Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 3

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 3
• Raddmikill hani. 0 Svik iðnaðarmanna. # Bókabjástur. 0 Klukkurnar kalla. vitlaust kvikindi, sem galar um miðjar nætur, og mætti segja mér, að hann væri uppvakn- ingur eða afturganga. Þetta hanagerpi kerl- ingar heldur fyrir mér vöku á nóttunni, eins og að líkum lætur. Hef ég hvað eftir annað kært hann, bæði fyrir kerlingunni og lögreglunni, en svo er að sjá, sem eitthvert makk sé þar á milli, þvi að lögreglan heldur sínum hlífi- skildi bæði yfir hanafjandanum og kerling- unni. Hef ég gengið svo lagt að hóta hana- morði, ef þessu haldi áfram, og satt að segja veit ég ekki, hve lengi ég held þeirri stillingu að drífa mig ekki ofan einhverja nóttina og hengja fuglskvikindið i greip minni að öllum hans pútum ásjáandi. Ef þú kannt hins vegar einhver ráð gegn slíkum ófögnuði, treysti ég þér að láta mig vita. Haukur lir Herru. Vcmdrœðaástand, og satt að segja kann ég ekki nein örugg ráð. Ekki veit ég heldur hver er refsing að lögum fyrir hanamorð. í Frakklandi tala þeir um „ástriðumorð“ og láta vægari refsingu koma furir þau en önnur, en slíkt tiðkast víst ekki hér, enda óvíst hvort hanamorð getur komið i þann l'Iokk. En þó er einn mögnleiki, sem ef til vill væri framkvæmanlegur — að þú nœðir í minkkvikindi á laun og stefndir honum á hanakvikindið, og mundi minnkurinn þá hinn morðseki. Ef til vill gæti þig þá borið að og bjargað hænukvikindum kerlingar frá sömu örlögum —■ og kgnni hún þér þá að sjálfsögðu eilifar þakkir fgrir. Gert við húsgögn. Rvík 20—11—59. Vegna fyrirspurnar i Vikunni fyrir skömmu, vil ég taka fram, að ég hef starfrækt viðgerðar- vinnustofu fyrir öll húsgögn önnur en bólstruð, þar sem bólstrun er önnur iðngrein. Upplýsingar eru veittar í síma: 14631. Húsgagnasmiður. Gott að vita það, og er ekki að efa að ein- hverjir af lesendum Vikunnar gerist þarna viðskiptavinir fyrir bragðið. Kæra Vika. Ég þakka ykkur fyrir gamalt og gott. Það er alltaf fróðlegt að lesa þættina hans dr. Matthíasar um uppeldi og vandamál foreldr- anna. Heldur eruð þið að verða linir við aldar- spegil í hverri viku. — Annars var ekki ætlun mín að fara að tala um hlaðið ykkar, heldur langar mig til að biðja ykkur fyrir nokkrar lin- ur. Svo er mál með vexti, að ég á lítið hús. Ég er laus við þá hæfileika að vera þarfur maður í húsi, get ekki barið nagla í vegg né gert nokkuð annað. Ég ætla að láta gera smávegis fyrir mig innan húss, sem bæði krefst smiðs og málara, og hef leitað til nokkurra. Sumir segja strax, að þeir megi elcki vera að því, og það er gott. Hitt er verra, að einn smiður hefur lofað að koma og einn málari. Báðir þessir menn lofuðu að koma — með orðum, sem bentu til þess, að mér væri sérstakur greiði gerður. Og dagur leið að kvöldi, og þegar morgnaði, voru báðir iðnaðar- mennirnir ókomnir. Síðan hafa liðið dagar, og þeir hafa ekki látið sjá sig, og þó hef ég hringt í annan aðilann svona til að ntinna á mig. Margir kunningjar rnínir hafa sömu sögu að segja um orðheldni iðnaðarmanna. Liklega hafa þeir of mikið að gera, en ofsæld hefur aldrei verið neinni stétt til góðs. Ég er svo sem ekki að fara frarn á aðstoð Vikunnar, vil aðeins láta þá iðnaðarforkólfa, sem lesa þetta, vita, að allur almenningur talar svona um iðnaðarmenn, telur þá svikula menn og erfiða viðureignar. Örn. Ekki viljum við leggja ' mikið til mál- anna, Örn minn góður. Pósturinn hefur ekki þurft að fá aðstoð iðnaðarmanna svo oft, en þegar hann hefur þurft á að halda, hefur hann aldrei verið svikinn, og ekki er ég alveg viss um, að allur almenningur telji iðnaðarmenn svikula, — það er, að þeir standi ekki við loforð um að koma á tilteknum tima, — en ég geri ráð fyrir, að það sé það, sem þú átt við með „svikulum". En það er misjafn sauður i mörgu fé, og vissu- lega mun það sannleikanum samkvæmt, að þjón- usta yfirleitt sé fremur bdgborin hir d landi. Vikan, Reykjavík. Það er þetta með klukkurnar. Hvað er h«gt að gera til þess að samræma timamælingu á ts- landi? Hefur þú tekið eftir því, kæri póstur, að hvar sem klukkur eru uppi, sýna þær sinn tim- ann hver. Strætisvagnarnir fara eftir Lækjar- torgsklukkunni, sem er sjálfsagt eina klukkan á landinu, sem sýnir þann ákveðna tima. Allar aðrar klukkur eru ýmist á undan eða eftir. tJt- varpið hefur klukku, sem slær tvisvar á sólar- hring. Ef maður fer eftir henni, missir maður áreiðanlega af öllum strætisvögnum. Ef maður fer eftir sinni eigin, þarf maður að híða og biða, þar til strætisvagninn kemur. Hver ber ábyrgð á þessu? Helgi Iijörvar fttll- yrti eitt sinn við lilustendur, að Landssími ís- lands væri tímavörður á íslandi. Það var af því, að hann kom of seint í þingfréttir, —- fór eftir sinni klukku, en útvarpið ekki. Það mætti nefna ótal dæmi um óhöpp og broslega atburði, sem átt hafa upptök sin vegna misræmis á klukkum. Er enginn, sem á að sjá um, að klukkur á opin- berum stöðum séu réttar ? Ef svo er ekki, hvern- ig væri að setja sérstakan klukkumálaráðherra? Þar sem ég vinn, sé ég út um gluggann á stóra klukku. Þegar hún er 12 á hádegi, fer ég í mat. Þegar klukkuna lieima vantar fimm mínútur i eitt, fer ég af stað og er venjulegast fimm mín- útur í bilnum á vinnustað. Þá er klukkan hér fyrir utan gluggann, langt gengin i tvö, og hús- bóndinn lítur mig hornauga. Ég er ekki hissa á því, þótt menn komi of seint í bíó eða séu óstundvísir svona yfirleitt hér á landi. Fyrirgefðu klórið. — Ég reyni fingramál við þá, en þú hleypur í eldflaugina og nærð í myndirnar af Marilyn Monroe. — Ljúffengur eftirmotur JCaúdit búduujat $0* *0' t4V'-V &0& p,GO \"'4 et\’ m 0°' nto V TRAUST MERKI ' . Heildsölubirgdir Eggert Kristjánss on & Ce h.f. Sími 1 14 90 HOLLAND VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.