Vikan


Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 4

Vikan - 07.01.1960, Blaðsíða 4
 í'jííy ■ *?**"' '■ :■■■■■.ý. ■ : ÞjóSverjum veíSurfregnir. Þar sem allt var Þá á liverfanda hveli og hvert mannslíf eins og strá í sviptibyljum styrjaldarinnar, féllust hinir unfíu menn á a<5 læra loftskeytatækni hjá Þjóðverjum í fyrrgreindum tilganfii. Hins vegar höfðu heir báðir í huga að nota þetta tækifæri til heimferð- ar, en sinna ekki skilyrðunum. Þegar þeir voru komnir fast að landi, vörpuðu þeir tækinu í sjóinn. Þeir voru settir í varðhald í brezkum herbúðum, þegar i land kom. Voru þeir i haldi hjá 'Bretum þar til að stríðslokum vorið 1945. Rúmri viku eftir, að fyrrgreindir mcnn komu til Raufarhafnar, gerðist sá atburður, að tveir íslendingar komu af liafi öllum að óvörum, ró- andi á gúmmíbát, og tóku iand á Eiði á Langanesi. Þar voru komnir tveir landar, er höfðu verið í Þýzkalandi á stríðsárunum. Hafði þeim verið boð- in heimfcrð með þeim skiiyrðum, að þeir tækju með sér senditæki og sendu Þjóðverjum fregnir af veðurfari, skipaferðum og öðru því, er Þjóð- verjum gæti að gagni komið á norðurslóðum. Þýzkur kafbátur renndi með þá undir iand og setti þá i gúmmibátinn, er öruggt mátti teljast, afS þeir næðu landi. Þegar til lands kom, skildu þeir gúmmibátinn eftir í lendingunni og létu yfirvöld vita um komu sina. Höfðu þeir liina sömu sögu að segja og landar þeirra, er viku fyrr höfðu lent á Raufarhöfn. Ætluðu þeir ekki að inna af hcndi Þegar liðið var fast að vordögum árið 1944, var undirbúningur að stofnun lýðveldis á íslandi vel á veg kominn. Alþingi hafði samþykkt álykt- un um, að dansk-islenzki sambandslagasamning- urinn frá 19! 8 skyldi felldur niður og jafnframt stofnað lýðveldi 17. júni það ár. Þegar þetta gerðist, lá þjóðin enn undir fargi styrjaldarinnar. Fjögur ár voru liðin, síðan Bret- ar hcrnámu landið hinn 10. mai 1940, og heims- styrjöldin hafði geisað i 4% ár. Ógnir styrjaldar- innar voru viða hinar hryllilegustu um þessar mundir. Bandamönnum stóð mjög stuggur af Þjóð- verjum, sem fóru að heita mátti heimsendanna 'milli, hjuggu strandhögg hjá óvinum sinum og sökktu skipum þeirra hundruðnm saman. Það vo’’u enn tímar skelfinga og yfirbvrmandi ógna. í aprilmánuði þetta ár sendu Þjóðverjar hingað nokkra íslendinga, sem þeir höfðu komizt í sam- hand við i Þýzkalandi og á Norðurlöndum. Var íslendingunum skotið með leynd til landsins. Tveir þeirra komu t. d. á litlum mótorbát frá Noregi og tóku land á Raufarhöfn. Þeir höfðu með sér senditæki falið í oliubrúsa. Þjóðverjar höfðu komizt i samband við annan þessara manna í Þýzkalandi, hinn í Kaupmanna- höfn. Þeim var boðin aðstoð til heimferðar, ef þeir vildu gera smáviðvik fyrir Þjóðverja, þegar til íslands væri komið, m. a. áttu þeir að senda ■

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.