfinninea-
magni. gáfum og næmleik gæti framast elskað?
Áslaug hreyfði síg í sætinu og litírnir iðnðu 1
kiólfellingum hennar. Hún var biört á hörund,
léttur roði i vöngum. varirnar rióðar og hálfonn-
ar, dökkt. irautt hár hennar lvftist og liðað'st
frá enni og vöngum, liðirnir breikkuðu og teieð-
ust vegna þyngsla hins mikla hárs. sem hún vafði
um hnakkann. Hún lyfti arminum, svo að við,
hHflöng kjólaermin kiptist upd og afhjúpaði meira
af arminum, fimlega lagfærði hún nokkrar hár-
næi'tr og þrýsti hárinu í fastari skorður.
Úlfar sá bláar æðaranr í olnbogabót hennar eins
og silkiþræði I svanadún og barminn, sem lyftist
við andardrátt hennar, gróparnar við munnvikin,
sem komu 1 ljós eða hurfu eftir þvi, hvernig hún
bærði varirnar, og þrá hans eftir henni varð hams-
laus og kveljandi sár, því að hann vissi ekki, hvað
hann ætti til bragðs að taka. Aslaug var fðst
fyrir, það þekkti hann, hvorki frumstæður kraft-
ur, né þrauthugsuð kænska mundi vinna bug á
vitsmunum hennar og viljaorku og staðfestu.
Hún horfði í arineldinn, logarnir lækkuðu og
byrjuðu að dvína, svo að hún bætti á nokkrum
sprekum, eldsbjarminn féll á andlit hennar, barm
og arma, henni hitnaði og það var sem logarnir
endurköstuðu gneistum frá augum hennar. Hún
settist aftur I sæti sitt, dró andann djúpt og bjó
sig til að segja eitthvað, en Úlfar flýtti sér að
verða fyrri til. Það valt á svo miklu, hvaða stefnu
samtal þeirra tæki.
„Áslaug mín,“ sagði hann lágt og ætlaði að
færa sig alveg til hennar, en Það var sem augu
hennar vefðu hann viðjum, hlekkjuðu hann fast-
an við staðinn þar sem hann sat, hann vogaði sér
ekki að nálgast hana.
„Sittu kyrr, Úlfar,“ sagði hún kurteislega, en
þó leyndi sér ekki að orð hennar voru boð. en
ekki tilmæli. „Ég skil ekki, hvað þú hefur ætlast
fyrir með komu þinni hingað, og skil það þó. Þér
hefur alltaf fundizt Það sjálfsagður réttur þinn,
að hrifsa til Þín, það, sem þú girnist án nokkurrar
tillitssemi til annarra."
„Ég geri aðeins kröfu til þess, sem ég á, en
frá mér hefur verið tekið Ég er hingað kominn
vegna þess að ég elska þig og þú ert mín þrátt
fyrir þetta bráðræðisflan þitt. Ég er kominn til
að sækja þig, því að hér hæfir þér ekki að vera
og við erum tengd órjúfandi böndum, manns og
konu, sem unnast."
„Sækja mig! En maðurinn minn! honum kemur
það kannski ekkert við?"
„Heldurðu að mér komi til hugar, að þú berir
til hans minnsta ástarhug. Hann er þér ekki á
nokkurn hátt samboðinn."
Áslaug hló við lágt en kalt.
i „Og þú heldur að þú þekkir Pál. Hvernig á lit-
Jblindur að dæma um liti, og hvernig ætti maður
SMns og þú að geta dæmt um mannkosti Páls. Þú
1 Jlfar! Það hlægir mig, hvað lágt og auðvirðilegtí
það var ég sem yfirgaf, þegar ég hjó á hnútinnl,
og gaf þig alveg upp á bátinn. Hvað hefðum við
átt að gera saman? Okkar sjónarmið eru í raun-
inni svo gjörólík, og ég hefði aldrei treyst þér,
nei, aldrei nokkurntíma. Þú ert blindaður af
sjálfsdýrkun og fjötraður af nautnasýki, léttúð og
síngirni, mér hefði verið fullkomin ofraun að búa
við slíkt.“
„Nú læturðu gremjuna hlaupa með þig í gön-
ur, Áslaug. Eins og ég vissi ekki að þú mundir
reyna að verjast mér. Ég bjóst við því áður
en ég kom hingað og sannfærðist um það af þeim
viðtökum, sem ég fékk. En ég segi þér satt, að
þú munt finna það fyrr en síðar að þú heyrir
mér til, og að minn heimur er þinn heimur, og
þar er betra að vera, þó að þar sé minna um guðs-
orðaglamur og mannkostameting. Min stétt gerir
sér ekki helgislepjuna að lifibrauði. Við lifum ekki
á þvi að sýnast heldur ao vera. Við eflum okka”
eigin hag, eins og vera ber, en jafnframt því
færum við þjóðinni fjármagn, atvinnutæki, auð.
Þú ættir fyrst allra að viðurkenna þetta í stað
þess að fordæma athafnir, úrræði, aðdrætti, ef
einhver kann að hagnast öðrum fremur En það
er ekki þetta, sem nú skiptir máli, heldur ást
okkar. Ég veit, að þér er það metnaðarmál að
halda tryggð við eiginmann þinn, en þú valdir
hann, nei, tókst þér hann í fljótfærni, sár af mis-
skilningi og hugarórum, sem áttu sér enga stoð
í veruleikanum, slík glöp geta ekki og mega ekki
vera bindandi. Þú vantreystir mér að ástæðulausu,
því að ég unni þér alltaf, Áslaue, brúðurin mín,
sem bíður heima, hugsaði ég alltaf ...“
„Nei, hættu nú, Úlfar, þú gerir þig hlægilegan!"
„Nei, nú hætti ég ekki, þú vildir ekki hlusta
á mig í gærkvöldi, en nú skaltu ekki komast hjá
því að hlusta á mig, þó svo að ég verði að hefta
þig á höndum og fótum til þess að þú komist
ekki út frá mér.“
„Nú, og hvað er þá fyrst?“
„Fregnin um giftingu þina varð mér sannkallað
reiðarslag, Áslaug. öðru eins hafði ég aldrei bú-
izt við af þér. Hvernig átti mér til h^gar að koma,
að ást þín væri þannig? Uppnæm, full af tor-
, tryggni, sífellt á varðbergi gagnvart mér. Þú safn-
i aðri glóðum elds að höfði mér, varst albúin þess
Iað refsa mér fyrir hverja yfirsjón, raunverulega
eða ímyndaða, hversu lítilvæg, sem hún var. Þú
;agðir í gærkvöldi að ég hefði átt að hafa þá
ómatilfinningu að koma ekki ótilknúður fyrir
augu þín. Er það þá óbætanleg sök, að ég hafði
ekki‘ástarbréfasamband við þig í nokkra mánuði
meðan ég var á þveitingsferðalagi víðsvegar um
Evrópu i þýðingarmiklum erindagjörðum?"
„Hlægilegar viðbárur! En til hvers erum við i
rauninni að tala um það, sem héðan af skiptir
Framhald I næsta blaði.
h
Hvað var nú þetta? Hann kippti
þéttingsfast í beislistaumana. Fram
undan honum byltist Laxá, upp-
bólgin og dimmleit milli hvítra
skara. ,
VIKAN
21