Vikan


Vikan - 14.01.1960, Qupperneq 15

Vikan - 14.01.1960, Qupperneq 15
Kristján og Sörin, að það, sem þeir hugðu báðir gleymt og grafið, lét aftur á sér bæra, um leið og þeir voru komnir heim. Það var ekki gleymt og grafið í þorpinu, svo mikið var víst. Hvar scm þeir fóru, voru þeir alltaf spurðir tiins sama, — bvernig þeim hefði kom- ið saman á miðunum. Fyrst i stað svöruðu þeir af mestu hógværð, að þetta hefði aldrei verið neitt, — en smám saman kom i þá kergja, og þeir svöruðu því til, að þeim, sem spyrði, væri nær að gæta sinna eigin málefna en vera sí og æ að hnýsast i það, sem honum kæmi ekki vitund við. Fleiri skútur komu heim af miðunum, sigldu nin á voginn og skiluðu ungum mönnum úr þorpinu í land. Það var efnt til dansleiks 1 samkomuhúsinu. Allt liaknag var látið niður falla, þvi að allir voru í sólskinsskapi. Þeir Sörin og Kristján dönsuðu báðir við Þórdísi eins ou hinar ungu stúlkurnar. Það var skemmtilegt kvöld, eitt af þeim, sem rifjast mundi upp fyrir manni, þegar aftur var legið á miðum úti. Ekki leið á löngu, áður en Brimi stefndi aftur inn á voginn, búinn til sildveiða, og þeir félagar héldu um borð. Þórdis var ]jvi fegnust, að allt virtist komið aftur í samt lag. Hún var frjálsari ferða um þorpið á eftir. Brimi sigldi norður á miðin. Franz gamli skipstjóri stóð úti við glugga stjórnklefans, digur og þunglamalegur, en Sörin stóð við stýrið. Franz gamli var yfirleitt kátur og reff- ur, en það sat enn i honum, hve illa hafði gengið á íslandsmiðum. Hann átti sjálfur hlut í útgerðinni, og afkoma hennar var ekki góð eftir vertíðina. Og þótt hann vissi, að fisk- teysið hafði gengið jafnt yfir alla, kenndi hann sjálfum sér um, að aflinn var ekki meiri. Hann varð því að láta hendur standa fram úr erm- um á sildarvertíðinni til að jafna upp tapið og beita allri sinni kænsku og snilti til að hafa upp á síldartorfunum. Hann virti fyrir sér hásetana, sem voru að ganga frá öllu taus- le.gu frammi á þiljunum. Hvað sem öðru leið, þá bafði liann á að skipa úrvalsáhöfn, og flestir af tienni liöfðu verið með honum árum saman. Og hann hét því með sjálfum sér, að j)eir skyldu ekki þurfa að sjá eftir því í þetta skipti. Enginn þeirra liafði gengið úr skip- rúmi lijá honum, þótt svo illa tækist til á ver- tiðinni; þeir brugðust honum ekki, og liann skyldi ekki lieldur bregðast þeim. — Ég ætla að skreppa niður og lilusta á veðurfregnirnar, sagði hann við Sörin. — Stýrðu norður eins og stefnir. — Já, svaraði Sörin. Hann tók sér það nærri, hve skipstjórinn var þegjandalegur og þungur á brúnina, — fór nærri um, hvað það var, sem amaði að gamla manninum. Nii var hann farinn niður til að hlusta á verðurspána, og að því búnu mundi hann fara að fást við berg- máls-dýptarmælinn, og frá honum nnindi hann svo ekki vikja, eftir að kæmi á miðin, þvi að nú var allt undir þvi komið að finna sildar- torfurnar. Sildveiðin var atltaf eins og spennandi kappleikur. Dægrum saman var sigtt norður. Sjór var þungur og andbyr, en tireyfillinn hamaðist án afláts, og áfram miðaði, þótt liægt gengi. Það Framliald á bls. 29. leizt vel á Þeir höfðu oft slegizt um hana

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.