Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 7

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 7
Anita Gloria Marlene Kim Þær hafa allar verið orðaðar við Frank Sinatra Hann þarf sannarlega ekki að velja af verri endanum Foreldrarnir hlógu dátt. — Vertu ekki me8 þessa vitleysu, sagði faðir hans. — Reyndu heldur að verða þér úti um einhverja stöðuga vinnu. Frank varð svo móðgaður, að hann fór að gráta. Nokkru siðar sigraði Frank i keppni áhuga- söngvara i Jersey. En móðir hans lét sem hún heyrði ekki þær fréttir. — Þú átt að læra vélvirkjun, sagði hún. — Það er stöðug og heiðarleg atvinna. En Frank gat líka verið þrár, þegar hann vildi það við liafa, og svo fór, að móðir hans varð að láta undan. Hann fór að syngja fyrir þrjá dollara um kvöldið á félagssamkomum, safnaðarfundum, i klúbbum og sýnagógum. Og liann lagði hart að sér. — Ég einsetti mér að læra af öllum þeim mistökum, sem mér urðu á hverju sinni, og verða mér úti um alla þá þjálfun, sem völ var á, segir hann. — Ég lét mér ekki nægja að syngja i brðkerinu, ég æfði mig þannig, að ég söng opinberlcga, og varð þvi að vanda mig eins og ég pat. Nokkru siðar vann hann enn e;na söngkeppni og fékk starf um skeið sem söngvari i kvartett, er nefndist Hoboken-f jórmenningar. Þegar samningurinn var útrunninn að sex mánuðum liðnum, kom liann aftur he'm til Hoho'fen og starfaði við útvarpsstöð þar i bæn- um. Þ"r vann hann sextán klukkustundir á sólarhring kauplaust gegn þvi, að Ivmn fengi að syngja öðru hverju, og stöðugt ól hann með sér þá von. vfi sem heyrði til hans, upncötvaði hæfileika hans. Einnig söng hann í veitingahúsi nokkru fyrir utan bæinn; gekk þar auk þcss um bcina og sónaði gólfin og fékk fimmtán dollara á viku fyrir. ,,Röddin“. Þ°ð var ekki fvrr en árið 1939, að hamingjan gerð:st Frank hliðholl. Harry James hljómsveit- arst'óri heyrði hann svngja, réð hann til sin, og í fyrsta skipti á ævinni bar Frank eitthvað úr býtum fyrir söng sinn. Sex mánuðum siðar réð liinn heimskunni Tommy Dorsey hann til sin fvrir hundrað dollara á viku, •— birti sjálf- ur 35% af öllum ágóða, en samningastióri Dorseys hirti svo 10% og auglýsingastjóri lians 10%. Mörgum árum síðar tókst Frank og hljóm- plötufyrirtæki hans loks að kaupa þennan rétt aftur af Dorsey, svo að Frank ætti rödd sina sjálfur og það, sem hann græddi á henni. Do’-sey seldi réttinn á 000 búsund dollara. í fyrsta skipti, sem Frank Sinatra kom einn fram á sviðið, lýsti einn af gagnrýnendunum honum þannig: — Hann lítur út eins og fimmtán ára strákur, hálfbrjálaður af hræðslu. Hann rígheldur sér i hl.ióðnemastöngina, og svitinn rennur og bogar af honum. Hann átti enn klökkari og langdregnari tóna cn nokkur annar tizkusöngvari í þá tið. Gagn- rýnendurnir tóku að veita bonum athygli. Þeir gáfu honum viðurnefnið „náunginn með hæg- genga hjartað“. Einn af þeim likti rödd hans við „snjáð flos“, og annar fullyrti, að söngur hans vekti með sér sömu áhrif og þegar sér væri klappað mjúklega. Ég lagði mikið á mig, segir Frank, — unz mér tókst að tengja tónana svo náið, að áheyr- endur urðu þess aldei varir, að ég drægi and- ann. Hann jjjálfaði ekki síður vandlega framburð og áherzlur. — Uppgerð eða leikur er ekki til i söng hans, er haft cftir einum af hljómsveit- arstjórunum hans. -— Maður gæti helzt imynd- að sér, að vesalings bjáninn tryði sjálfur öllu þvi, sem hann syngur. Það gerði hann i rauninni. Og jjað gerðu líka piltar og stúlkur viðs vegar um heim, svo að milljónum skipti. Hann varð brátt hið mikla átrúnaðargoð ungu kynslóðarinnar; raunar liefur hann verið átrúnaðargoð tveggja ungra kynslóða. Þenar hann tók á leieu stærsta si>m- komuhús við Breiðstræti í New York fvrir söngskemmtanir sinar, safnaðist að slikur manngrúi, að öll umferð stöðvaðist, og dag- inn eftir kom frétt i stórblnðinu Times undir fyrirsögninni: Fimm þúsund ungar stúlkur berjast eins og villidýr um að mega sjá Frank Sinatra rétt sem snöggvast. D'’’rknfíur sem f/tlð. ITvað var svo heilland' i fari h!>ns? Ekki var það fegurðin, sem gerði, þvi að engum gat fil hugar komið að kalla hann Valentino endur- borinn. Srmt sem áður var aldrei stundarfriður úti fvrir húsinu, þar sem hann átti beima i Ho' oVen, fvrir unaPnffstelnum, sem k'öngruð- ust þar upp um alla veggi, jafnt á nóttu sem degi, ef verða mætti, að lieim tækist að siá jnn til lians. Og húsið, sem áður hafði verið hvitt að uten, varð rautt af varalit bátt unp á veggi. Það voru einmitt þessar unglingstelpur, sem skópu honum frægð. Þær dýrkuðu hann bók- staflega eins og guð, sátu me:ra að segja tim rakarastofurnar, þar sem hann lét klippa sig, og keyptu lokka úr liári hans fyrir of fjár. Þær stóðu i biðröðum næturlangt til að ná sér i aðgöngumiða að söngskemmtunum hans. Og árlega bárust bonum 250 þúsund bréf frá þessum „söfnuði" sinum. Hljómplötur hans schlust i milljónum ein- taka, og kvikmyndafélögin rifust um hann. Enda þótt heimsstyrjöld hefði skollið á, var hans enn gctið að staðaldri á forsiðum stór- blaðanna. Árið 1943 námu árstekjur lians um fimmtíu milljónum króna. Hann var ekH teWnn i herinn, þar sem gat reyndist á hljóðhimnunni í öðru eyra hans. En hann tók sinn þátt í þvi engu að siður. Hann var transtn- demó'-rati eins og móðir hans og mikill aðdáandi Franklins D. Roose- velts. Og þegar Dewey bauð sig fram fyrir repúblíkana gegn Roosevelt og hugðist halda framboðsfundi i New York, gerði Frank Sin-'tra sér hægt um vik og auglýsti jafnan söngskemmtanir i nágrenninu á sama tíma. Frank Sinatra vakti fyrst verulega athygli f myndinni „Héðan inn í eilífðina“. Þar var barizt uin aðgöngumiðana, en Dewey talaði yfir auðum stólunum. Hvað gerði Frank Sinatra svo við allt það fé, sem lionuin græddist á rödd sinni? Jú, hann gaf vinum sínum kádiláka í jóla- gjöf, keypti sér skrauthýsi mikið fyrir 160 þúsund dollara, gaf vindlakvcikjara úr gulli hundruðum saman, og kostaði hver þeirra um 250 dollara. Og svo skemmti hann sér á hverju kvöldi með ungum stúlkum og aldrei sömu stúlkunni tvö kvöld i röð. Framhald á næstu siðu. Lorita Firrelo er ekki nema 15 ára. Hún er félagi í einum hinna mörgu aðdáendaklúbba Sinatra, og hún segist elska hann, þótt hún hafi aldrei séð hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.