Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 30

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 30
Fyrir: Bifreiðar Landbúnaðarvélar Bifhjól Flestar stærðir MARZ TRADING COMPANY H.F. Klapparstíg 20. — Sími 1-73-73. Eftirlætisbarn Framliald af bls. 11. En iim leið varð mér ljóst, að hann leit ein- mitt þnnnifí á mig. Hann var bara hrifinn af mér — þrátt fyrir það. Það er furðulegt, hve margs maður getur orðið vísari á svo örskammri stund, enda þótt enginn segi neitt, og að manni skuli verða auðið að hugleiða og skilja svo margt i cinni andrá. Þennan dag kunni ég þvi vel, hversu langan tíma það tók að komast heim með strætis- vagninum, kunni því vel að mega sitja þar og hngsa. Ég virti fyrir mér samferðafólkið, án þess að ég væri beinlinis að horfa á það. Andspænis mér sat kona nokkur, og ég veitti því athygli, að það var gat á öðrum hanzkan- um hennar. Ef til vill átti kona þessi son, sem sleit svo miklu af sokkum, að henni gafst aldrei tóm til að hugsa um sinn eigin fatnað, eða þá, að hún vissi, að hanzkinn var svo slitinn orðinn, að það svaraði ckki fyrir- höfninni að staga i hann. Ef til vill hafði hún ekki heldur efni á að kaupa sér nýja hanz^a. Kannski varð hún að meta það meira að láta sóla skóna litla drengsins . . . Faðir minn striddi mér með því, að ég gengi í giftingarþönkum. En það var ekki satt. Það var allt annað, sem ég var að brjóta heil- ann um. Mér var farið að koma það til hug- ar, að eflaust mundi Hennig geta fengið stúlku, sem var mér fremri. Og allt í einu fannst mér sem hann væri mér á allan hátt betri en ég átti skilið. I rauninni gekk það kraftaverki næst, að Iiann skyldi vera hrifinn af mér. í hvert skipti, sem hann hrosti til min, var það meiri hamingja en svo, að ég ætti liana skilið. Og ég óskaði þess af heilum hug, að sá dagur kæmi, er ég verðskuldaði ást hans, að hann jAI.MÁTTUGUR!^ Þvottabali á teppinu minu! 'i0 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.