Vikan


Vikan - 14.01.1960, Síða 9

Vikan - 14.01.1960, Síða 9
á horninu, þessa, sem alltaf er a8 skammast, ef boltinn fer inn í garðinn hennar. Já, garðurinn sá er afar finn, þar er meira að segja gosbrunn- ur. Litill steinstrákur stendur á fallegum stalli úr marglitum steinum og pissar hátt upp í lottið. Það er svo skemmtilegt að sjá hvað hann getur sprænt hátt. Það væri svei mér gaman að laum- ast inn í garðinn og reyna sig við steinstrákinn. En þaö er nú hægar sagt en gjört, Þvi kerlingin er óðar komin út og íarin að rífast. Einu sinni, Þegar hann hélt að enginn væri heima, haíði hann læðst inn í garðinn. Það var glampandi sólskin og þrestirnir sungu glaðlega í trjánum. Hugfanginn starði Gunnar litli á stytt- una, hann langaði svo mikið til að koma við hana en þróin í kring var of breið. Hann fór með lófann undir vatnsbununa og lét tært vatn- ið frussast í allar áttir. Droparnir gióðu eins og demantar í sólskininu, hoppuðu og léku sér brot úr sekúndu og sameinuðust svo öllum hinum dropunum í blátærri þrónni. Hún var öll lögð silfurbergi og hrafntinnu. Og þá var þaö sem konan kom og rak hann i burtu, sagði að hann skyldi snáfa heim til sin, í staðinn fyrir að vera að snuðra inn í görðum annarra mantia. Hún var með stóra bólu á nef- inu, hann hafði ekki tekið eftir því fyrr. Hann man svo vel, hvað honum fannst bólan á nefinu á henni spaugileg. Drengurinn hetdur áfram að horfa á fluguna á myndinni af ömmu og hugsanir hans taka nýja stefnu. Hvers vegna skyldi mamma annars aldrei vilja heimsækja ömmu. Hún þóttist aidrei hafa peninga, eða mega eyða tima í ferðalög. Það er vitanlega alveg satt, en ætli eitthvað annað liggi samt ekki þar á bak við. Hvers vegna átti hann bara þessa einu ömmu? Sumir áttu tvær ömm- ur og sumir jaínvel fleiri. Æ, já, sumir áttu avo mikið af öllu. I dag var allt öfugt og snúið. Hvers vegna þurfti hann að tina hundraðkrónuseðlin- um einmitt í dag og hvers vegna er allt eins og það er, meira að segja mamma skrökvar að honum. Flugan virðist nú vera búin að fá nóg af því, að spigspora á enninu á ömmu, hún tekur undir sig sma stökk, og nú athugar hún gaumgæfiiega annað eyrað, sem er að háifu leyti hulið hári. Flugan heidur áíram ferðalagi sinu um andlit konunnar á myndinni. Nú labbar hún eftir vinstri kinninni og yfir á nefið. Drengurinn gleymir snoggvast ollu andstreymi og skeihhlær. — Ha, ha, nú er amma með bóiu á nefinu, alveg eins og kerlingin i fina husinu, sjáðu mamma. Móðirin lítur upp og brosir, en Það er engin gleði í brosi hennar, og gleði drengsins hveriur lika jafnskjótt og hún kom, hann segir: — Þú skrökvaðir að mér mamma, þú átt meiri peninga, ég sá þá í buddunni þinni áðan, þegar þú fékkst mer hundrað krónurnar. — Þvi miður Gunni minn, ég er búin að eyða þeim. Á meðan Þú íórst að kaupa nestið, skrapp ég út i búðina hérna á móti og keypti nýjar galla- buxur handa þér. Sjáðu, eru Þær ekki svona bux- urnar, sem þú varst að tala um að aliir strákar væru i núna? — Jú mamma. — Já Gunni minn, mér finnst þetta svo leiðin- legt, en ég á bara fimmtiu krónur eða svo, sem verða að duga okkur þangaö til ég er búin með Þennan kjól. Dálítii þögn. Svo gengur drengurinn hægt til móður sinnar, vefur handleggjunum um háls hennar og segir: — E'lsku góða mamma min, fyrirgefðu mér, ég var vondur að halda að þú skrökvaðir að mér. — Við skulum ekki minnast á þetta, við gleym- um þvi. Þú ert góður drengur og skilur mömmu. Núna er allt svo dýrt og Þess vegna gramdist mér við þig, þegar þú týndir peningunum, því að þótt hundrað krónur séu ekki nein auðæfi eru þær mikils virði fyrir okkur, sem höfum svo lítið. — Já, segir drengurinn og finnur um leið til stærilætis yfir því að hún skuli teija hann með. Okkur, hafði hún sagt. Það voru þau tvö, sem stóðu saman og þau urðu Þvi bæði að taka ó- höppunum með stillingu. Því hafði hann ekki gert sér fulla grein fyrir fyrr en nú. Hann losar sig úr faðmi móður sinnar, réttir úr sér, kippir snöggt í buxnastrenginn um leið og hann ekur sér litið eitt. — Ég fer þá að sækja blöðin. Hann segir þetta hressilega og þessa stundina finnst honum hann vera þó nokkuð stór kall. — Já góði, gerðu það, en farðu rrú varlega. Hann kyssir hana, brosir og segir í tón. sem gefur til kynna að honum finnst aðvörunin óþörf: — Já, já, mamma mín, bless á meðan. Þegar hann kemur út, stingur hann höndunum i buxnavasann og setur upp kæruleysislegan strákasvip. — Halló, Gunni, er kallað. Hann hinkrað við, þó á móti vilja sinum. Lalli kemur hlaupandi til hans. — Ertu búinn að borga pabba hans Binna? — Nei. — Ætlarðu ekki að fara að gera það? — Nei. — Nú, eftir hverju ertu að bíða? — Engu, ég ætla ekki með. — Hversvegna ekki? — Af því ég ætla ekkl. — Nú, timdi kellingin þá ekki að lofa þér að fara, þegar til kom? — Hverja áttu við? — Nú hana mömmu þína auðvitað, sveik hún Þig? — Hún mamma er engin kelling. — Jæja, er hún þá kall? — Hún er ekki meiri kelling en mamma þín. — Víst, hún Bjagga, sem býr á loftinu hjá hon- um Jóa segir að hún sé voða kelling. — — Þorirðu að segja þetta aftur? —- Já og hún Bjagga segir að þú sért lausa- leikskrakki og að hann pabbi þinn sé — — — Lengra kemst hann ekki, því lítill hnellinn hnefi Gunnars hittir hann beint á munninn. Síð- an detta báðir drengirnir í götuna, veltast um og láta höggin dynja hvor á öðrum, án þess að hirða um hvar þau lenda. Kona kemur hlaup- andi út úr einu húsinu og hrópar æst: — Strákar, viljið þið undir eins hætta þessum slagsmálum. Hún þrífur harkalega í axlir þeirra og neyðir þá til að standa á fætur. — Elsku Lárus minn, réðist hann á þig, óþokk- inn þessi? Gunnar, þú ættir að skammast þin, ekki nema það þó, ráðast á alsaklausan dreng og slá hann. — Hann byrjaði, skyrpir Gunnar út á milli tannanna. — Þú lýgur, segir Lalli í sama tón, þú slóst mig fyrst. — Já, en þú áttir það skilið, eftir það, sem þú sagðir um mömmu. — Nú, var það eitthvað merkilegt, sem hann sagði um móður þína, nú þarna kemur hún þá- — Gunnar minn, hvað kom fyrir, meiddirðu þig? — Við Lalli vorum bara að slást. — Gunnar sló Lárus fyrst. — Er þetta satt Gunnar? — Já, hann--------Gunnar þagnar og litur til móður sinnar, síðan á móður Lalla, svo leggur hann niður vopnin, gefst upp og segir um leið og hann fer: — Mamma, við skulum bara koma. Móðir Gunnars hefir rétt lokið við að þrifa af honum mestu óhreinindin, þegar barið er að dyr- um. Fyrir utan stendur frú Ágústa, konan, sem á húsið. — Það er dálagleg saga, sem ég heyri af syni yðar, hann ræðst bara á Lárus litla, þennan prúða og stillta dreng og slær hann, svo að stór- sér á honum. — Já, segir móðir Gunnars, — mér finnst þetta mjög leiðinlegt. — Jæja, þér eruð nú samt furðuróleg, verð ég að segja. — Já, slagsmál drengja eru ekki nýtt fyrir- brigði i sögunni, frú Ágústa, segir móðirin og brosir. — Einmitt það já, þér alið bara óknyttina upp i stráknum, ekki er von að vel fari. Gunnar sér útundan sér, að rauðir dílar koma í kinnar frú Ágústu. Honum finnst hún afar skrítin, með þessa rauðu bletti, því að hárið á henni er líka rautt, dálítið misrautt og í eyrunum á henni hanga stórir gulir eyrnalokkar, sem dingla fram og aftur, þegar hún er að tala viO mömmu. Framhald á bls. 28.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.