Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 29

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 29
Frá hernámsárunum Framhald af bls. 5. Segir nú íslendingurinn orðrétt frá á þessa lund: „Var nú siglt beint á liaf út og haldið kyrru fyrir neðansjávar i hálfan annan sólarhring, að frátöld- um nokkrum klukkustundum til að skipta um loft. Þá var enn reynt að Iegpja að landi nokkru norðar. Var þá komin þokusúld, og sigldum við miög hægt. Allt i einu var tilkynnt, að það heyrðist i skipsskrúfu, og virtist skinið vera i nokkurri fjarlægð. Heyrðist nú stöðugt greinilegar i skrúfunni, þar til við sáum i gegn- um sjónpipuna, að fiskibátur, all- stór, kom í Ijós út úr þokunni. Hélt hann ferð sinni áfram hindr- unarlaust. Nú var mér sagt, að ég skyldi leggjast til hvíldar, því að undir morguninn mundi ég áreið- anlega komast í land, þar sem veð- ur væri batnandi. Snemma morg- uns vaknaði ég við mikinn loft- þrýsting, svo að ég fékk hellu fyr- ir eyrun. Ég þaut fram úr til þcss að vita, hvað um væri að vera. Heyrði ég þá, að kafbátsforinginn gaf skipun um, að öll tundurskeyta- rör skyldu vera tilbúin til notkun- ar, og stafaði loftþrýstingurinn frá þeim undirbúningi. í sömu andránni kom til min óbreyttur sjóliði og tilkynnti mér, að kafbátsforinginn vildi tala við mig. Fór ég þá strax upp i turn- inn til hans, þar sem hann sat við sjónpípuna. Sagði hann mér, að skip væri á ferð fram undan, sem hann teldi vera bandariskt eða brezkt flutningaskip. Bað hann mig að horfa i sjónpípuna og að- gæta vandlega, hvort ég kannaðist við skipið, ef það skyldi vera is- lenzkt. Settist ég við sjónpipuna, og sá ég nú, að mér virtist, stórt skip fram undan i þokunni. Sagði ég þá við hann, að það hlyti að vera íslenzkt skip, þar sem það sigldi svona nálægt landi. Spurði hann mig nú að heiti islcnzku strandferðaskipanna. Skýrði ég honum frá þeim. Spurði hann þá, hvað þau væru stór. Kvaðst ég ekki muna, hvað Súðin væri stór, en Esjan væri eitthvað 1300—1400 smálestir að stærð. Kallaði hann þvi næst á undirforingja einn og skipaði honum að gæta að stærð skipanna í skipaskrá Lloyds. Hann gerði það, og kom þá i Ijós, að ég hafði nokkurn veginn á réttu að standa um stærð Esju. Nú nálgaðist skipið stöðugt. Sagði kafbátsforinginn nú, að þetta gæti ekki verið íslenzkt skip, þar sem það liti út fyrir að vera mjög stórt, og mundi hann skjóta það niður, ef það bæri ekki islenzka fánann. Gaf hann nú fyrirskipun um, að tundurskeytunum skyldi miðað á skipið. Mér var mjög órótt innan brjósts, og bað ég hann að lofa mér að skoða skipið aftur. Hann leyfði mér það, en bað mig að vera fljótan, þvi að nú mundi skipið bráðlega snúa hliðinni að okkur. Ég horfði nú í sjónpipuna og sá, að skipið hafði nálagzt mik- ið. Kom ég nú strax auga á hvita stjórnbrú, og þekkti þegar, að þarna var komin Esjan, enda þótt fimm ár væru liðin, siðan ég sá hana siðast. Skipið var ckki kom- ið svo nálægt, að við sæjum ldið þess, og var því ekki hægt að sjá islenzka fánann. Tilkynnti ég nú skipstjóra, að þetta væri islenzkt skip, og nafngrcindi það. Þá spurði hann mig, hvort ég væri alvcg öruggur um, að þctta væri islenzkt skip, og skyldi hann bíða, þar til liann sæi nafnið á lilið skipsins. Horfði hann nú sjálfur i sjón- pipuna, og eftir svolitla stund verður lionum að orði, að þetta sé iniklu minna skip en liann hafi haldið það vera upphaflega. Þvi næst bætti hann við: „Þú hefur alveg á réttu að standa. Nú sá ég nafnið og fán- ann.“ Varð hann þá hugsi andartak og sagði síðan: „Nú voru ekki bara landar þínir þarna á skipinu beppnir, heldur og einnig ég, þvi að hefði ég sökkt skipinu, þá mundi ég hafa misst stöðu mina og sætt refsingu að auki.“ Minntist ég þá orða, sem hann hafði talað yfir skipshöfninni áður (en þau voru á þá lund, að undir þcssum kringumstæðum skyldi ekki sökkva islenzkum skipum). Mér létti mjög við þessi orð, og hélt Esjan óáreitt ferð sinni áfram. Þennan dag allan lágum við kyrrir á mararbotni, og nóttina eftir var ég scttur á land. Og hægt er að imynda sér fögnuð minn að vera kominn hcim til ættjarðarinn- ar eftir margra ára útivist." -ár Finnor stsrstu pappírsútflytjendur Evrópu Pappírsútflutningur Finnlands 1958: 585.000 tonn Blaðapappír 385.000 — Pappir til umbúða 350.000 — Pappi til iðnaðar 180.000 — Bóka- og skrifpappir 20.000 Pappírspokar. Samtals 1.520.000 tonn Finska Pappersbruksföreningen, Helsingfors, Finska Kartongföreningen, Helsingfors, Finska Pappers- och Kartongförádlares Förening, Helsingfors, Enso-Gutzeit Osakeyhtiö, Kraftliner-avd., Helsingfors. Umboðsmenn: S. ÁRNASON & CO. REYKJAVÍK VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.