Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 6

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 6
Hann er lítill, horaður og þunnhærð- ur, en þó dregur hann að sér fagrar konur eins og segullinn stálið. Er það röddin, brosið eða persónutöfrar sem ekki verða útskýrðir. Giría Lana Ava Gardner hafði mikil áhrif á hann. Æskuárin í Hoboken. Hoboken er hafnarbær í New Jersey, skammt frá New York. Þar er fátækt mikil og lifið hrjúft og hrottafengið. í leiguíbúð nokkurri i fátækrahverfinu þar í bæ fædd- ist Frank Sinatra 12. desember 1917. Hon- um gekk heldur erfiðlega að komast í heiminn; tók iæknirinn ómjúkt á kolli hans með töngum sínum, og ber Frank þess enn merki. Annars hélt iæknirinn, að barn- ið væri liðið lik, þegar hann loks náði því, og lagði það þvi til hliðar, en beindi allri atliygli sinni að þvi að bjarga lifi móðurinnar. Amma gamla varð þá til þess að bjarga iifi drengsins, tók hann og iaug- aði undir kaldri vatnsbunu, og rankaði hann þá við sér. Martin Sinatra, faðir Franks, var bruna- liðsmaður, skenkjari í knæpu og heldur lélegur hnefaleikari, sem keppti undir nafninu Marty O’Brien, samap rekinn ná- ungi, sem lét aðra afskiptalausa, en leið ekki lieldur neinum að ganga á rétt sinn, ef í það fór. Dolly, móðir Franks, var af allt öðrum toga spunnin. Hún var ítalskrar ættar, hjúkrunarkona að mennt, en eftir að hún giftist, hjálpaði hún eiginmanni sinum við knæpureksturinn. Auk þess söng hún i kirkjukór kaþólskra og á safnaðarsamkom- um þeirra, var virkur félagi í flokki demó- krata, — og það var fyrst og fremst fyrir stjórnmálasambönd hennar bak við tjöld- ift, að Martin hækkaði i tigninni og var gerður brunaliðsstjóri. Þar sem Dolly var potturinn og pannan í allri flokksstarfsemi demókrata þar i hverfinu, hafði hún lítinn tíma til að sinna drengnum, sem var þvi að mestu leyti falinn umsjá ömmu sinnar. Aftur á móti sparaði hvorki móðirin né móðurbræðurn- ir skotsilfrið við Frank litla. — Hann hafði alls ekki gott af því, viðurkenndi móðirin seinna. Fyrstu skólaárin var hann alltaf i nýjum og nýjum fötum, og þegar hann var fjórtán ára og hóf nám í gagnfræðaskóla, átti hann „sportjakka“. Og þegar hann kvæntist i fyrsta skipti, átti liann þrjátiu alklæðnaði í fataskápnum. Frank var óskaplegur fjörkálfur, og er það til marks, að hann hafði liðað sundur niu reiðhjól, áður en hann var orðinn fullra tólf ára. Fimm bíla hafði hann eignazt, áður en hann náði tvítugs- aldri. Sjálfur segir Frank svo um æsku sína og uppeldi í Hoboken: — Fyrst stáluin við sælgæti úr búðinni á næsta götuhorni, þvi næst ýmsum smámunum úr kjörbúðunum, síðan skiptimynt lir sjálfsölum og loks reiðhjólum. Þetta voru strákar af öllu þjóð- erni, sem mynduðu með sér hópa og háðu með sér svo harða götubardaga, að blóðið rann i striðum straumum. Ég man það bezt, þegar ég rifja upp fyrir mér æsku mína, að þá var lifið hrjúft og hrottalegt og ástúð hvergi að finna. fig get sungið eins vel og hann . . . Frank var ekki gamall, þegar hann gerð- ist þátttakandi i einni glæpaklíkunni. Göturnar í hverfinu voru þröngar og myrk- ar og byggingarnar hrörlegar og því ekki að undra, þótt álls konar þorpurum og morðingjum þælti þar gott athvarf. Á bannárunum höfðu leynisalar þar bækistöð ásamt skammbyssuföntum og svikahröpp- um, og ckki var ótítt, að glæpaklikurnar dræpu menn hver af annarri. Loks þótti móður Franks meir en nóg um og afréð að flytjast í betra umhverfi, svo að hann gæti alizt upp við sómasam- legri aðstæður en hún hafði sjálf átt i æsku. En Frank hélt þó tryllingshætti sinum og lét sér yfirleitt ekki á neinn hátt segjast. Loks var hann rekinn úr skóla fyrir strákapör sín. Og hann tók sér það ekki nærri. Hann hafði þegar ákveðið, hvað hann ætlaði að gera sér að ævistarfi, og til þess að rækja það þurfti hann hvorki á prófskirteinum né hegðunarvottorðum að halda. Hann hafði alltaf verið i söngflokki skójans, og þegar skóladansleikir voru haldnir, útveg- aði hann hljómsveitina og söng svo með henni, þegar hann langaði til. " Þegar hann var sextán ára, hóyrði hann Bing Groshy syngja á leiksviði. Þegar hann sat að kvöldverði með foreldrum sínum daginn eftir, varð honum að orði: — Ég get sungið eins vel og hann, hvenær sem vera skal ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.