Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 33
um liann: — Franlc er eins og tígrisdýr, hann kann ekki aS liræðast og víkur ekki af hólmi fyrir neinum. Þótt hann sé grannvaxinn og ' renglulegur, óttast liann ekki neinn né neitt. ÞaS gerSist einu sinni, aS hann réSst á yfir- þjón, sem ekki vildi ganga negra um beina, og í annaS skipti barSi hann mann, sem hann þekkti ekki, fyrir illkvittnisleg ummæli i garS GySinga. Og Frank gekk á brott, þegar skíra átti hans eigin son, en presturinn vildi ekki IviSurkenna skírnarvottinn fyrir þaS, aS hann jvar GySingur, en hann hafSi Frank sjálfur valiS. Annars er Frank Sinatra margþætt persóna. Ilíann er bæSi ofsafenginn og rólegur, góSlijart- JaSur og eigingjarn, getur bæSi fariS i ham ljóns- jins op feld lambsins. t'onum er hezt lýst meS j því aS líkja honum viS óslípaSan demant. Fáir frægir menn liafa orSiS sér úti um jáfn- [marga óvini sem hann. Einu sinni hneylcslaS.i [hann tiu þúsund manns i Ástralíu, svo að seint [ mun fyrnast yfir. Hann hefur staSiS i málaferl- |um viS umhoSsmenn og framkvæmdastjóra, IhótaS leikstjórum aS fara leiSar sinnar, gagn- •rýnt Marlon 'Brando, gengiS í berhögg viS Sam ÍGoldwyn og móðgaS jafnáhrifamikla blaðamenn |og Ed Sullivan. Á síöari árum er ]íó eins og meiri ró hafi jfærzt yfir hann. Hann ann mjög börnum sín- [um og veitir fyrri konu sinni, Nancy, alla þá [aSstoS. sem hann má. Hann á fimm tónlistar- [fyrirtæki, sjálfstætt kvikmyndafyrirtæki, á jstóran hhit í hinu mikla Sands gijsti- og veit- jingahúsi og spilabanka í Las Vegas, hlutabréf i veðhlaupabrautum, næturklúhbum og veit- Jingahúsum víSs vegai' i Bandaríkjunum. Það kemur fyrir , að þeir, sem telja sig vilja jhnnum vel. ráðleggja honum aS taka upn meiri ihófsemi í lifnaðarháttum, unna sér hvíldar og i taka lífinu með ró. En svar hans er alltaf eitt og hið sama: — Ég geri það, sem mig langar til. Ég þarfnast hvorki ráða né aSstoðar. Ég hef komið öllu til leiSar einn míns liðs. j Einrænn oq einmana. Hvernig má þaS vera? Og hvaða álit hefur hann á sjálfum sér og list sinni? Hann svarar jafnan af hreinskilni og undanbragðalaust. Hann er einrænn og einmana og stoltur af. Hann kemst svo að orði: ■1 — Það er um mig öldungis eins og hnefa- | leikarann. Áður en keþnnin hefst, nýtur hann aðstoðar annarra. En þegar út í bardagann er komið, á hann allt undir sjálfum sér. AS i mínu viti eru allir leikarar skapandi lista- | menn. Munurinn er aSeins sá, að flestir aðrir % skapandi listamenn geta helgað sig listslcöp- }r' un sinni, þegar andinn kemur yfir þá, en lcvik- | myndaleikarar verða að leika ástaratriði eld- j snemma á morgnana, ef þannig stendur á, og það er allt annað en gaman. Mér tekst alltaf betur upp, bæði í söng og leik, síðari hluta dags. Þess vegna syng ég aldrei inn á hljómplötur nema á kvöldin. Eng- inn vildi gerast til að leika í kvikmynd síðari hluta dags og brjóta þar með gamla hefð, en ég hikaði ekki við það, þegar fyrsta kvik- myndin var gerð á vegum mins eigin fyrir- tækis. AS vísu varð ég að grejða nokkra doll- ara i eftirvinnukaup, en myndin var líka tek- in á viku skemmri tíma en venja er til. Ég lief aðeins eitt að selja, — sjálfan mig. f hvert skipti, sem ég kem fram á sviði eða í kvikmynd, er það aðeins einn, sem vinnur í mína þágu, — ég sjólfur. Verði ég veikur, er ég þar með úr leik. Misheppnist hljómplötur minar eða kvikmyndir, er það ég, sem bíð ósigur. Ég æski ekki neinnar samúðar; og það er aðeins eitt, sem ég óttast á stundum, ■— hið ókomna, það, sem ég er óundirbúinn að mæta. Ég er einrænn og einmana og kýs helzt að vera það, bæði i starfi og einkalifi. Auk þess verður maður að fara einförum, þegar um slik störf er að ræða og þau, sem ég hef með hönd- um. Ég fæ ekki að sitja einn við borð ó al- mennum veitingastað, þess vegna snæði ég annaðhvort einn i gistihússherbergi mínu eða heima hjá mér. Eftir nokkurn tima fcr svo, að maður forð-. ast fólk eftir megni. Ég tek aldrei þátt í sam- Ciósaperur 1000 stunda fyrirlíggjandi 13-22-40-60-82-109 wa. Nu stendur yfir tími heimboða og inniveru. Athugiö því aö byrgja heimiliö upp af O R E O L rafmagnsper um. Sendum gegn póst- kröfu hvert á land sem er. MARS TRADING COMPANY H.F Illapparstig 20. — Simi 1-73-73. kvæmum ótilneyddur. Ég get hvergi komið á almenna skemmtistaSi, án þess að gestirnir telji mig almenningseign. En ég ann starfi minu, Þegar ég finn iil Jíreytu, tek ég mér dálitla hvild, fer einn míns liðs til Palm Springs, leik golf og sef átta til níu tíma hverja nótt, hleð rafgeymana. Allt, sem ég hef fyrir stafni, er lagt undir dægurdómstól almennings. Ég verð ævinlega að hafa eitthvað nýtt á takteinum, annars glata ég liylli almennings. Eins og stendur, leggur almenningur mér beinlínis lið til sigurs — í þeirri von að geta aftur orðið vitni að ósigri mínum. Fellur illa við rokkið. Bing Crosby hefur látið svo um mælt, að hann telji Frank Sinatra einn mesta listamann, sem nú sé uppi. ASrir telja, að hann hafi þegar náð hátindi frægðar sinnar. Hann nýtur nú sem stendur svo almennrar hylli og aðdáunar um allan heim, að bókstaf- lega allt, sem hann snertir á, verður að gulli. Og verði framtíðin eitthvað svipuð fortiðinni, verður þess ekki langt að bíða, að hann verði launahæsti listamaður, sem um getur i sög- unni. Þvi að Frank héfur samið framtíSaráætlun varðandi plötuútgáfu, kvilunyndagerð, sjón- varpsleiki og söngskemmtanir, svo stórkost- lega, að venjulegt fólk mundi sundla við til- hugsunina eina saman. Hann segir sjálfur: — Mér líður bezt, þegar ég hef mikið að gera. Taki ég mér tiu daga hvíld frá störfum, leiðist mér iðjuleysið og verð því fegnastur að taka aftur til við þrældóminn. En cinhvern tíma verð ég að liægja á ferðinni; röddin endist mér ekki um allan aldur. Ekki er Frank feiminn við að segja meiningu sina. Hann hatar rokk, en hefur þó gaman af að hlusta á einstaka rokksöngvara. Hann kveð- ur Pat Boone þeirra beztan og fjölhæfastan, — enn sé ekki unnt að segja neitt um, hvað úr Elvis Presley geti orðið. Fólk sagði, að ég væri aðeins tízkufyrirbæri, þegar ég lióf frægðarferil minn, segir hann, — en ég er það enn. Ólrúlegt starfsþrek. Frank iðkar golf af kappi og heldur sér alltaf í fullri likamsþjálfun. Þótt hann liafi vakað alla nóttina, gætir þess ekki hið minnsta, þegar liann kemur til vinnu. Hann er alltaf stundvís og kann hlutverk sin reiprcnnandi, drekkur með gát, sefur eins og steinn og hefur gaman af Hkamlegu erfiði. Hann kveðst hamingjusamari í einkalifi sinu en nokkru sinni fyrr. — Ég held, að ég sé farinn að þekkja sjálfan mig. ÞaS er erfiðið, sem ég þarfnast, og þegar ég kem heim, þreytt- ur að loknu dagsverki, liður mér bezt. Börnin heimsækja mig þrisvar i viku, — þegar timi vinnst til, — og samkomulagið er hið bezta. Þetta eru góð og skemmtileg börn . . . Til þess að skilja Frank Sinatra verður mað- ur að hafa liugfast, hvílíkur reginmunur er á draumóramanni og framkvæmdamanni. Sá munur er sennilega fyrst og fremst fólginn i starfsþreki og þrautseigju, — og það er einmitt þetta tvennt, sem er snarasti þátturinn i frægð og velgengni Franks Sinatra. — Mér finnst þú ættir nú að fara að hvíla barnið, fyrst það hefur gengið í hálfan mónuð. r— V I K A N 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.