Vikan


Vikan - 14.01.1960, Side 19

Vikan - 14.01.1960, Side 19
Þessi mynd er frá „Kardemommuhátíðinni“ miklu, og sést greinilega, að þar er líf i tusk- unum. Myndin er írá uppfærslu i Noregi í Kardemommubæ AÐ er orOinn fastur þáttur íJ í starfi Þjóðleikhússins að r' sýna eitt barnaleikrit á hverju ári. Mörg þessara leik- rita hafa orðið mjög vinsæl og verið ágætlega sótt bæði af börnum og fullorðnum. Börn kunna að meta, ef vel er gert, og láta þá þakklæti sitt óspart í ljós. Er því nauðsynlegt að vanda sem bezt til barnasýninga. Þjóðleikhúsið hefur jafnan ver- ið þeim vanda vaxið og gert sýn- ingarnar eins vel úr garði og frekast var kostur. Má í því sam- bandi nefna leikritin Litla-Kláus og Stóra-Kláus, Ferðina til tunglsins og Undraglerin eftir Óskar Kjartansson, sem sýnt var á s 1. vetri. Þjóðleikhúsið sýnir að þessu sinni norskan barnaleik eftir Thorbjörn Egners, sem heitir Fólk og ræningjar í Karde- mommubæ, og hefur hann einn- ig samið alla hljómlist við leik- inn og teiknað búninga og leik- svið. Má því með sanni segja, að Egners sé þúsundþjala- smiður, enda hefur hann hlotið mikla frægð fyrir bráðsnjallan leik sinn. Leikritið var fyrst sýnt í Þjóðleikhúsi Norðmanna fyrir þremur árum og hlaut þegar miklar vinsældir. Nú hefur leikurinn verið sýnd- ur í öllum helztu leikhúsum Norðurlanda, og um þessar mundir er Kardemommubærinn leikinn samtímis á öllum Norður- löndum. Óhætt er að fullyrða, að leik- ur þessi á einnig eftir að koma íslenzkum börnum i gott skap, — fjörugir dansar, skemmtileg lög og græskulaust gaman, sem allir kunna vel að meta, bæði börn og fullorðnir. EFNI LEIKSINS. Leikurinn gerist í litlum bæ, ''Sem er kállaður Kardemommu- bær. Hann er langt héðan, og mjög fáir vita, hvar hann er. Þetta er talsvert undarlegur bær, og margt skemmtilegt ger- ist þar. Þar ganga tii dæmis asnar um götur, og stundum koma úlfaldar og Ijón labbandi á móti manni Á forsíðu blaðsins sjáum við hvernig þarna er umhorfs, en myndina teiknaöi höfundur leik- ritsins. Að ofan: Höfundur leikrits- ins, Thorbjörn Egner. Að neð- an: Kasper, Jesper og Jónatan ásamt bæjarstjóra. Myndin er frá uppfærslu í Noregi Sólin skín þar næstum alltaf, og fólkið er ánægt og skeytir ekki um önnur vandamál en sín eigin. Bæjarfógetinn er mann- elskan uppmáluð og vill helzt ekki handtaka neinn, og þegar hann fer gönguferð um bæinn, heilsar hann vingjarnlega og brosir til allra. Hið eina, sem raskar næturró íbúanna í bænum, eru ræningj- arnir þrír, Kasper, Jesper og Jónatan. Þeir búa i náu, gömlu húsi fyrir utan Kardemommu- bæ. Allt er á rúi og stúi í húsi þeirra, og þeir rífast og nöldra sín á milli, og stundum syngja þeir lika skemmtilegar vísur og dansa ræningjadans. Einstaka sinnum fara þeir í heimsókn til bæjarins, og þá kemur það fyrir, að þeir hnupla smáhlutum, som verða á vegi þeirra, t. d. pipar- kökum og súkkulaði frá bakar- anum og gómsætum pylsum frá pylsusalanum. En Bastian bæj- arfógeta er ekki vel við þetta, og hefst þá spennandi eltingar- leikur við þjófana. 1 húsi sínu hafa ræningjarnir ljón bæði til gagns og gamans, og enginn þorir að handtaka ræningjana, þegar ljónið er nær- Framhald á bls. 34.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.