Vikan


Vikan - 17.12.1959, Qupperneq 25

Vikan - 17.12.1959, Qupperneq 25
Heimskringla f jOlfl Þetta eru fallegustu ogdýrustuklæði, sem Tommy Steele hefur fram að þessu borið í kvikmynd. Þau kost- uðu sem svarar 35 þúsund ísl. kr. Nautabaninn Tommy Steele AÐ hefur verið hljótt um Tommy /I Steele að undanförnu. En ekki er þar með sagt, að hinn vin- sæli söngvari hafi dregið sig í hlé frá kvikmyndaleik og söng. Slikan munað leyfa skattarnir ekki. Þessa dagana er Tommy einmitt að leika í kvikmyndinni Tommy nautabani. Nafn myndarinnar sýnir, hvers konar hlutverk hér er um að ræða. — En þótt nautabaninn eigi kannski mestan hluta myndarinnar, I- fer varla hjá þvi, að tími gefist fyrir ' svo sem eitt eða tvö rokklög. Tommy hefur áreiðanlega ekki í hyggju að ð svíkja gítarinn sinn eða hina mörgu ð aðdáendur. Nautabana-senurnar eru teknar í spænska bænum Aicaiá, og ibúar bæjarins fylgjast með kvikmynda- tökunni af lífi og sál. Sérlega h'afa þeir gaman af þeim erfiðleikum, sem það veldur Tommy að „læra til nauta- bana“. 1 kvikmyndinni er sýnt, þar sem Tommy leggur með eigin hendi að velli tvö þau ferlegustu naut, sem unnt var að finna á öllum Spáni. En Þeim til huggunar, sem tæplega vilja sjá nokkurt hár skert á hári Tommys, skal þess getið, að ekki gerist þess þörf, að Tommy taki sjálfur þátt i hinum blóðuga bardaga, heldur sýnist hann aðeins vera miðdepill orustu- vallarins, eftir að galdramenn kvik- Nýjar bækur Halldór Stefánsson: FJÖGRA MANNA PÓIÍER. Þetta er önnur skáldsaga hins þjóðkunna smá- sagnasnillings. Spennandi nútímaróman úr Reykjavíkurlífinu sem vekja mun verð- skuldaða athygli, ekki sizt yngri kynslóðarinnar. William Heinesen: [ fÖFRABIRTU. Þetta smásagnasafn hins færeyska iiöfuðskálds hefur hlotið frábæra dóma erlendis sem eitt töfrum slungnasta verk höfundarins. Um þýðingu Hannesar Sigfússonar þarf ekki að spyrja. •lakobína Sigurðardóttir: SAGAN AF SNÆBJÖRTU ELDSDÓTTUR OG KETILFRÍÐI KOT- UNGSDÓTTUR. Skemmtilegt æfintýri handa börnum með teikningum eftir Barböru M. Árnason. Jóhannes úr Kötlum: VÍSUR INGU DÓRIJ. tíu smábarnaljóð með teikningu eftir Gunnar Ek. Gamalkunn lög má nota við flesta textana. Lisbeth Werner: SKOTTA FER ENN Á STÚFANA. Málfriður Einarsdóttir þýddi. Þetta fjórða bókin í hinum vinsæla barnabókaflokki um Skottu. er Nú eiga eldri sem yngri erindi í Bókabúð Máls og menningar Skólavörðustíg 21. — Sími 15055. Myndin sýnir eitt atriði úr kvikmyndinni, þar sem spænskir áhorfendur hylla Tommy, eftir að hann hefur sigrað nautið. myndanna haía beitt sinum brögðum. Aðrir menn hafa nefnilega komið i Tommys stað í nautaatinu, þeirra á meðal einn þekktasti nautabani Spán- ar, Manuel Blazquez, en með því að taka myndirnar úr fjarlægð, hefur myndatökumönnunum tekizt að láta líla svo út sem þar sé Tommy sjálfur að verki. Meðan æfingar fyrir myndatökuna stóðu yfir, félck Tommy að þjálfa sig á gömlu nauti, sem ekki er hætta á, að geri flugu mein, því að ekki þótti koma til greina að ha'tta lífi eða limum rokkarans. Myndin mun vera í þann veginn að verða fullgerð, og verður fróðlegt að vita, hvort Tommy vinnur sér aftur sinar gömlu vinsældir með henni. Hins vegar er ógerningur að segja, hvenær við á Islandi fáum úr því skorið, því að aldrei hefur það borið við, að við fengjum að sjá nýjar eða nýlegar kvikmyndir eins og frændur okkar á hinum Norðurlöndunum, — en sennilega stafar það af því, að myndirnar eru að sjálfsögðu dýrastar, meðan þær eru nýjar, en lækka svo í verði með aldrinum. .x.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.