Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 24

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 24
Giftast James Darren og Evy Xorluiid? Fimm eða sex sinnum að undanförnu hefur síminn hringt hér á ritstjórnarskrifstofum Vikunnar og ungar kvenraddir spurt feimnislega: — Getið þið sagt mér heimilisfangið hans James Darren? — eða: — Hjá hvaða kvikmyndafélagi leikur James Darren? Fram að þeim tima, þegar hringingarnar hófust, verðum við að viðurkenna, að þekking okkar á högum James Darren var harla litil, en auðvitað urðum við að gera allt, sem unnt var, til að hjálpa ungu stúlkunum, sem hringdu í okkur. Þess vegna flettum við stafla af nýjum leik- arablöðum og komumst að sínu af hverju um hinn unga leikara, sem skyndilega virðist hafa orðið mjög vinsæll á íslandi. í fyrstu reyndum við að grafa upp orsakir hinna skyndilegu vinsælda lians og komumst þegar að því, að þær mundu eiga rætur að rekja til kvik- myndarinnar Unglingastríðið við höfnina, sem var sýnd í Stjörnubíói fyrir nokkru. Við þurfum ekki að fletta lengi í leikarablöðun- um til þess að komast að því, að James Darren er nýskilinn við konu sína. í slúðursagnadálkum margra blaðanna er þessa getið í sorgartón, en því Evy Norlund er brosmild, enda er hún þarna úti að snæða með elskunni sinni, honum James. Þárna er Darren í félagsskap hinnar ungu og fallegu Söndru Dee og virðist una sér hið bezta, — en við vitum, að hans útvalda er danska fegurðardrottningin Evy Norlund, eða að minnsta kosti segja nýjustu fréttir frá Hollywood það. þó bætt við, að James sé ekki af baki dottinn fyrir því, enda liafi hann hvað eftir annað upp á síðkastið sézt á mannamótum i fylgd með dönsku fegurðar- drottningunni Evy Norlund, sem um þessar mundir gerir allt, livað hún getur, til að komast á blað í kvikmyndaheiminum. í viðtali við eitt blaðað kveðst James að vísu vera í sorg vegna skilnaðarins við konuna, en blaðið bætir því við, að sennilega takist Evy að lina þjáningarnar eitthvað. Þó segir James: ■— Annars tek ég leiklistina fram yfir allt annað. Og hlutverkið, sem ég hef fengið i myndinni Enginn skal skrifa mína grafskrift — er það bezta, sem ég hef fengið til þessa. Ég ætla líka að leggja mig allan fram við það. En það væri vanþakklátt gagnvart þeim, sem hafa gaman af söng mínum, að leggja sönginn á hilluna. Þess vegna vinn ég líka að nýju plötualbúmi þessa dagana. Já, það er erfitt að lifa . . . Við komumst einnig að því, að James Darren hóf söngferil sinn í næturklúbbum i Fíladelfíu. Síðan kom hann fram í sjónvarpsþætti, og þar varð hann frægur á einu kvöldi eða svo. Eftir að hann var orð- inn átrúnaðargoð bandarískra unglinga, opnaðist auðvitað leiðin til kvikmyndanna. Eftir þvi sem við komumst næst, starfar James Darren nú hjá Columbia-kvikmyndafélaginu, og reynandi er að skrifa utan á bréf til hans: Cohmibia Studios, Hollywood, California, U. S. A. EIKFERILL Marilynar Monroe er nútimaævintýr. Hún fædd- ist 10. júní 1926 í Los Angeles og var skírð Norma Jean Baker. Skömmu eftir styrjöldina starfaði hún i flugvélaverksmiðju, en ljós- myndari nokkur, sem kom í verk- smiðjuna, „uppgötvaði" hana. Sið- an gerðist hún Ijósmyndafyrirsæta við bandarísk vikublöð, þá var hún mynduð til reynslu hjá Fox-kvik- myndafélaginu og síöan auglýst upp sem kvikmyndastjarna. Þrátt fyrir vinsældirnar var talið, að Marilyn væri eins og hver önnur dægurfluga, stjarna, sem hrátt mundi falla. í Ilollywood brostu menn í kampinn, þegar það barst í tal, Iivorl Marilyn gæti leikið gamanhlutverk. Marilyn getur að- eins leikið með linum líkamans, sögðu allir, meira að segja aðdá- endur hennar. En Marilyn sigraði aftur. Aðrar kynbombur gleymdust, en hún náði hátindi frægðar sinnar í myndinni Prinsinn og dansmær- in, en þar lék hún á móti Laurence Olivier, hinum fræga Shakespeares- leikara.' Og sem stendur nýtur Mari- lyn óhemjuvinsælda fyrir leik sinn í gamanmyndinni Enginn er full- kominn (Some like it Hot á frum- málinu, en hefur verið nefnd Ingen er fuldkommen á dönsku, og við liýðum það). Þeir, sem sjá þessa mynd, efast ekki lengur um, að Marilyn sé leik- kona. Myndin gerist á bannárunum í Bandaríkjunum, þegar sprúttsalar, „gangsterar" og dansmeyjar „gras- seruðu“ i skemmtanalífinu þar. Jassleikararnir Joe og Jerry, sem Tony Curtis og Jack Lemmon leika, skemmta gestunum í vínkjallara einum, sem á ytra horði er fyrir- tæki, er tekur að sér að sjá um jarðarfarir. Lögreglan fær grun um, að ekki sé allt með felldu í um- ræddu fyrirtæki, og finnur vínkjall- Framhald á bls. 34. < TIL VINSTRI: Skapið er ekki upp á það bezta, meðan lög- reglan ryður salinn. TIL HÆGRI: Joe, sem nefnist Daphne í kvengervinu, er í sama svefnvagni og Marilyn á leiðinni til Flórída. Daphne fer í bað, en Marilyn horfir á. Loks er mynd af þeim Tony Curtis og Jack Lemmo'n í hlutverkum Joe ög Jerry.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.